Fréttir

12. júní 2024

Sádi-Arabía: Frum­varp koll­varpar tálsýn um fram­farir og umbætur

Frum­varp til fyrstu almennu hegn­ing­ar­lög­gjafar Sádi-Arabíu, sem er ekki enn búið að opin­bera en var lekið var út, gengur í berhögg við alþjóð­lega mann­rétt­indastaðla og afhjúpar hræsnina á bak við loforð krón­prinsins Mohammed bin Salman um fram­farir og umburð­ar­lyndi í landinu. Þetta kemur fram í skýrslu Amnesty Internati­onal um stöðu mála í Sádi-Arabíu. Yfir­völd í Sádi-Arabíu hafa ekki deilt frum­varpinu með frjálsum félaga­sam­tökum til umsagnar en þarlendir lögfræð­ingar hafa stað­fest að frum­varpið sem var lekið út sé ófalsað.

Í skýrslu Amnesty Internati­onal er ítarleg greining á frum­varpinu og í núver­andi mynd stangast það á við alþjóðalög. Verði frum­varpið að lögum lögfestir það ríkj­andi kúgun yfir­valda í stað þess að bæta mann­rétt­inda­ástandið í landinu.

 Vöntun á hegningarlöggjöf

 „Vöntun á hegn­ing­ar­lög­gjöf hefur löngum leitt til kerf­is­bund­inna mann­rétt­inda­brota og órétt­lætis í Sádi-Arabíu. Fyrsta skráða hegn­ing­ar­lög­gjöfin gæti veitt yfir­völdum í Sádi-Arabíu kjörið tæki­færi til að umbylta kúgandi dóms­kerfi landsins þannig að mann­rétt­indi séu virt. Greining okkar á frum­varpinu leiðir hins vegar í ljós að í raun er það stefnu­yf­ir­lýsing um kúgun sem festir mann­rétt­inda­brot enn frekar í sessi og bælir niður frelsi.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Eins og frum­varpið til almennra hegn­ing­ar­laga lítur út núna sýnir það að umbóta­stefna krón­prinsins er aðeins tálsýn. Sádi-Arabía stendur á mikil­vægum tíma­mótum. Á meðan frum­varp til almennra hegn­ing­ar­laga er enn til skoð­unar hjá löggjaf­anum hafa yfir­völd enn tæki­færi til að sýna umheim­inum að loforð þeirra um umbætur eru ekki orðin tóm. Brýnt er að yfir­völd ráðfæri sig við óháða sérfræð­inga innan borg­ara­lega samfé­lagsins og breyti frum­varpinu til að tryggja að það sé í samræmi við alþjóð­lega staðla og endur­skoði gild­andi löggjöf til að sjá til þess að hún virði mann­rétt­indi.

Herferð Amnesty International

Amnesty Internati­onal hefur einnig ýtt úr vör herferð til að krefjast lausnar einstak­linga sem eru rang­lega fang­els­aðir eða voru dæmdir til dauða fyrir að nýta tján­ing­ar­frelsi sitt vegna kúgun­ar­stefnu stjórn­valda.

„Herferð Amnesty Internati­onal leitast við að skapa alþjóð­legan þrýsting þar sem krafist er mann­rétt­indaum­bóta með því að fletta ofan af þeim grimmi­lega sann­leika sem býr að baki tilraunum Sádi-Arabíu um að hvítþvo ímynd sína á heimsvísu. Vakin verður athygli á átak­an­legum málum einstak­linga sem hafa rang­lega verið fang­els­aðir eða dæmdir til dauða fyrir það eitt að tjá skoð­anir sínar frið­sam­lega. Við munum sýna fram á hroll­vekj­andi afleið­ingar kúgun­ar­stefnu landsins og þrýsta á helstu banda­menn Sádi-Arabíu að kalla eftir raun­veru­legum umbótum í landinu.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Mikil leynd hefur hvílt yfir frum­varpinu til almennra hegn­ing­ar­laga sem var fyrst lekið á netið í júlí 2022. Yfir­völd hafa ekki birt frum­varpið eða sett það í umsagn­ar­ferli fyrir sérfræð­inga eða óháða aðila úr borg­ara­lega samfé­laginu.

Amnesty Internati­onal sendi skrif­legt erindi til ráðherra­nefndar Sádi-Arabíu og mann­rétt­inda­ráðs landsins þar sem greining og fyrir­spurnir samtak­anna um frum­varpið voru lagðar fram. Mann­rétt­indaráð Sádi-Arabíu svaraði samtök­unum þann 4. febrúar 2024 og vísaði því á bug að frum­varp í höndum Amnesty Internati­onal væri rétta útgáfan en stað­festi að frum­varp um almenn hegn­ing­arlög væri nú í umsagn­ar­ferli.

Amnesty Internati­onal skorar á yfir­völd í Sádi-Arabíu að birta nýjustu útgáfuna af frum­varpinu til umsagnar fyrir borg­ara­lega samfé­lagið í landinu.

 

Frelsissvipting

Síðasta áratuginn hafa yfir­völd í Sádi-Arabíu veru­lega skert tján­ing­ar­frelsið og herjað á stóran hóp gagn­rýn­enda, meðal annars mann­rétt­inda­frömuði, fjöl­miðla­fólk, baráttu­fólk fyrir kven­rétt­indum og trúar­leið­toga. Fólkið hefur sætt frels­is­svipt­ingu, útlegð eða ferða­banni. Yfir­völd hafa beitt laga­ákvæðum gegn hryðju­verkum og netglæpum til að þagga niður í gagn­rýn­is­röddum og bæla niður frjálsa hugsun.

