Sádi-Arabía

Dæmd í 27 ára fangelsi fyrir að styðja réttindi kvenna

Salma al-Shehab er 34 ára gömul baráttu­kona, fræði­kona og tveggja barna móðir frá Sádi-Arabíu. Hún tilheyrir minni­hluta­hópi sjíta-múslima þar í landi. Hún var hand­tekin í janúar 2021, nokkrum dögum fyrir áætlað flug til Bret­lands til að halda áfram doktors­námi sínu við háskólann í Leeds.  

Hún var ákærð vegna frið­sam­legrar tján­ingar á Twitter (nú X) til stuðn­ings rétt­indum kvenna. Rétt­ar­höld hófust í október 2021. Samkvæmt gögnum sem Amnesty Internati­onal hefur skoðað sætti hún einangr­un­ar­vist í 285 daga áður en rétt­ar­höldin fóru fram og hún fékk engan aðgang að lögfræð­ingi á þessum tíma.  

Um mitt ár 2022 var hún dæmd í sex ára fang­elsi en í ágúst sama ár herti sérstaki saka­mála­dóm­stóllinn dóm hennar. Hún hlaut 34 ára fang­els­isdóm ásamt 34 ára ferða­banni að afplánun lokinni. Hún var meðal annars ásökuð um að „raska alls­herj­ar­reglu“ með því að deila tísti á Twitter frá aðgerða­sinnum sem styðja rétt­indi kvenna.  

Í janúar 2023 var dómnum breytt í kjölfar þess að hæstiréttur vísaði máli hennar aftur til sérstaka saka­mála­dóm­stólsins eftir að hún áfrýjaði málinu. Í þetta sinn var hún dæmd í 27 ára fang­elsi ásamt 27 ára ferða­banni að lokinni afplánun. Dómstóllinn felldi niður ákærur um netglæpi en féllst á ákærur á grund­velli laga gegn hryðju­verkum.  

Í mars 2023 fór Salma í hung­ur­verk­fall til að mótmæla geðþótta­varð­haldi og ósann­gjörnum rétt­ar­höldum. Um fjórum vikum síðar hætti hún í hung­ur­verk­falli til að geta tekið lyf þar sem heilsu hennar fór hrak­andi. 

Yfir­völd í Sádi-Arabíu sýna enga miskunn gagn­vart gagn­rýni sama hversu mein­laus hún er.  

Skrifaðu undir og krefstu þess að Salma al-Shehab verði leyst úr haldi án tafar þar sem hún er í haldi fyrir það eitt að tjá sig frið­sam­lega. Auk þess er krafist að yfir­völd hætti að leggja frið­sam­lega tján­ingu að jöfnu við „hryðju­verk“.

 

Frétta­til­kynning um Sádi-Arabíu

Nánar um stöðu tján­ing­ar­frelsis í Sádi-Arabíu

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.