Slóvakía

Slóvakía: Aðgengi að öruggu þungunarrofi í hættu

Slóvakíska þingið hefur nú til umfjöll­unar frum­varp sem felur í sér hindr­anir á þung­un­ar­rofi og setur heilsu kvenna og annarra sem leita eftir þung­un­ar­rofi í hættu ásamt því að  brjóta á mann­rétt­indum þeirra. Slóvakíska þingið verður að hafna þessu frum­varpi.

Drög að frum­varpinu voru fyrst sett fram í júlí á þessu ári af stærsta þing­flokki Slóvakíu, OLANO. Frum­varpið var samþykkt í ágúst og er nú til skoð­unar hjá þremur nefndum. Ein nefndin hefur nú þegar sagst styðja við frum­varpið en hinar tvær eiga eftir að skila niður­stöðu.

Þung­un­arrof er löglegt í Slóvakíu fram að 12. viku meðgöngu. Undan­farin ár hafa hins vegar verið sett ný lög og reglu­gerðir sem til að gera þung­un­arrof óaðgengi­legra. Efna­hags-, félags- og menn­ing­ar­rétt­inda­nefnd Sameinuðu þjóð­anna setti fram athuga­semdir í október 2019 um að konur i Slóvakíu hafi ekki gott aðgengi að kynheil­brigð­is­þjón­ustu, þar á meðal aðgengi að þung­un­ar­rofi og getn­að­ar­vörnum.

Samkvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum eiga einstak­lingar sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt yfir eigin líkama ogrétt á aðgengi að kynheil­brigð­is­þjón­ustu, þar á meðal öruggu þung­un­ar­rofi.

Skrifaðu undir og hvettu þing­menn til að samþykkja ekki frum­varpið!

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Bretland

Pyndingar verði ekki lengur refsiverðar

Um þessar mundir vinna bresk stjórnvöld að því að koma nýju frumvarpi í gegnum þingið sem kveður á um að pyndingar og stríðsglæpir af hálfu breskra hermanna verði ekki lengur refsiverð ef liðin eru fimm ár frá því brotin voru framin. Nái frumvarpið í gegn er breski herinn í raun hafinn yfir lög þar sem stríðsglæpir breskra hermanna fyrnast á fimm árum. Þetta þýðir að nær ógerlegt verður að sækja þá til saka fyrir glæpi eins og pyndingar ef liðin eru fimm ár.

Marokkó

Fræðimaður í varðhaldi að geðþótta

Maati Monjib, marokkóskur fræðimaður og mannréttindasinni, var handtekinn þann 29. desember 2020 á veitingastað í Rabat, höfuðborg Marokkó. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Hann og fjölskylda hans hafa legið undir ásökunum um peningaþvætti og hefur rannskókn á því máli staðið yfir síðan 7. október 2020. Rannsóknin er enn ein tilraunin til að kúga Maati Monjib vegna gagnrýni hans á stjórnvöld og ötula vinnu hans í þágu tjáningarfrelsis í Marokkó. Maati Monjib er samviskufangi og verður að leysa hann úr haldi án tafar!

Filippseyjar

Filippseyjar: Herjað á ritstjóra og starfsfólk netfréttamiðils

Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.