SMS

29. júlí 2024

Sádi-Arabía: Baráttu­kona dæmd í 27 ára fang­elsi

Salma al-Shehab er 34 ára gömul baráttu­kona, fræði­kona og tveggja barna móðir frá Sádi-Arabíu. Hún var hand­tekin í janúar 2021 og hefur verið dæmd í 27 ára fang­elsi.

Hún tilheyrir minni­hluta­hópi sjíta-múslima þar í landi. Hún var hand­tekin í janúar 2021, nokkrum dögum fyrir áætlað flug til Bret­lands til að halda áfram doktors­námi sínu við háskólann í Leeds. Hún var ákærð vegna frið­sam­legrar tján­ingar á Twitter (nú X) til stuðn­ings rétt­indum kvenna.

Samkvæmt gögnum sem Amnesty Internati­onal hefur skoðað sætti hún einangr­un­ar­vist í 285 daga áður en rétt­ar­höldin fóru fram og hún fékk engan aðgang að lögfræð­ingi á þessum tíma.  

Í janúar 2023 var hún dæmd í 27 ára fang­elsi ásamt 27 ára ferða­banni að lokinni afplánun. Lestu meira hér

SMS-félagar Amnesty krefjast þess að Salma al-Shehab verði leyst úr haldi án tafar þar sem hún er í haldi fyrir það eitt að tjá sig frið­sam­lega. 

Lestu einnig