Fréttir

10. september 2025

Sýrland: Aftökur án dóms og laga í Suwayda

Ný rann­sókn Amnesty Internati­onal leiddi að þeirri niður­stöðu að stjórn­völd og herlið tengd þeim hefðu tekið fjölda Drúsa í Suwayda af lífi án dóms og laga. Þessi hrylli­legu mann­rétt­inda­brot eru enn ein grimmi­lega áminn­ingin um hörmu­legar afleið­ingar sem refsi­leysi í Sýrlandi hefur haft þar sem núver­andi stjórn­völd og herlið tengd þeim drepa án ótta við að verða sótt til saka.

Aftökur án dóms og laga eru brot á alþjóða­lögum og eiga sér stað þegar stjórn­völd eða full­trúar stjórn­valda taka fólk af lífi utan rétt­ar­kerf­isins. Þetta getur bæði átt við fyrir­skipun um aftöku eða þegar full­trúar stjórn­valda taka fólk af lífi án eftir­lits.

Sýrlensk stjórn­völd verða tafar­laust að rann­saka þessar aftökur með óhlut­drægum, ítar­legum og gagn­sæjum hætti og tryggja að gerendur verði sóttir til saka og fái sann­gjarna máls­með­ferð án dauðarefs­ingar.

 

Átök

Atburða­rásin í Suwayda hófst dagana 11.–12. júlí þegar spenna mynd­aðist í suður­hluta Sýrlands milli vopn­aðra hópa drúsa og víga­manna Bedúína sem leiddi til vopn­aðra átaka. Sýrlenski herinn tilkynnti 15. júlí að hann væri kominn til borg­ar­innar Suwayda til að „koma á stöð­ug­leika“ og setja útgöngu­bann. Sama dag hóf Ísrael loft­árásir á farar­tæki sýrlenska hersins þar sem féllu að minnsta kosti 15 einstak­lingar.

 

Fréttir um mann­rétt­inda­brot stjórn­ar­hers og herliða tengdum þeim við komu þeirra til borg­ar­innar 15. júlí leiddu til stig­vax­andi átaka á ný sem varð til þess að sýrlenski herinn dró sig til baka degi síðar, seint að kvöld 16. júlí.

Rannsókn Amnesty International

Amnesty Internati­onal skrá­setti aftökur á 46 Drúsum, þar af 44 karl­mönnum og 2 konum, ásamt sýnd­araf­tökum tveggja eldri einstak­linga. Aftök­urnar án dóms og laga fóru fram dagana 15.-16. júlí á almenn­ing­s­torgi, heim­ilum, spítala, í skóla og hátíð­arsal í Suwayda dagana tvo sem sýrlenski herinn var í borg­inni.

Sömu daga og þessar aftökur áttu sér stað hreyttu vopn­aðir menn ókvæð­isorðum  að fólki sem tilheyrir samfé­lagi Drúsa og trúaðir karl­menn sættu niður­lægj­andi meðferð á borð við rakstur yfir­vara­skegg sem hefur menn­ing­ar­legt gildi fyrir þá.

Amnesty Internati­onal sann­reyndi mynd­bönd af vopn­uðum mönnum í herbún­ingum og einkenn­is­bún­ingum örygg­is­sveita sem tóku óvopnað fólk af lífi.

Amnesty Internati­onal tók viðtöl við 13 viðmæl­endur í Suwayda og tvo viðmæl­endur frá Suwayda sem búa erlendis. Átta af 15 viðmæl­endum áttu fjöl­skyldu­með­limi sem höfðu verið teknir af lífi.

Tveir viðmæl­endur urðu vitni að aftökum. Annar þeirra sá fjöl­skyldu­með­limi sína tekna af lífi. Fimm viðmæl­endur fóru á aftökustaði og sáu lík fjöl­skyldu­með­lima sinna og annarra. Foreldrar einnar konu sem rætt var við sættu sýnd­araf­tökum og tveimur viðmæl­endum var haldið á heim­ilum þeirra og ógnað með byssu á meðan vopn­aðir menn í herbún­ingum gerðu leit á heim­ilinu.

Vitnisburður viðmælanda

Einn viðmæl­andinn var faðir sem horfði á þrjá syni sína og þrjá frændur tekna af lífi. Faðirinn var á leið­inni með fjöl­skyldu sína úr borg­inni Suwayda þann 15. júlí þar sem hann hafði frétt af aftökum á Drúsum. Hann var í bíl með konunni sinni en synir hans og frændur voru í öðrum bíl fyrir aftan þau. Tveir menn í svörtum einkenn­is­bún­ingi örygg­is­sveita stöðvuðu báða bílana.

„Örygg­is­sveitin spurði hvort bíllinn fyrir aftan mig væri með mér. Ég sagði já. Báðir örygg­is­sveit­ar­menn­irnir gengu í átt að bíl sonar míns og ég horfði á í baksýn­is­spegl­inum. Ég sá son minn brosa til þeirra og segja: Salam aalykom [kveðja sem þýðir: Megi friður vera með þér]. Einn mann­anna steig skref til baka og tók undir kveðjuna og hóf skyndi­lega skotríð. Bara allt í einu. Hinn maðurinn byrjaði líka að skjóta. Það versta var að sjá líkama sonar míns kippast til þegar byssu­kúl­urnar hæfðu hann.“

Amnesty Internati­onal sann­reyndi myndir af bílnum þar sem sást að rúður voru brotnar og að minnsta kosti sextíu skotum hafði verið skotið að bílnum úr tveimur mismun­andi áttum.

Viðbrögð stjórnvalda

Niður­stöður Amnesty Internati­onal voru birtar 2. sept­ember og sama dag brást innan­rík­is­ráð­herra vel við þeim og sagðist skuld­binda sig til að vernda alla Sýrlend­inga, sama hver bakgrunnur þeirra er.

Lestu einnig