SMS

28. apríl 2021

Srí Lanka / Sádi-Arabía: Farand­verka­konur í haldi í marga mánuði

Að minnsta kosti 41 kona frá Srí Lanka hefur verið í haldi í Sádi–Arabíu í allt að 18 mánuði. Þrjár konur eru með ung börn með sér og ein kona þarf nauð­syn­lega á lækn­is­þjón­ustu að halda. Engin þeirra hefur verið upplýst um ákærur gegn þeim né hafa þær fengið laga­lega aðstoð. 

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Yfir­völd hafa ekki gefið út ástæður fyrir varð­haldi þeirra en grunur er um að það sé vegna stöðu dval­ar­leyfis þeirra undir hinu alræmda kafala kerfi í Sádi-Arabíu. Ástæð­urnar geta verið útrunnin atvinnu­leyfi vinnu­veit­endur þeirra hafa ekki tilskyld leyfi og einhverjar kunna að hafa flúið frá ofbeld­is­fullum vinnu­veit­endum.

Meiri­hluti þessara kvenna vill snúa til síns heima­lands. Fang­elsis­verðir og starfs­fólk sendi­ráðs Srí Lanka í Riyadh hafa ítrekað sagt þeim að þær verði fluttar heim en þær eru enn í varð­haldi.

Fólk sem starfar við heim­il­is­störf við Persa­flóa er í mjög viðkvæmri stöðu. Oft er það einangruð inni á heim­ilum, háð vinnu­veit­endum sínum og nýtur ekki verndar í vinnu­lögum. Vinnu­að­stæður eru oft á tíðum mjög slæmar og oft sætir þetta fólk andlegu og líkam­legu ofbeldi. Það á í hættu á að vera sett í varð­hald vegna þess að dval­ar­leyfi renna út, annað­hvort vegna þess að vinnu­veit­endur endur­nýja þau ekki eða það flýr ofbeldi og slæmar vinnu­að­stæður.

 

Nýlegar breyt­ingar á vinnu­lögum í Sádi-Arabíu ná ekki til fólks sem starfar við heim­il­is­störf og þarf það leyfi frá vinnu­veit­endum til að yfir­gefa landið.

Stjórn­völd í Srí Lanka og Sádi-Arabíu eru skuld­bundin til að verja farand­verka­fólk vegna margra alþjóð­legra sátt­mála sem ríkin hafa full­gilt, þar á meðal sátt­mála Alþjóða­vinnu­mála­stofn­un­ar­innar um nauð­ung­ar­vinnu  (e. Internati­onal Labour Organ­ization’s Forced Labour Convention).

SMS-aðgerða­sinnar krefjast þess að stjórn­völd leysi þessar konur úr haldi og tryggi að þær komist heilu á höldnu til síns heima.

Lestu einnig