SMS

27. júní 2024

Sádi-Arabía: Ekkert umburð­ar­lyndi gagn­vart gagn­rýni

Stjórn­völd í Sádi-Arabíu sýna ekkert umburð­ar­lyndi gagn­vart gagn­rýni. Fólk hlýtur nú harðari dóma en Amnesty Internati­onal hefur nokkru sinni áður skrá­sett í Sádi-Arabíu fyrir að nýta rétt sinn til tján­ingar.

Frum­varp til fyrstu almennu hegn­ing­ar­lög­gjafar Sádi-Arabíu, sem er ekki enn búið að opin­bera en var lekið var út, gengur í berhögg við alþjóð­lega mann­rétt­indastaðla og afhjúpar hræsnina á bak við loforð krón­prinsins Mohammed bin Salman um fram­farir og umburð­ar­lyndi í landinu.

Yfir­völd í Sádi-Arabíu mega ekki komast upp með það að þagga niður raddir og sögur þeirra einstak­linga sem yfir­völd hafa fang­elsað í aðför sinni gegn tján­ing­ar­frelsinu.

Íslensk stjórn­völd sýndu forystu í mann­rétt­inda­ráði sameinuðu þjóð­anna árið 2019 vegna stöðu mann­rétt­inda í Sádi-Arabíu. Þau geta enn haft forystu um að þrýsta á stjórn­völd í Sádi-Arabíu.

SMS-félagar krefjast þess að íslensk stjórn­völd beiti sér fyrir því að yfir­völd í Sádi-Arabíu leysi öll þau úr haldi sem hafa rang­lega verið fang­elsuð fyrir að nýta rétt sinn til tján­ingar.

Lestu meira hér.

Lestu einnig