Fréttir

8. maí 2024

Skráning hafin fyrir mann­rétt­inda­smiðju Íslands­deildar Amnesty Internati­onal

Mann­rétt­inda­smiðjan er vett­vangur fyrir ungt fólk á aldr­inum 14-18 ára, sem brennur fyrir mann­rétt­indum.

Í tveggja daga mann­rétt­inda­smiðju verður unnið með skipu­lögðum og ánægju­legum hætti við að efla rödd þátt­tak­enda í þágu mann­rétt­inda.

Þátt­tak­endur smiðj­unnar fá næði og öruggt umhverfi til að kafa inn á við, efla traust og kynnast hvert öðru. Farið verður í hópefl­is­leiki, hugmynda­vinnu og þátt­tak­endur fá verk­lega reynslu af vinnu­brögðum Amnesty Internati­onal.

Loka­af­urðin er mann­rétt­inda­að­gerð sem fram­kvæmd verður miðviku­daginn 26. júní.  Mæting í aðgerðina er valfrjáls fyrir þátt­tak­endur smiðj­unnar en einnig opin öðrum sem vilja vera með.

Þema smiðj­unnar í ár er Ritskoðun í Rússlandi og leið­bein­andi verður Árni Kristjánsson, ungliða- og aðgerða­stjóri. Einnig er von á sérstökum gestum.

Að mann­rétt­inda­smiðju lokinni fá þátt­tak­endur Amnesty-bol og viður­kenn­ing­ar­skjal.

Matur er í boði Amnesty Internati­onal á meðan smiðjan stendur yfir og eru foreldrar/forráða­fólk og aðrir aðstand­endur velkomin á útskrift­ar­at­höfn að smiðju lokinni.

Skráning er til 6. júní og hægt að skrá sig hér.

Dagskrá

Dagur 1

Kl. 10

Þátt­tak­endur kynnast og farið yfir dagskrá vinnu­smiðj­unnar

Kynning á vinnu­brögðum Amnesty Internati­onal

Kl. 12

Hádeg­is­matur

Kl. 12:30

Hópefli

kl. 13

Ritskoðun í Rússlandi

kl. 15

Smiðju­degi 1 lýkur

Dagur 2

kl. 10

Hópefli og hugmynda­vinna

kl. 12

Hádeg­is­matur og sérstakur gestur kemur í heim­sókn

kl. 13

Undir­bún­ingur á mann­rétt­inda­að­gerð

kl. 15

Útskrift­ar­at­höfn

Lestu einnig