SMS
28. febrúar 2022Stjórnvöld í Singapúr eru reiðubúin að hefja aftökur að nýju eftir tveggja ára hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Einstaklingar sem dæmdir hafa verið til dauða í tengslum við vímuefnaglæpi eiga yfir höfði sér aftöku. Dauðadómur vegna vímuefnabrota, sem er lögbundinn í Singapúr, stangast á við alþjóðalög. Hæstiréttur landsins hefur fengið formlega beiðni um að stöðva aftökurnar.
Nagaenthran K Dharmalingam hlaut dauðadóm fyrir að smygla 42,72 grömmum af heróíni til Singapúr í apríl 2009. Dómurinn var staðfestur í júlí 2011 og aftökunni, sem var fyrst áætluð í nóvember 2021, var frestað. Lokaáfrýjun í máli hans hefur einnig verið frestað ítrekað og er nú áætluð í mars.
Sérfræðingar hafa greint Nagaenthran með greindarskerðingu. Singapúr er hlutaðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem bannar beitingu dauðarefsingarinnar þegar um fatlaða einstaklinga er að ræða.
Amnesty International hefur fengið upplýsingar um tvær aftökur fyrir svipaðar sakir sem áttu að fara fram nú í febrúar. Taka átti Roslan bin Bakar og Rosman bin Abdullah af lífi og eru þeir báðir taldir vera með lága greindarvísitölu. Aftökum þeirra hefur verið frestað en eru þó enn yfirvofandi.
Síðasta aftaka sem vitað er af í Singapúr fór fram í nóvember 2019, áður en kórónuveirufaraldurinn hófst. Amnesty International hefur áhyggjur af því að fleiri aftökur verði nú settar á dagskrá.
Amnesty International er á móti dauðarefsingunni í öllum tilfellum! Nú hafa 108 lönd horfið frá beitingu hennar fyrir alla glæpi.
Sms félagar krefjast þess að ríkisstjórn Singapúr stöðvi allar aftökur, mildi dómana yfir mönnunum þremur og taki skref í átt að því að afnema dauðarefsinguna.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu