Sádi-Arabía

Dæmd í 27 ára fangelsi fyrir að styðja réttindi kvenna

Salma al-Shehab er 34 ára gömul baráttu­kona, fræði­kona og tveggja barna móðir frá Sádi-Arabíu. Hún tilheyrir minni­hluta­hópi sjíta-múslima þar í landi. Hún var hand­tekin í janúar 2021, nokkrum dögum fyrir áætlað flug til Bret­lands til að halda áfram doktors­námi sínu við háskólann í Leeds.  

Hún var ákærð vegna frið­sam­legrar tján­ingar á Twitter (nú X) til stuðn­ings rétt­indum kvenna. Rétt­ar­höld hófust í október 2021. Samkvæmt gögnum sem Amnesty Internati­onal hefur skoðað sætti hún einangr­un­ar­vist í 285 daga áður en rétt­ar­höldin fóru fram og hún fékk engan aðgang að lögfræð­ingi á þessum tíma.  

Um mitt ár 2022 var hún dæmd í sex ára fang­elsi en í ágúst sama ár herti sérstaki saka­mála­dóm­stóllinn dóm hennar. Hún hlaut 34 ára fang­els­isdóm ásamt 34 ára ferða­banni að afplánun lokinni. Hún var meðal annars ásökuð um að „raska alls­herj­ar­reglu“ með því að deila tísti á Twitter frá aðgerða­sinnum sem styðja rétt­indi kvenna.  

Í janúar 2023 var dómnum breytt í kjölfar þess að hæstiréttur vísaði máli hennar aftur til sérstaka saka­mála­dóm­stólsins eftir að hún áfrýjaði málinu. Í þetta sinn var hún dæmd í 27 ára fang­elsi ásamt 27 ára ferða­banni að lokinni afplánun. Dómstóllinn felldi niður ákærur um netglæpi en féllst á ákærur á grund­velli laga gegn hryðju­verkum.  

Í mars 2023 fór Salma í hung­ur­verk­fall til að mótmæla geðþótta­varð­haldi og ósann­gjörnum rétt­ar­höldum. Um fjórum vikum síðar hætti hún í hung­ur­verk­falli til að geta tekið lyf þar sem heilsu hennar fór hrak­andi. 

Yfir­völd í Sádi-Arabíu sýna enga miskunn gagn­vart gagn­rýni sama hversu mein­laus hún er.  

Skrifaðu undir og krefstu þess að Salma al-Shehab verði leyst úr haldi án tafar þar sem hún er í haldi fyrir það eitt að tjá sig frið­sam­lega. Auk þess er krafist að yfir­völd hætti að leggja frið­sam­lega tján­ingu að jöfnu við „hryðju­verk“.

 

Frétta­til­kynning um Sádi-Arabíu

Nánar um stöðu tján­ing­ar­frelsis í Sádi-Arabíu

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Hætta er á fleiri aftökum í tengslum við mótmæli

Að minnsta kosti tíu einstaklingar í Íran eiga yfir höfði sér aftöku í kjölfar dauðadóma í tengslum við mótmæli sem kennd voru við slagorðið „Kona, líf, frelsi“. Skrifaðu undir ákall um að írönsk stjórn­völd ógildi dauðadóma yfir friðsama mótmælendur og leysi úr haldi þá mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig með frið­sam­legum hætti.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.