SMS

15. ágúst 2019

Paragvæ: Rétt­indi frum­byggja í hættu

Frum­byggja­sam­fé­lagið Tekoha Sauce í Paragvæ er enn og aftur á hættu að vera rekið af land­svæði forfeðra sinna vegna lögsóknar Itaipú Binati­onal vatns­afls­virkj­un­ar­innar. Parag­væska stjórn­ar­skráin og alþjóð­legir staðlar um mann­rétt­indi vernda frum­byggja­sam­félög frá því að vera rekin af land­svæðum forfeðra sinna án samráðs og fulls samþykkis

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Á 8. áratugnum var frum­byggja­sam­fé­lagið rekið af landi sínu til að greiða leið fyrir vatns­afl­virkj­unina.Frum­byggj­arnir voru þá fluttir á svæði sem uppfylltu ekki kröfur um að vernda menn­ing­ar­arf­leifð og lífs­við­ur­væri þeirra og hefur því verið brotið á rétt­indum þeirra samkvæmt lands- og alþjóða­stöðlum.

Árið 2016 snéri frum­byggja­sam­fé­lagið aftur á hluta af svæði sem tilheyrir land­svæði forfeðra þeirra en er að mati fyrir­tæk­isins nú eign virkj­un­ar­innar.

Samfé­lagið hefur ítrekað beðið ríkið um skaða­bætur en hefur lítið orðið ágengt. Samkvæmt 28. grein yfir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna um rétt­indi frum­byggja felast skaða­bætur í sér löglega samþykktar jarðir, land­svæði, auðlindir, fjár­hæðir eða aðrar ráðstaf­anir.

Amanda Martínez, mann­rétt­indasinni úr frum­byggja samfé­laginu Tekohas Sauce, var hótað þann 8. ágúst 2018 af þremur vopn­uðum einkennisklæddum mönnum frá virkj­un­inni. Í kjölfar ákalls Amnesty Internati­onal gat hún lagt fram kvörtun og mál hennar rann­sakað.

Í sama mánuði viður­kenndi INDI, stofnun á vegum stjórn­valda um málefni frum­byggja í Paragvæ, Cristóbal Martínez sem leið­toga frum­byggja­sam­fé­lagsins. Það er mikil­vægur áfangi fyrir samfé­lagið til að geta gert tilkall til lands forfeðra sinna fyrir dómstólum í Paragvæ.

Árið 2018 gaf Amnesty Internati­onal út skýrslu þar er fjallað um vandamál sem fylgja brottrekstri í Paragvæ þar sem verndun frum­byggja­sam­fé­laga í samræmi við alþjóðastaðla eru ekki höfð að leið­ar­ljósi.

Amnesty krefst þess að forseti Paragvæ tryggi að frum­byggja­sam­fé­lagið Tekoha Sauce njóti verndar og verði ekki rekið af land­svæði forfeðra sinna.

Lestu einnig