Slóvakía
Slóvakíska þingið hefur nú til umfjöllunar frumvarp sem felur í sér hindranir á þungunarrofi og setur heilsu kvenna og annarra sem leita eftir þungunarrofi í hættu ásamt því að brjóta á mannréttindum þeirra. Slóvakíska þingið verður að hafna þessu frumvarpi.
Drög að frumvarpinu voru fyrst sett fram í júlí á þessu ári af stærsta þingflokki Slóvakíu, OLANO. Frumvarpið var samþykkt í ágúst og er nú til skoðunar hjá þremur nefndum. Ein nefndin hefur nú þegar sagst styðja við frumvarpið en hinar tvær eiga eftir að skila niðurstöðu.
Þungunarrof er löglegt í Slóvakíu fram að 12. viku meðgöngu. Undanfarin ár hafa hins vegar verið sett ný lög og reglugerðir sem til að gera þungunarrof óaðgengilegra. Efnahags-, félags- og menningarréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna setti fram athugasemdir í október 2019 um að konur i Slóvakíu hafi ekki gott aðgengi að kynheilbrigðisþjónustu, þar á meðal aðgengi að þungunarrofi og getnaðarvörnum.
Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum eiga einstaklingar sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama ogrétt á aðgengi að kynheilbrigðisþjónustu, þar á meðal öruggu þungunarrofi.
Skrifaðu undir og hvettu þingmenn til að samþykkja ekki frumvarpið!
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Bretland
Um þessar mundir vinna bresk stjórnvöld að því að koma nýju frumvarpi í gegnum þingið sem kveður á um að pyndingar og stríðsglæpir af hálfu breskra hermanna verði ekki lengur refsiverð ef liðin eru fimm ár frá því brotin voru framin. Nái frumvarpið í gegn er breski herinn í raun hafinn yfir lög þar sem stríðsglæpir breskra hermanna fyrnast á fimm árum. Þetta þýðir að nær ógerlegt verður að sækja þá til saka fyrir glæpi eins og pyndingar ef liðin eru fimm ár.
Marokkó
Maati Monjib, marokkóskur fræðimaður og mannréttindasinni, var handtekinn þann 29. desember 2020 á veitingastað í Rabat, höfuðborg Marokkó. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Hann og fjölskylda hans hafa legið undir ásökunum um peningaþvætti og hefur rannskókn á því máli staðið yfir síðan 7. október 2020. Rannsóknin er enn ein tilraunin til að kúga Maati Monjib vegna gagnrýni hans á stjórnvöld og ötula vinnu hans í þágu tjáningarfrelsis í Marokkó. Maati Monjib er samviskufangi og verður að leysa hann úr haldi án tafar!
Filippseyjar
Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.