SMS

28. febrúar 2022

Singapúr: Stöðvið ólög­mætar aftökur

Stjórn­völd í Singapúr eru reiðu­búin að hefja aftökur að nýju  eftir tveggja ára hlé vegna kórónu­veirufar­ald­ursins. Einstak­lingar sem dæmdir hafa verið til dauða í tengslum við vímu­efnaglæpi eiga yfir höfði sér aftöku. Dauða­dómur vegna vímu­efna­brota, sem er lögbundinn í Singapúr, stangast á við alþjóðalög. Hæstiréttur landsins hefur fengið form­lega beiðni um að stöðva aftök­urnar.

Naga­ent­hran K Dharmal­ingam hlaut dauðadóm fyrir að smygla 42,72 grömmum af heróíni til Singapúr í apríl 2009. Dómurinn var stað­festur í júlí 2011 og aftök­unni, sem var fyrst áætluð í nóvember 2021, var frestað. Loka­áfrýjun í máli hans hefur einnig verið frestað ítrekað og er nú áætluð í mars.  

Sérfræð­ingar hafa greint Naga­ent­hran  með greind­ar­skerð­ingu. Singapúr er hlut­aðili að samn­ingi Sameinuðu þjóð­anna um rétt­indi fatlaðs fólks sem bannar beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar þegar um fatlaða einstak­linga er að ræða. 

Amnesty Internati­onal hefur fengið upplýs­ingar um tvær aftökur fyrir svip­aðar sakir sem áttu að fara fram nú í febrúar. Taka átti Roslan bin Bakar og Rosman bin Abdullah af lífi og eru þeir báðir taldir vera með lága greind­ar­vísi­tölu. Aftökum þeirra hefur verið frestað en eru þó enn yfir­vof­andi. 

 

Síðasta aftaka sem vitað er af í Singapúr fór fram í nóvember 2019,  áður en kórónu­veirufar­ald­urinn hófst. Amnesty Internati­onal hefur áhyggjur af því að fleiri aftökur verði nú settar á dagskrá. 

Amnesty Internati­onal er á móti dauðarefs­ing­unni í öllum tilfellum! Nú hafa 108 lönd horfið frá beit­ingu hennar fyrir alla glæpi. 

Sms félagar krefjast þess að ríkis­stjórn Singapúr stöðvi allar aftökur, mildi dómana yfir mönn­unum þremur og taki skref í átt að því að afnema dauðarefs­inguna. 

Lestu einnig