Fréttir

2. apríl 2012

Stjórnvöld í Aserbaídsjan virði tjáningarfrelsið!

Tónlistar­fólk hvaðanæva að úr Evrópu, þ.m.t. fyrrum Eurovision-farar og sigur­veg­arar, taka höndum saman með Amnesty Internati­onal í kröf­unni um að stjórn­völd í Aser­baíd­sjan virði tján­ing­ar­frelsið. Daníel Ágúst Haraldsson, söngvari hljóm­sveit­ar­innar GusGus og fyrrum Eurovision-kepp­andi er einn þeirra.

Eins og flestum er kunnugt fer Söngv­akeppni evrópskra sjón­varps­stöðva fram í Bakú, höfuð­borg Aser­baíd­sjan dagana, 22. til 26. maí. 

Í dag, mánu­daginn 2. apríl ýtir Amnesty Internati­onal úr vör viða­mik­illi Twitter og Face­book-herferð, þar sem þrýst er á Samband evrópskra sjón­varps­stöðva (skipu­leggj­anda Eurovision) að beita áhrifum sínum til að tryggja að stjórn­völd í Aser­baíd­sjan virði mann­rétt­indi. Amnesty Internati­onal hleypir einnig nýrri vefsíðu í loftið í dag sem er tileinkuð herferð samtak­anna: http://amnesty.org/en/azer­baijan-running-scared

 

Nú, ári eftir að tugir Asera voru hand­teknir við friðsöm mótmæli í Bakú, sitja enn 14 samviskufangar í fang­elsi. Amnesty Internati­onal fer fram á að þeim sé öllum tafar­laust og skil­yrð­is­laust sleppt úr haldi. Söngv­akeppni evrópskra sjón­varps­stöðva lofsyngur tján­ing­ar­frelsið og skipu­leggj­endur keppn­innar tala fyrir frelsi fjöl­miðla. Engu að síður eru sárafá Evrópu­ríki sem fótumtroða tján­ing­ar­frelsið og frelsi fjöl­miðla jafn gróf­lega og Aser­baíd­sjan. Almennir borg­arar í Aser­baíd­sjan sem berjast fyrir tján­ing­ar­frelsi sínu hafa búið við ótta og kúgun síðast­liðin 20 ár.

Stjórn­völd í Aser­baíd­sjan hafa varið millj­ónum dollara í undir­búning fyrir Söngv­akeppni evrópskra sjón­varps­stöðva og þeim er mikið kappsmál að viðburð­urinn takist sem best. Samband evrópskra sjón­varps­stöðva hefur nú, þegar augu í Evrópu beinast að Aser­baíd­sjan, einstakt tæki­færi til að krefja stjórn­völd í landinu um að virða tján­ing­ar­frelsið.

Fyrrum Eurovison-kepp­endur frá Danmörku, Finn­landi, Hollandi, Íslandi, Noregi, Póllandi, Úkraínu og Bretlandi hafa gengið til liðs við baráttu Amnesty Internati­onal gegn mann­rétt­inda­brotum í Aser­baíd­sjan, ásamt öðrum lista­mönnum frá Búlgaríu, Þýskalandi, og Aser­baíd­sjan.

Hér að neðan má finna leið­bein­ingar Amnesty Internati­onal um aðgerðir sem almenn­ingur getur tekið þátt í á Face­book og Twitter.

NÝTTU TJÁN­ING­AR­FRELSI ÞITT NÚNA Á FACE­BOOK OG TWITTER

Twitter: Sendu Eurovision and forseta Aser­baíd­sjan Aliyev eftir­far­andi skilaboð á twitter:

#Eurovision celebrates free expression. @Eurovision must demand @presi­dentaz for free expression for all in #Azer­baijan http://bit.ly/freeazn

 

Hey @Eurovision – ask @presi­dentaz for the release of 14 peaceful protesters in #Eurovision host #Azer­baijan http://bit.ly/freeazn #freeaznow

 

Tell @Eurovision – this isn’t politics, it’s basic human rights. #freeaznow http://bit.ly/freeazn

 

Join me on the #freeaznow campaign for free expression in #Azer­baijan. Find out how here http://bit.ly/azaction

 

Face­book: Skoraðu á forseta Aser­baíd­sjan á fésbók­ar­síðu hans að láta þá 14 samviskufanga sem enn eru í haldi tafar­laust lausa. Þú getur sagt eftir­far­andi:

„Your Excellency, I call for the immediate release of the 14 prisoners of conscience in jail since last year:

https://www.face­book.com/prezi­dent.ilham.aliyev

 

Hvettu jafn­framt Samband evrópskra sjón­varps­stöðva að krefja forseta Aser­baíd­sjan um skil­yrð­is­lausa lausn 14 samviskufanga sem enn sæta fang­elsis­vist í landinu.

 

Ask the Eurovision organ­izers to demand that the Presi­dent release the 14 prisoners of conscience:

 

https://www.face­book.com/Eurovisi­on­SongContest

Lestu einnig