SMS
12. janúar 2024Mannréttindafrömuðurnir og samviskufangarnir Ahmed Mansoor, Mohammed al-Roken og Nasser bin Ghaith eru meðal 87 manna frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem sóttir eru til saka í nýju máli sem byggt er á upplognum ákærum um hryðjuverk.
Réttarhöldin yfir mönnunum hófust þann 7. desember síðastliðinn hjá alríkísáfrýjunardómstólnum í Abu Dhabi. Af þessum 87 mönnum voru 62 þeirra ranglega fangelsaðir og sóttir til saka í fjöldaréttarhöldum árið 2013. 59 þeirra enn í haldi að geðþótta þrátt fyrir að hafa afplánað dóma sína.
SMS-félagar krefjast þess að allar ákærur á hendur samviskuföngunum Ahmed Mansoor, Mohammed al-Roken, Nasser bin Ghaith og öðrum í haldi að geðþótta sem sóttir eru til saka í fjöldaréttarhöldunum sem standa nú yfir verði felldar niður. Þessir einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir það eitt að nýta tjáningar-og félagafrelsið.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu