SMS

12. janúar 2024

Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmin: Samviskufangar fyrir rétti í fjölda­rétt­ar­höldum

Mann­rétt­inda­fröm­uð­urnir og samviskufang­arnir Ahmed Mansoor, Mohammed al-Roken og Nasser bin Ghaith eru meðal 87 manna frá Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum sem sóttir eru til saka í nýju máli sem byggt er á upplognum ákærum um hryðju­verk.

Rétt­ar­höldin yfir mönn­unum hófust þann 7. desember síðast­liðinn hjá alríkís­áfrýj­un­ar­dóm­stólnum í Abu Dhabi. Af þessum 87 mönnum voru 62 þeirra rang­lega fang­els­aðir og sóttir til saka í fjölda­rétt­ar­höldum árið 2013. 59 þeirra enn í haldi að geðþótta þrátt fyrir að hafa afplánað dóma sína.

SMS-félagar krefjast þess að allar ákærur á hendur samvisku­föng­unum Ahmed Mansoor, Mohammed al-Roken, Nasser bin Ghaith og öðrum í haldi að geðþótta sem sóttir eru til saka í fjölda­rétt­ar­höld­unum sem standa nú yfir verði felldar niður. Þessir einstak­lingar hafa verið ákærðir fyrir það eitt að nýta tján­ingar-og félaga­frelsið.

 

Lestu einnig