Góðar fréttir

8. október 2019

Ungverja­land: Sýrlend­ingur sameinast fjöl­skyldu sinni á ný

Yfir­völd á Kýpur leyfðu Ahmed H, sýrlenskum karl­manni sem var rang­lega sakfelldur í Ungverjalandi vegna misbeit­ingar á hryðju­verka­lögum, að sameinast fjöl­skyldu sinni á ný í lok sept­ember.

Í ágúst 2015 yfirgaf Ahmed heimili sitt á Kýpur til að aðstoða aldraða foreldra sína og sex aðra fjöl­skyld­með­limi við að flýja Sýrland í leit að öruggu skjóli í Evrópu.

Mánuði síðar voru þau föst, ásamt fjölda flótta­fólks, við ungversku landa­mærin að Serbíu eftir að lögreglan setti þar upp girð­ingu. Fólk reyndi að komast yfir girð­inguna og þá beitti ungverska lögreglan tára­gasi og öflugum vatns­byssum sem varð til þess að tugir einstak­linga slös­uðust.

Ahmed var hand­tekinn og ungverskur dómstóll sakfelldi hann fyrir að „valda ógn“ út frá veru­lega óljósum hryðju­verka­lögum og dæmdi hann í 10 ára fang­elsi. Síðar var dómurinn mild­aður í sjö ár og að lokum í fimm ár. Amnesty Internati­onal telur að ekki hafi verið fótur fyrir beit­ingu hryðju­verka­laga og sakfell­ingu Ahmeds. 

Rúmlega 24 þúsund einstak­lingar tóku þátt í herferð Amnesty Internati­onal #BringA­h­med­Home til að kalla eftir því að Kýpur leyfði honum að snúa aftur heim.

„Eftir fjögur löng ár aðskilinn frá fjöl­skyldu sinni fékk Ahmed loks að sameinast henni á ný, rétt fyrir 10 ára afmæli dóttur sinnar.“

Hann hefði aldrei átt að vera saksóttur og enn síður sakfelldur. Það er hneyksli að ungversk yfir­völd hafi haldið honum frá eigin­konu sinni og börnum allan þennan tíma. Kýpur brást rétt við og nú fögnum við að fjöl­skyldan sé sameinuð á ný,“

segir Giorgos Kosmopoulos, fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal í Grikklandi.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal vakti athygli á málinu árið 2017 eftir að hann var dæmdur í 10 ára fang­elsi og safnaði undir­skriftum til stuðn­ings máli hans. Við fögnum því að hann sé kominn á ný í faðm fjöl­skyldu sinnar.

Lestu einnig