Góðar fréttir

3. febrúar 2021

Sigrar í barátt­unni fyrir aðgengi að þung­un­ar­rofi

Aðgengi að öruggu þung­un­ar­rofi er nauð­syn­legt til að unnt sé að njóta mann­rétt­inda til fulls. Á síðustu 25 árum hafa fleiri en 50 lönd breytt löggjöf og bætt aðgengi að þung­un­ar­rofi.

Argentína

Argentína bættist í hópinn þann 30. desember 2020 þegar þung­un­arrof var loks lögleitt þar í landi. Það voru söguleg tímamót í þágu mann­rétt­inda fyrir konur, stúlkur og annað fólk sem getur orðið þungað. Lögin leyfa þung­un­arrof fram að 14. viku meðgöngu. Eftir það er þung­un­arrof löglegt sé líf eða heilsa móður í hættu.

„Þetta er sigur fyrir kvenna­hreyf­inguna í Argentínu sem hefur barist fyrir þessum rétt­indum í áratugi. Amnesty Internati­onal mun fylgjast með því hvort stjórn­völd standi við það að tryggja aðgengi að löglegu þung­un­ar­rofi í öllu landinu.“

Mariela Belski, fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal í Argentínu.  

 

Slóvakía

Stjórn­völd í Slóvakíu hafa reynt að skerða aðgengi að löglegu þung­un­ar­rofi. Þung­un­arrof er löglegt í Slóvakíu fram að 12. viku meðgöngu. Árið 2019 reyndu stjórn­völd hins vegar að skerða aðgengið en þingið hafnaði því í desember sama ár. Þá átti að leggja til skyldu um ómskoðun fyrir þung­un­arrof en þ hefði dregið úr sjálfs­ákvörð­un­ar­rétti kvenna og þungaðs fólks ásamt því að ýta undir skömm. 

Árið 2020 var nýtt frum­varp lagt fram um 96 klukku­stunda biðtíma, lækn­is­fræði­legt samþykki á grund­velli heilsu­fars og að gefa upp ástæðu til að geta farið í þung­un­arrof. Frumvarpinu var mótmælt víða um heim. Íslands­deild Amnesty Internati­onal tók málið upp í sept­ember í netákalli og SMS-aðgerðaneti þar sem söfn­uðust 2.065 undir­skiftir þar sem krafist var að þingið hafnaði frum­varpinu. 

Mótmælin báru árangur og það var mikið fagn­að­ar­efni þegar þingið í Slóvakíu hafnaði frum­varpinu í október 2020.

Pólland

Baráttan fyrir öruggu aðgengi að öruggu þung­un­ar­rofi er langt frá því lokið. Mótmæli brutust út um allt Pólland í október eftir úrskurð stjórn­laga­dóm­stóls sem í raun bannaði þung­un­arrof nema í tilfellum þar sem líf eða heilsa móður er í hættu eða þungun er afleiðing nauðg­unar. Þann 27.janúar 2021 tók úrskurð­urinn gildi sem þýðir að 95% af öllum þung­un­ar­rofum sem hafa verið fram­kvæmd í landinu verða nú ólögleg. Það leggur líf kvenna og fólks sem getur orðið þungað í hættu.

Við stöndum með baráttu­fólki fyrir aðgengi að öruggu þung­un­ar­rofi í Póllandi.

Lestu einnig