Í einu skelfi­legu máli afplánar doktorsnemi og tveggja barna móðir, Salma al-Shehab, 27 ára fang­els­isdóm fyrir að styðja rétt­indi kvenna á samfé­lags­miðl­inum X (áður Twitter).

 

Í öðru máli dæmdi sérstakur saka­mála­dóm­stóll Manahel al-Otaibi, líkams­rækt­ar­kennara, bloggara og mann­rétt­inda­frömuð í 11 ára fang­elsi fyrir að birta myndir af sjálfri sér án abaya (svartur kufl sem nær frá höfði til táar) og fyrir samfé­lags­miðla­efni þar sem kúgandi löggjöf um forsjá karl­manna yfir konum í landinu er mótmælt.

Frum­varpið til almennra hegn­ing­ar­laga festir kúgun­ar­stefnu yfir­valda enn frekar í sessi þar sem meið­yrði, móðg­anir og efasemdir um dóms­kerfið eru gerð refsi­verð. Hætta er á að frelsi einstak­lingsins verði þar með skert enn frekar og andóf áfram kæft í landinu.

 

Geðþóttavald dómara

Frum­varpið refsi­væðir einnig „ólög­mætt“ kynlíf (utan hjóna­bands), samræði milli tveggja karl­manna, „ósið­lega“ hegðun og „að líkja eftir klæða­burði og útliti annars kyns“. Ákvæði sem þessi munu greiða leiðina fyrir ofsóknir og áreitni gagn­vart hinsegin samfé­laginu. Enda þótt Amnesty Internati­onal hafi skrá­sett mál þar sem einstak­lingar hafa verið sakfelldir í Sádi-Arabíu fyrir slíkt athæfi þá voru dómarnir kveðnir upp að geðþótta dómara þar sem slíkt athæfi er ekki skil­greint sem glæpur í núver­andi lagaramma. Í frum­varpinu eru fang­els­is­dómar einnig mun harðari en dómarar hafa verið að dæma.

Í skýrsl­unni er einnig greint frá því að frum­varpið veitir dómurum enn geðþótta­vald til að ákvarða hvort sönn­un­ar­byrðin sé næg til að tiltekin refsing í sjaría­l­ögum eigi við.

Þar sem engin hegn­ing­ar­lög­gjöf er til staðar í Sádi-Arabíu styðjast dómarar við eigin túlkun á íslömskum lögum (sjaríalög) og innan rétt­ar­kerf­isins ákvarða þeir hvað telst glæpur og hver refs­ingin er. Þetta veitir dómurum víðtækt ákvörð­un­ar­vald til að úrskurða í dóms­málum þar sem skil­grein­ingar á glæpum og refs­ingum eru óljósar og ganga þvert á alþjóðleg mann­rétt­indalög.

© Getty Images

Frumvarpið viðheldur kynbundnu ofbeldi

Konur og stúlkur hafa um árabil sætt gífur­legri mismunun í Sádi-Arabíu, bæði í lögum og fram­kvæmd. Lögin í landinu eru ekki full­nægj­andi til að vernda þær gegn kynbundnu ofbeldi.

Það er veru­legt áhyggju­efni að í frum­varpinu til almennra hegn­ing­ar­laga eru einstak­lingar sem gerast sekir um verknað í nafni „heiðurs “, þar á meðal árás eða morð, undan­þegnir málsókn. Þetta nýja ákvæði veitir í raun ofbeld­is­mönnum frið­helgi sem er svívirði­legt brot á alþjóða­lögum.

Frum­varpið setur einnig fram mjög víða og óljósa skil­grein­ingu á áreitni og viður­kennir ekki nauðgun í hjóna­bandi sem glæp.

Dauðarefsingin lögfest

Þrátt fyrir loforð krón­prinsins Mohammed bin Salman um að takmarka beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar aðeins við allra alvar­leg­ustu glæpina, eins og sjaría­l­ögin mæla fyrir um, hefur orðið óhugn­anleg aukning á aftökum í stjórn­artíð hans. Má þar nefna fjölda­af­töku þar sem 81 einstak­lingur var tekinn af lífi í mars 2022 sem er ein stærsta fjölda­af­taka undan­far­inna áratuga.

Frum­varpið til almennra hegn­ing­ar­laga lögfestir dauðarefs­inguna sem helstu refs­ingu landsins fyrir hina ýmsu glæpi, eins og morð og nauðgun en einnig athæfi án ofbeldis eins og guðlast og að hverfa frá trú. Þetta stríðir gegn alþjóða­lögum. Frum­varpið leyfir aftökur á einstak­lingum undir lögaldri fyrir tiltekna glæpi. Einnig er sláandi að sakhæfis­aldur er miðaður við sjö ára aldur. Sádi-Arabía er aðili að barna­sátt­mál­anum en nefnd Sameinuðu þjóð­anna um rétt­indi barna leggur til að sakhæfis­aldur sé ekki undir 12 ára aldur.

 

Í frum­varpinu verður áfram leyfi­legt að beita líkam­legum refs­ingum, sem geta m.a. verið svipu­högg og aflimun handa, fyrir glæpi eins og fram­hjá­hald og þjófnað. Líkam­legar refs­ingar teljast sem pynd­ingar og önnur ill meðferð sem eru bann­aðar samkvæmt alþjóða­lögum.

„Það er einkar mikil­vægt að mann­rétt­indaráð Sameinuðu þjóð­anna tryggi eftirlit með mann­rétt­inda­ástandinu í Sádi-Arabíu svo yfir­völd þar í landi geti ekki haldið því til streitu að breiða yfir skelfi­legan veru­leika í formi kúgunar með því að kaupa þögn heims­byggð­ar­innar og breiða út glans­mynd um fram­farir með rándýrum ímynd­ar­her­ferðum.“

Ákall

Lestu einnig