Fréttir

8. apríl 2020

Staf­rænt eftirlit í barátt­unni við kórónu­veirufar­ald­urinn

Yfir 100 félaga­samtök hafa sent frá sér sameig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem skorað er á ríkis­stjórnir heims að bregðast ekki við kórónu­veirufar­aldr­inum með auknu staf­rænu eftir­liti nema að uppfylltum ákveðnum skil­yrðum.

Í ljósi þess að ríkis­stjórnir um heim allan nota nú í auknum mæli stafræn eftir­lit­s­kerfi í barátt­unni við kórónu­veirufar­ald­urinn, skorar Amnesty Internati­onal á yfir­völd að nota slík eftir­lit­s­kerfi aðeins ef þau uppfylla ströng skil­yrði sem tryggir vernd mann­rétt­inda og kemur í veg fyrir óhóf­legt eftirlit með borg­urum.

 

 

Tæknin getur gegnt mikil­vægu hlut­verki í baráttu ríkja gegn kórónu­veirufar­aldr­inum en farald­urinn gefur yfir­völdum ekki fríspil til að víkka út heim­ildir fyrir starf­rænu eftir­liti, án skil­yrða.

„Við höfum séð að stjórn­völd geta verið treg að afsala sér tíma­bundnu eftir­litsvaldi og við megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi þar sem varan­legu eftir­lit­s­kerfi með borg­urum er komið á,“ sagði Rasha Abdul Rahim, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri tækniteymis Amnesty Internati­onal.

Hér má sjá sameig­in­lega yfir­lýs­ingu félaga­sam­taka

Aukið staf­rænt eftirlit sem viðbrögð við lýðheilsuógn má aðeins nota að uppfylltum ströngum skil­yrðum. Ríki geta ekki litið framhjá rétt­indum eins og frið­helgi einka­lífs og tján­ing­ar­frelsinu, í nafni barátt­unnar við lýðheilsuógn og verða því að tryggja að allar nýjar ráðstaf­anir séu með öflugum varnöglum til að tryggja vernd mann­rétt­inda.

Nú meira en nokkru sinni fyrr verða stjórn­völd að gæta þess til hins ýtrasta að allar takmark­anir á þessum rétt­indum séu í samræmi við viður­kennda og rótgróna vernd mann­rétt­inda.

Lestu einnig