SMS
29. júlí 2024Salma al-Shehab er 34 ára gömul baráttukona, fræðikona og tveggja barna móðir frá Sádi-Arabíu. Hún var handtekin í janúar 2021 og hefur verið dæmd í 27 ára fangelsi.
Hún tilheyrir minnihlutahópi sjíta-múslima þar í landi. Hún var handtekin í janúar 2021, nokkrum dögum fyrir áætlað flug til Bretlands til að halda áfram doktorsnámi sínu við háskólann í Leeds. Hún var ákærð vegna friðsamlegrar tjáningar á Twitter (nú X) til stuðnings réttindum kvenna.
Samkvæmt gögnum sem Amnesty International hefur skoðað sætti hún einangrunarvist í 285 daga áður en réttarhöldin fóru fram og hún fékk engan aðgang að lögfræðingi á þessum tíma.
Í janúar 2023 var hún dæmd í 27 ára fangelsi ásamt 27 ára ferðabanni að lokinni afplánun. Lestu meira hér.
SMS-félagar Amnesty krefjast þess að Salma al-Shehab verði leyst úr haldi án tafar þar sem hún er í haldi fyrir það eitt að tjá sig friðsamlega.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu