SMS

23. janúar 2019

Rúss­land: Endum ofsóknir gegn hinsegin fólki í Tétsníu

Hinsegin fólk í Tétsníu sætir ofsóknum af skipu­lögðum árásum af hálfu yfir­valda. Fólk er sett í nauð­ung­ar­vist og pyndað og að minnsta kosti tveir hafa látist.

Þann 1. apríl 2017 birtist frétt í Novaya Gazeta, dagblaði í Rússlandi, að yfir 100 manns sem allir eru taldir vera samkyn­hneigðir, höfðu verið hand­sam­aðir í Tétsníu, Rússlandi og lék grunur um að þetta væri hluti af skipu­lögðum árásum yfir­valda. Fang­arir voru pynd­aðir og sættu almennt illri meðferð og voru neyddir til að uppljóstra um annað hinsegin fólk.

Í Novaya Gazeta var því haldið fram að stað­festar heim­ildir hefðu verið fyrir því að, að minnsta kosti þrír menn höfðu verið myrtir. Grunur er um að talan sé enn hærri. Yfir­völd harð­neituðu þessum fréttum og rann­sókn á máli Maxim Lapunov, eina fórna­lambsins sem steig fram, hefur verið lokað.

Þann 30. ágúst 2018, fóru 15 ríki Öryggis- og samvinnu­stofn­unar Evrópu (ÖSE) fram á rann­sókn á þessum brotum. Þann 1. nóvember 2018 höfðu ekki fengist almennnileg svör frá yfir­völdum í Rússlandi. ÖSE fékk prófessor að nafni Wolfgang Benedek til að skrifa skýrslu um mann­rétt­inda­brotin og sinnu­leysi rúss­neskra yfir­valda. Skýrslan, sem kom út 20. des 2018, stað­festi ásak­anir um alvarleg mann­rétt­inda­brot í Tétsníu, þá sér í lagi áreitni og ofsóknir, handa­hófs­kenndar hand­tökur, pynd­ingar, manns­hvörf og aftökur á hinsegin fólki, mann­rétt­inda­bar­áttu­fólki, lögfræð­ingum, sjálf­stæðu fjöl­miðla­fólki o.fl.

Einnig kom fram í skýrsl­unni að það ríkir refsi­leysi í þessum málum í Tétsníu. Átta dögum eftir að skýrslan kom út hófu yfir­völd aftur aðfarir að hinsegin fólki í Tétsníu.

SMS félagar hvetja til frekari rann­sókna og að tryggt verði að þeir sem bera ábyrgð á árás­unum verði dregnir til ábyrgðar. Einnig að öryggi hinsegin fólks verði tryggt.

Skráðu þig í sms-aðgerð­ar­netið hér!

Lestu einnig