Tilkynning

22. janúar 2021

Sameig­inleg áskorun til íslenskra stjórn­valda að full­gilda samning SÞ um bann við kjarn­orku­vopnum

Eftir­talin félög skora á íslensk stjórn­völd að full­gilda Samning Sameinuðu þjóð­anna um bann við kjarn­orku­vopnum en samn­ing­urinn var samþykktur af 122 ríkjum á ráðstefnu Sameinuðu þjóð­anna í New York þann 7. júlí 2017. Hinn 24. október sl. höfðu 50 ríki full­gilt samn­inginn og mun hann því taka gildi í dag, þann 22. janúar 2021.

 

Samn­ing­urinn festir í sessi afdrátt­ar­laust bann við notkun kjarn­orku­vopna á grund­velli alþjóð­legra mann­úð­ar­laga sem tryggja skal eyðingu og afnám slíkra vopna, sem og bann við fram­leiðslu, flutn­ingi, þróun, prófun, geymslu eða hótunum um notkun þeirra. Samn­ing­urinn undir­strikar þá alvar­legu hættu sem stafar af áfram­hald­andi tilvist kjarn­orku­vopna og þeim óaft­ur­kræfu og gereyð­andi afleið­ingum sem slík vopn valda. Samn­ing­urinn skuld­bindur ríki einnig til að koma þolendum kjarn­orku­vopna­notk­unar og tilrauna til aðstoðar ásamt því að koma á endur­bótum vegna mengaðs umhverfis af völdum þeirra.

Nýleg könnun á vegum Internati­onal Campaign to Abolish Nuclear Weapons (ICAN) á slandi leiddi í ljós að 86% þeirra sem spurðir voru eru hlynntir gildis­töku samn­ingsins á Íslandi. Þá eru jafn­framt 75% hlynntir því að Ísland verði fyrst NATO ríkja til að skrifa undir og full­gilda samn­inginn.

Sambæri­legar kann­anir voru gerðar í Belgíu, Danmörku, Hollandi, Ítalíu og á Spáni og leiddu í ljós að nálægt eða yfir 80% eru fylgj­andi samn­ingnum og endur­spegla þannig yfir­gnæf­andi stuðning almenn­ings í þessum ríkjum gagn­vart samn­ingnum og gildis­töku hans.

Kjarn­orku­vopn hafa í för með sér óaft­ur­kræfan eyði­legg­ing­ar­mátt. Engin læknis- eða mann­úð­ar­að­stoð er möguleg strax í kjölfar kjarn­orku­árásar. Til fram­búðar hefur slík árás skelfi­legar afleið­ingar fyrir mann­fólk, dýra­ríki, umhverfi og loftslag, svo ekki sé minnst á neikvæð áhrif á land­bún­að­ar­fram­leiðslu, ásamt skyndi­legri hita­lækkun og minnkun úrkomu á heimsvísu vegna reyks og rykmynd­unar. Bann við kjarn­orku­vopnum er því eina trygg­ingin gegn notkun slíkra vopna og þeim afleið­ingum sem notkun þeirra hefur í för með sér.

Áskorun

Við undir­rituð hvetjum íslensk stjórn­völd til þess að veita vilja almenn­ings vægi og taka skref í átt að full­gild­ingu samn­ings Sameinuðu þjóð­anna um bann við kjarn­orku­vopnum. Aðild Íslands að samn­ingnum er nauð­synleg til að stuðla að vernd almennra borgara, lífríkis og náttúru til fram­tíðar og styrkja enn fremur stöðu þeirra alþjóð­legu samn­inga um kjarn­orku­vopn sem Ísland á nú þegar aðild að. Með undir­ritun og full­gild­ingu samn­ingsins er fyllt upp í mikil­vægar eyður sem fyrri samn­ingar hafa ekki kveðið á um.

Nánari upplýs­ingar um ICAN og skoð­ana­könn­unina má nálgast hér:

Alda félag um sjálf­bærni og lýðræði

Alþýðu­sam­band Íslands

Íslands­deild Amnesty Internati­onal

Barna­heill

Bisk­ups­stofa

Hjálp­ar­starf kirkj­unnar

Húman­ista­hreyf­ingin

Höfði frið­ar­setur Reykja­vík­ur­borgar og Háskóla Íslands

Kven­rétt­inda­félag Íslands

Lands­sam­band slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna

Lands­sam­tökin Þroska­hjálp

Lækna­félag Íslands

Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands

Menn­ingar- og frið­ar­samtök íslenskra kvenna

Nátt­úru­vernd­ar­samtök Íslands

Rauði krossinn á Íslandi

Samtök hern­að­ar­and­stæð­inga

Samtökin 78

Siðmennt

Soka Gakkai Internati­onal á Íslandi

UNICEF á Íslandi

UN Women á Íslandi

Öryrkja­bandalag Íslands

Lestu einnig