SMS

25. apríl 2022

Pólland: Aðgerðasinni á yfir höfði sér fang­elsis­vist

Aðgerðasinninn Justyna Wydrzyńska á yfir höfði sér þriggja ára fang­elsis­vist vegna þess að hún styður rétt til öruggs þung­un­ar­rofs.

Húsleit var gerð heima hjá Justynu að fyrir­skipan saksóknara og fjöldi eigna hennar, þar á meðal öll samskipta­tæki, gerður upptækur. Saksóknara hafði borist upplýs­ingar um þátt­töku hennar við að aðstoða þungaða konu sem vildi rjúfa þungun sjálf með lyfjum sem ætluð eru til heima­notk­unar. Að rjúfa eigin þungun er ekki glæpur í Póllandi.

Justyna er ákærð fyrir að veita aðstoð við þung­un­arrof og hafa í fórum sínum ólögleg lyf í þeim tilgangi að koma þeim á markað.

Pólsk lög leyfa ekki þung­un­arrof nema þegar líf eða heilsa þungaðs einstak­lings er í hættu eða þegar þung­unin er afleiðing nauðg­unar eða sifja­spells. Lögin eru skaðleg og refsa aðilum sem fram­kvæma þung­un­arrof. Það stofnar lífi þung­aðra einstak­linga í hættu að hafa ekki aðgengi að öruggu þung­un­ar­rofi.

Justyna er doula og aðgerðasinni. Doulur eru stuðn­ings­að­ilar fyrir, í og eftir fæðingu og styðja við þarfir þung­aðra einstak­linga. Hlut­verk doula er líka að styðja skjól­stæð­inga sína í gegnum þung­un­arrof. Justyna hefur talað opin­skátt um eigin reynslu af þung­un­ar­rofi og er ein stofn­enda pólska baráttu­hópsins Abortion Dream Team, sem veitir stuðning og upplýs­ingar um þung­un­arrof.

Sms-félagar krefjast þess að pólsk yfir­völd afglæpa­væði þung­un­arrof og styðji frekar en refsi mann­eskjum sem leggja sig fram við að tryggja heilsu einstak­linga sem leita eftir þung­un­ar­rofi.

Aðgangur að þung­un­ar­rofi er hluti af kyn- og frjó­sem­is­rétt­indum og aðilar sem veita konum, stúlkum og fólki slíka aðstoð eiga ekki að þurfa að lifa í ótta við ákærur.

Lestu einnig