Slóvakía
Slóvakíska þingið hefur nú til umfjöllunar frumvarp sem felur í sér hindranir á þungunarrofi og setur heilsu kvenna og annarra sem leita eftir þungunarrofi í hættu ásamt því að brjóta á mannréttindum þeirra. Slóvakíska þingið verður að hafna þessu frumvarpi.
Drög að frumvarpinu voru fyrst sett fram í júlí á þessu ári af stærsta þingflokki Slóvakíu, OLANO. Frumvarpið var samþykkt í ágúst og er nú til skoðunar hjá þremur nefndum. Ein nefndin hefur nú þegar sagst styðja við frumvarpið en hinar tvær eiga eftir að skila niðurstöðu.
Þungunarrof er löglegt í Slóvakíu fram að 12. viku meðgöngu. Undanfarin ár hafa hins vegar verið sett ný lög og reglugerðir til að gera þungunarrof óaðgengilegra. Efnahags-, félags- og menningarréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna setti fram athugasemdir í október 2019 um að konur i Slóvakíu hafi ekki gott aðgengi að kynheilbrigðisþjónustu, þar á meðal aðgengi að þungunarrofi og getnaðarvörnum.
Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum eiga einstaklingar sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og rétt á aðgengi að kynheilbrigðisþjónustu, þar á meðal öruggu þungunarrofi.
Skrifaðu undir og hvettu þingmenn til að samþykkja ekki frumvarpið!
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía
Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu