Viðburðir

3. desember 2019

Taktu þátt í Þitt nafn bjargar lífi á skrif­stofu Amnesty

Þriðju­daginn 10. desember býður Íslands­deild Amnesty Internati­onal félaga og gesti velkomna á skrif­stofu deild­ar­innar í Þing­holts­stræti 27 til þátt­töku í Þitt nafn bjargar lífi.

Íslands­deildin tekur árlega þátt í alþjóð­legri herferð samtak­anna sem gengur nú undir kjör­orðinu, Þitt nafn bjargar lífi. Herferð­inni er ætlað að styðja við þolendur grófra mann­rétt­inda­brota víðs vegar um heim með söfnun undir­skrifta á bréf til stjórn­valda þar þau eru krafin úrbóta. Málin sem tekin eru fyrir í ár eru tíu talsins og varða öll ungt fólk undir 25 ára sem eru þolendur mann­rétt­inda­brota.

Hægt verður að kynna sér málin og skrifa bréf eða skrifa undir bréf til vald­hafa sem geta haft áhrif og gert breyt­ingar. Einnig er hægt að skrifa þolendum og/eða aðstand­endum stuðn­ingskveðju.

Það verður heitt á könn­unni milli kl. 15-18 og léttar jóla­veit­ingar á borðum.

Verið öll hjart­an­lega velkomin.

Lestu einnig