SMS

22. júlí 2024

Sádi-Arabía: Dauða­dómur fyrir gagn­rýni á samfé­lags­miðlum

Mohammad bin Nasser al-Ghamdi, kennari á eftir­launum, hlaut dauðadóm fyrir það eitt að nýta tján­ing­ar­frelsið.

Sérstakur saka­mála­dóm­stóll í Sádi-Arabíu dæmdi Mohammad bin Nasser al-Ghamdi, 55 ára kennara á eftir­launum, til dauða þann 9. júlí 2023 fyrir frið­sam­legar aðgerðir sínar á Twitter [nú X] og YouTube, þar á meðal fyrir tíst þar sem hann gagn­rýnir utan­rík­is­stefnu konungs og krón­prins Sádi-Arabíu, kallar eftir lausn klerka í haldi og mótmælir verð­hækk­unum í landinu. Hann var aðeins með tíu fylgj­endur á Twitter.

Dauða­dóm­urinn yfir Mohammad bin Nasser al-Ghamdi er til marks um stig­versn­andi kúgun í konungs­ríkinu og miskunn­ar­leysi gagn­vart öllum þeim sem þora að sýna minnsta andóf í landinu.

SMS-félagar krefjast þess að dauða­dóminn yfir Mohammad bin Nasser al-Ghamdi verði felldur úr gildi og hann verði skil­yrð­is­laust leystur úr haldi án tafar þar sem hann er í haldi fyrir það eitt að tjá sig frið­sam­lega.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig