SMS
22. júlí 2024Mohammad bin Nasser al-Ghamdi, kennari á eftirlaunum, hlaut dauðadóm fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið.
Sérstakur sakamáladómstóll í Sádi-Arabíu dæmdi Mohammad bin Nasser al-Ghamdi, 55 ára kennara á eftirlaunum, til dauða þann 9. júlí 2023 fyrir friðsamlegar aðgerðir sínar á Twitter [nú X] og YouTube, þar á meðal fyrir tíst þar sem hann gagnrýnir utanríkisstefnu konungs og krónprins Sádi-Arabíu, kallar eftir lausn klerka í haldi og mótmælir verðhækkunum í landinu. Hann var aðeins með tíu fylgjendur á Twitter.
Dauðadómurinn yfir Mohammad bin Nasser al-Ghamdi er til marks um stigversnandi kúgun í konungsríkinu og miskunnarleysi gagnvart öllum þeim sem þora að sýna minnsta andóf í landinu.
SMS-félagar krefjast þess að dauðadóminn yfir Mohammad bin Nasser al-Ghamdi verði felldur úr gildi og hann verði skilyrðislaust leystur úr haldi án tafar þar sem hann er í haldi fyrir það eitt að tjá sig friðsamlega.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu