Slóvakía

Slóvakía: Aðgengi að öruggu þungunarrofi í hættu

Slóvakíska þingið hefur nú til umfjöll­unar frum­varp sem felur í sér hindr­anir á þung­un­ar­rofi og setur heilsu kvenna og annarra sem leita eftir þung­un­ar­rofi í hættu ásamt því að  brjóta á mann­rétt­indum þeirra. Slóvakíska þingið verður að hafna þessu frum­varpi.

Drög að frum­varpinu voru fyrst sett fram í júlí á þessu ári af stærsta þing­flokki Slóvakíu, OLANO. Frum­varpið var samþykkt í ágúst og er nú til skoð­unar hjá þremur nefndum. Ein nefndin hefur nú þegar sagst styðja við frum­varpið en hinar tvær eiga eftir að skila niður­stöðu.

Þung­un­arrof er löglegt í Slóvakíu fram að 12. viku meðgöngu. Undan­farin ár hafa hins vegar verið sett ný lög og reglu­gerðir sem til að gera þung­un­arrof óaðgengi­legra. Efna­hags-, félags- og menn­ing­ar­rétt­inda­nefnd Sameinuðu þjóð­anna setti fram athuga­semdir í október 2019 um að konur i Slóvakíu hafi ekki gott aðgengi að kynheil­brigð­is­þjón­ustu, þar á meðal aðgengi að þung­un­ar­rofi og getn­að­ar­vörnum.

Samkvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum eiga einstak­lingar sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt yfir eigin líkama ogrétt á aðgengi að kynheil­brigð­is­þjón­ustu, þar á meðal öruggu þung­un­ar­rofi.

Skrifaðu undir og hvettu þing­menn til að samþykkja ekki frum­varpið!

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Íran: Dauðadómur í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Barzan Nasrollahzadeh var handtekinn þann 29. maí 2010, aðeins 17 ára gamall. Hann er súnní-múslími og Kúrdi sem er minnihlutahópur í Íran. Hann var í haldi í marga mánuði án þess að hafa aðgang að fjölskyldu sinni og var yfirheyrður án þess að lögfræðingur væri viðstaddur. Hann segist hafa verið pyndaður, meðal annars barinn, látinn hanga á hvolfi og honum gefið rafstuð. Hann var síðan neyddur til að skrifa undir yfirlýsingu sem bendlaði hann við saknæmt athæfi.

Angóla

Angóla: Réttlæti fyrir ungmenni sem létu lífið vegna lögregluofbeldis

Sjö ungmenni létu lífið frá maí til júlí 2020 vegna lögregluofbeldis í kjölfar aðgerða stjórnvalda gegn kórónuveirufaraldrinum. Fjöldi vitnisburða er um óhóflega valdbeitingu og notkun skotvopna lögreglunnar. Viðbrögð yfirvalda er fela í sér valdbeitingu sem getur leitt til dauða á ekki að líðast. Kilson var einn þeirra sem féll fyrir hendi lögreglu. Hann var aðeins fimmtán ára gamall.

Egyptaland

Egyptaland: Blaðakona í haldi sökuð um hryðjuverk

Esraa Abdefattah, aðgerðasinni og blaðakona, var numin af brott af óeinkennisklæddum lögreglumönnum og sætti pyndingum á ótilgreindum stað í október 2019. Síðan þá hefur hún sætt ólöglegu varðhaldi fyrir rangar sakargiftir sem tengjast hryðjuverkum. Hún var ein af fjölmörgum aðgerðasinnum sem herjað var á eftir að mótmæli brutust út þann 20. september 2019. Amnesty International skilgreinir hana sem samviskufanga.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.