Fréttir

13. febrúar 2020

Stór­kost­legur árangur í Þitt nafn bjargar lífi 2019

Árangur í árlegri herferð Amnesty Þitt nafn bjargar lífi fór fram úr björt­ustu vonum Íslands­deildar Amnesty Internati­onal árið 2019 en þá voru tekin fyrir tíu mál ungmenna víðs vegar um heiminn sem öll sættu svívirði­legum mann­rétt­inda­brotum, allt frá lögreglu­of­beldi til dauðarefs­ingar.

Alls söfn­uðust 86.886 undir­skriftir á vefsíðu deild­ar­innar, á aðgerða­kort og í sms-aðgerðanetinu. Þetta er rúmlega 21% aukning frá árinu 2018 eða 15.181 fleiri undir­skriftir. Þá voru hundruð stuðn­ingskveðja sendar til þolenda mann­rétt­inda­brota og fjöl­skyldna þeirra til að styrkja þau í barátt­unni og auka með þeim von um að rétt­lætið nái fram að ganga.

Einnig varð 25 % fjölgun á söfnun undir­skrifta á prentuð aðgerða­kort á milli ára. Flestar undir­skriftir á kort auk stuðn­ingskveðja söfn­uðust á Egils­stöðum eða 1624 og á Akur­eyri söfn­uðust 907 undir­skriftir og kveðjur.

Gífurleg aukning var í þátt­töku grunn­skóla­nema en alls skráðu 19 grunn­skólar sig í keppni um titilinn Mann­rétt­inda­grunn­skóli ársins í Þitt nafn bjargar lífi.  Alls söfn­uðust 4343 undir­skriftir sem er 73% aukning frá fyrra ári.

Aldrei fyrr hafa jafn margir staðir á landinu verið skráðir til þátt­töku í Þitt nafn bjargar lífi eins og á síðasta ári en einstak­lingar og starfs­fólk bóka­safna á rúmlega 30 stöðum um land allt stóðu fyrir viðburðum til að vekja athygli á tíu málum þolenda mann­rétt­inda­brota og söfnuðu undir­skriftum í þeirra þágu.

Við sem störfum fyrir hönd samtak­anna erum djúpt snortin yfir þeirri samstöðu og samhug sem Íslend­ingar sýndu á síðasta ári í barátt­unni fyrir betri heimi þar sem allir fá notið rétt­lætis, mann­rétt­inda og mann­legrar reisnar.

Undir­skriftir ykkar, stuðn­ingskveðjur og aðgerðir skipta öllu máli. Hér má sjá mynd­band sem Amnesty-deildin í Bras­ilíu deildi nýverið með samtök­unum og sýnir fjöl­skyldu Marielle og fyrrum sambýl­is­konu hennar taka á móti rúmlega 30.000 stuðn­ingskveðjum frá fólki víðs vegar að úr heim­inum, m.a. Íslandi. Mál Marielle Franco var tekið fyrir í Þitt nafn bjargar lífi árið 2018 en hún barðist fyrir rétt­látari og öruggari Rio de Janeiro og var vinsæll borg­ar­full­trúi. Hún ólst upp í fátækra­hverfi og studdi ávallt rétt­indi svartra kvenna, hinsegin fólks og ungs fólks. Hún fordæmdi að auki morð af hálfu lögreglu í Bras­ilíu. Þann 14. mars 2018 var Mariella skotin til bana í bíl sínum. Sönn­un­ar­gögn benda til þess að morðið hafi verið framið af færum atvinnu­manni með byssu­kúlum frá bras­il­ísku ríkis­lög­regl­unni. Hér má lesa um fram­farir í rann­sókn­inni á máli Marielle.

Lestu einnig