Góðar fréttir

12. febrúar 2025

Sádi-Arabía: Kona, fang­elsuð fyrir tján­ingu, látin laus eftir fjög­urra ára fang­elsis­vist

Salma al-Shehab er nú laus úr haldi en hún sat í fang­elsi í rúm fjögur ár vegna ákæra á grund­velli laga gegn hryðju­verkum fyrir að birta tíst til stuðn­ings kven­rétt­indum.

„Þrauta­göngu Salma al-Shehab er loksins lokið. Í meira en fjögur ár hefur hún sætt hverju órétt­lætinu á fætur öðru, þar á meðal átti hún um tíma yfir höfði sér 34 ára fang­elsis­vist fyrir færslur sínar á samfé­lags­miðlum. Hún sætti einangr­un­ar­vist í næstum 300 daga, var neitað um lögfræði­að­stoð og var síðan ítrekað dæmd á grund­velli laga gegn hryðju­verkum og dæmd til áratuga­langrar fang­elsis­vistar. Aðeins vegna þess að hún tísti til stuðn­ings kven­rétt­indum og endur­tísti færslum annarra kven­rétt­inda­frömuða Sádi-Arabíu. Yfir­völd í Sádi-Arabíu verða nú að tryggja að hún sæti ekki ferða­banni eða frekari refsi­að­gerðum.“

Dana Ahmed, rann­sak­andi Amnesty Internati­onal í Miðaust­ur­löndum

Bakgrunnur

Salma al-Shehab, 36 ára doktorsnemi við Leeds háskóla og tveggja barna móðir, var hand­tekin 15. janúar 2021 fyrir að tísta og endur­tísta færslum kven­rétt­inda­frömuða Sádi-Arabíu á Twitter, sem nú heitir X. Hún var meðal annars ákærð fyrir að „raska alls­herj­ar­reglu, og raska öryggi samfé­lagsins og stöð­ug­leika ríkisins.” 

Í mars 2022 dæmdi sérstaki saka­mála­dóm­stóllinn Salma al-Shehab í sex ára fang­elsi. Við áfrýj­un­ar­rétt­ar­höld yfir henni í ágúst 2022 krafðist ákæru­valdið harðari refs­ingar sem leiddi til þess að sérstaki saka­mála­dóm­stóllinn herti dóm hennar í 34 ár. Í janúar 2023 var dómnum breytt í kjölfar þess að hæstiréttur vísaði máli hennar aftur til sérstaka saka­mála­dóm­stólsins eftir að hún áfrýjaði málinu. Í þetta sinn var hún dæmd í 27 ára fang­elsi ásamt 27 ára ferða­banni að lokinni afplánun 

Í sept­ember 2024, eftir að hæstiréttur sendi mál hennar aftur til sérstaka saka­mála­dóm­stólsins, var fang­els­is­refsing hennar lækkuð úr 27 árum í fjög­urra  ára fang­elsi og til fjög­urra ára á skil­orði. Fjög­urra ára fang­els­is­dómi hennar lauk í desember 2024 og var hún loks látin laus í þessum mánuði. 

„Þó að dagurinn í dag sé dagur til að fagna lausn Salma, þá er hann líka tæki­færi til að huga að mörgum öðrum sem afplána álíka langa dóma í Sádi-Arabíu fyrir aðgerðir sínar á netinu.

Dana Ahmed, rann­sak­andi í Miðaust­ur­löndum 

Meðal annarra sem afplána álíka langa dóma má nefna konur eins og Manahel al-Otaibi og Noura al-Qahtani, sem voru dæmdar í fang­elsi fyrir að tala fyrir rétt­indum kvenna og Abdulra­hman al-Sadhan, sem dæmdur var í 20 ára fang­elsi fyrir háðs­ádeilu­tíst.

Við hvetjum yfir­völd í Sádi-Arabíu til að leysa þau úr haldi án tafar og binda enda á vægð­ar­lausa aðför stjórn­valda að tján­ing­ar­frelsinu í eitt skipti fyrir öll.

 Lausn Salma hefði ekki verið möguleg án þrot­lausrar baráttu aðgerða­sinna um allan heim.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal tók fyrir mál hennar árið 2024 og söfn­uðust 1681 undir­skrift.

Lestu einnig