Fréttir

12. mars 2018

Spánn: Hryðju­verkalög notuð gegn háðs­ádeilum og skap­andi tján­ingu á netinu

Ný skýrsla frá Amnesty Internati­onal sýnir fram á að ráðist er gegn tján­ing­ar­frelsinu á Spáni þar sem fólk hefur í auknum mæli orðið fyrir barðinu á harka­legum lögum sem banna upphafn­ingu hryðju­verka eða niður­læg­ingu fórn­ar­lamba hryðju­verka.

Skýrsla Amnesty Internati­onal, Tweet…if you dare: How counter-terr­orism laws restrict freedom of expression in Spain, sýnir að venju­legir notendur samfé­lags­miðla og að auki tónlist­ar­menn, blaða­menn og jafnvel leik­brúð­u­stjórn­endur hafa verið lögsóttir í nafni þjóðarör­yggis. Þetta hefur skapað umhverfi þar sem fólk óttast í sívax­andi mæli að tjá óhefð­bundnar skoð­anir eða segja umdeilda brandara.

Allir þeir sem teljast hafa upphafið hryðju­verk eða niður­lægt fórn­ar­lömb hryðju­verka eða ættingja þeirra samkvæmt grein 578 í spænskum hegn­ing­ar­lögum, eins óljóst og það er skil­greint, standa frammi fyrir sektum, útilokun frá störfum hjá hinu opin­bera og jafnvel fang­elsis­vist. Fjöldi fólks sem hefur verið ákært fyrir brot á laga­grein­inni hefur aukist úr þremur frá árinu 2011 í 39 árið 2017 og tæplega 70 einstak­lingar hafa verið sakfelldir á síðustu tveimur árum.

Frá árinu 2014 hafa samræmdar lögreglu­að­gerðir orðið til þess að fjöldi fólks hefur verið hand­tekinn fyrir færslur á samfé­lags­miðlum, þá sérstak­lega á Twitter og Face­book. Einn karl­maður sem fékk eins árs skil­orðs­bundinn dóm vegna 13 tísta sagði Amnesty Internati­onal: „Mark­miðið er að búa til andrúms­loft þar sem allir ritskoða sjálfa sig. Það tókst með mig.“

Cass­andra Vera, 22 ára nemandi, fékk eins árs skil­orðs­bundinn dóm árið 2017 fyrir að niður­lægja fórn­ar­lömb hryðju­verka með því að setja brandara á Twitter um Luis Carrero Blanco sem var myrtur fyrir 44 árum í sprengju­árás ETA þar sem bíllinn hans lyftist 20 metra í loftið. „ETA hafði ekki aðeins stefnu um embætt­is­bíla heldur einnig um geim­ferðir,“ sagði hún í gríni. Dómur hennar varð til þess að hún missti háskóla­styrk og var bannað að vinna á vegum hins opin­bera næstu sjö árin.

Á meðal þeirra sem komu Cassöndru til varnar var frænka Luis Carrero Blanco sem sagði að hún „óttaðist samfélag þar sem tján­ing­ar­frelsið gæti leitt til fang­els­unar.“ Þrátt fyrir að yfir­lýsing hennar hafi verið hluti af vörn Cassöndru þá hafði það engin áhrif á málið því lögin gilda óháð skoð­unum fórn­ar­lamba hryðju­verka eða ættingja þeirra. Fyrr í þessum mánuði varð þó jákvæð þróun þar sem hæstiréttur Spánar felldi niður sakfell­ingu Cassöndru.

Þó að ógn hryðju­verka sé raun­veruleg og að í ákveðnum tilfellum geti verið lögmætar ástæður til að skerða tján­ing­ar­frelsið til að vernda þjóðarör­yggi þá eru spænsku lögin gegn upphafn­ingu hryðju­verka og niður­læg­ingu fórn­ar­lamba hryðju­verka hindrun fyrir list­ræna tján­ingu þar sem þau eru víðtæk og óljós.
Í desember voru tólf rapp­arar úr hópnum „La Insur­gencia“ sekt­aðir, dæmdir í meira en tveggja ára fang­elsi og bann­aðir frá vinnu hjá hinu opin­bera fyrir rapptexta sem var talinn upphefja vopnaða hópinn GRAPO.

Þeir hafa áfrýjað dómnum og eru hluti af hópi lista­manna sem hefur verið lögsóttur vegna laga­grein­ar­innar.
Laga­greinin 578 var gerð víðtækari árið 2015 til að bregðast við árásum í París og þeirri ógnun sem talin var stafa af alþjóð­legum hryðju­verkum en meiri­hluti mála sem lögin hafa verið notuð tengjast ETA og GRAPO, sundr­uðum eða óvirkum vopn­uðum hópum innan Spánar.

Tilskipun Evrópu­sam­bandsins gegn hryðju­verkum sem á að innleiða í Evrópu í sept­ember 2018 tekur upphafn­ingu sem dæmi um tján­ingu sem geti talist glæp­samleg. Lærdómur frá Spáni  þarf að vera að óljós skil­greind brot eins og upphafning hryðju­verka eða niður­læging fórn­ar­lamba hryðju­verka stefnir rétt­inum til tján­ing­ar­frelsis í hættu.

„Spánn er tákn­rænn fyrir þá þróun sem á sér stað víðs­vegar um Evrópu þar sem verið er að setja skorður á tján­ing­ar­frelsi undir yfir­skini þjóðarör­yggis og svipta rétt­indi til að verja þau, segir Eda Seyhan herferð­ar­stjóri Amnesty Internati­onal gegn hryðju­verkum.

„Rapp er ekki glæpur, færsla með brandara er ekki hryðju­verk og brúðu­leikrit ætti ekki að leiða til fang­elsis­vistar. Stjórn­völd ættu að styðja við rétt­indi fórn­ar­lamba hryðju­verka frekar en að skerða málfrelsi. Afnema þarf þessi harka­legu lög og fella verður niður allar ákærur gegn þeim sem hafa einungis nýtt sér tján­ing­ar­frelsi sitt á frið­sam­legan máta.“

Lestu einnig