Góðar fréttir

14. nóvember 2019

Þín þátt­taka hefur áhrif

Stærsta mann­rétt­inda­her­ferð heims, Þitt nafn bjargar lífi (áður Bréf til bjargar lífi), stækkar enn með hverju árinu. Herferðin í fyrra var engin undan­tekning þar sem fjöldi fólks tók þátt og skrifaði undir millj­ónir bréfa sem breyttu lífi baráttu­kvenna fyrir mann­rétt­indum í þeim tíu málum sem herferðin beindi sjónum sínum að.

Bréfin og undir­skrift­irnar komu í tuga, hundraða og þúsunda tali. Frá nemendum, foreldrum, kenn­urum og vinum. Venju­legt fólki sem gaf sér tíma til að skrifa til stuðn­ings ókunn­ugra kvenna. Samtals voru bréfin og undir­skrift­irnar 5.911.113 talsins í fyrra á þessum stærsta alþjóð­lega mann­rétt­inda­við­burði heims. Það var ekki aðeins magnað að sjá alla þennan fjölda þátt­tak­enda heldur einnig áhrifin sem þeir höfðu á líf baráttu­kvenn­anna sem studdar voru á síðasta ári.

 

SVONA HAFÐI ÞÁTT­TAKA ÞÍN ÁHRIF

BRÝN LÆKN­IS­AЭSTOÐ VEITT Í ÍRAN

Atena Daemi, sem var fang­elsuð fyrir að dreifa bæklingum þar sem dauðarefsing var harð­lega gagn­rýnd, hefur þurft að þola líkam­legt ofbeldi á meðan hún hefur setið í fang­elsi. Hún þurfti nauð­syn­lega á sértækri lækn­is­þjón­ustu að halda og þökk sé yfir 700 þúsund undir­skriftum einstak­linga um heim allan hefur henni nú verið veitt sú meðferð sem hún þurfti á að halda.

„Ég er svo óend­an­lega þakklát öllu því fólki, hvaðanæva úr heim­inum, sem hefur sýnt mér samkennd og góðvild og virki­lega lagt sig fram um að styðja mig.“

 

BRÉFIN VEITTU STYRK Í VENESÚELA

Geraldine Chacón, ungur aðgerðasinni frá Venesúela, var í stöð­ugri hættu á að vera send í fang­elsi fyrir að fræða ungt fólk um rétt­indi sín.

„Ég hafði áður stutt herferðina, Þitt nafn bjargar lífi, en ég hefði aldrei getað ímyndað mér að vera hinum megin við borðið sem eitt af málum herferð­ar­innar. Ég get ekki komið orðum að því hversu þakklát ég er Amnesty fyrir allt það sem samtökin hafa gert fyrir mig. Bréf hafa mátt til að breyta slæmum degi í gleði­legan dag.“

 

Gulzar Duis­henova

SIGUR FYRIR FATLAÐ FÓLK Í KIRG­ISTAN

Gulzar Duis­henova hefur lengi barist fyrir rétt­indum fólks með fötlun í heimalandi sínu. Í mars 2019 fékk hún umbun erfiðis síns þegar Kirg­istan undir­ritaði loks samning Sameinuðu þjóð­anna um rétt­indi fatlaðs fólks.

„Ég er þakklát fyrir þann stuðning og þá samstöðu sem ég hef notið af hálfu aðgerða­sinna Amnesty Internati­onal, sem stendur ekki á sama um rétt­indi okkar hér í Kirg­istan þrátt fyrir að vera annars staðar frá.“

ENN STAЭFASTARI Í BARÁTT­UNNI Í SUÐUR-AFRÍKU

Nonhle Mbut­huma sem er í forsvari fyrir samfélag sitt hefur barist gegn því að námu­fyr­ir­tæki grafi eftir títani á landi forfeðra sinna í Suður-Afríku. Baráttan hefur stofnað lífi hennar í hættu. Nonhle hefur þurft að þola áreitni og hótanir auk morð­tilraunar.

„Sumt baráttu­fólk hefur verið myrt og ég veit að það getur komið fyrir mig líka. En ég er ekki hrædd.“

Rúmlega hálf milljón einstak­linga greip til aðgerða fyrir Nonhle.

„Ég vil þakka Amnesty á heimsvísu, stuðn­ingur samtak­anna var ótrú­legur og skipti miklu máli. Þau þúsundir bréfa sem við fengum sýnir að þessi barátta snýst ekki bara um okkur, við stöndum ekki ein. Þau sýna að jörðin okkar er mikilvæg og ekki bara í Afríku. Við fengum bréf frá Þýskalandi, Svíþjóð, Noregi og Frakklandi. Við viljum öll frið og án lands er enginn friður.“

Nonhle Mbut­huma

HAND­TÖKUR Í BRAS­ILÍU

Í mars 2019 voru tveir fyrr­ver­andi lögreglu­menn hand­teknir fyrir morðið á Marielle Franco, stjórn­mála­konu og málsvara þeirra allra fátæk­ustu í Bras­ilíu. Hand­tök­urnar marka lítið skref í átt að rétt­læti. Saman­lagt skrifaði fólk um heim allan meira en 500 þúsund bréf til yfir­valda í Bras­ilíu þar sem krafist var rétt­lætis fyrir Marielle.

„Að vita af þessum mikla alþjóð­lega hlýhug hjálpar mér að fara fram úr rúminu á morgnana. Allur þessi kærleikur og hlýhugur hefur hjálpað okkur að krefjast rétt­lætis í krafti fjöldans, að þrýsta á rann­sókn og fyrst og fremst berjast fyrir því að það sem kom fyrir Marielle endur­taki sig ekki.“

Monica Benicio, sambýl­is­kona Marielle, aðspurð hvað herferðin þýddi fyrir hana

EKKI BARA UNDIR­SKRIFT

Hvernig getur bréf, undir­skrift eða tíst haft einhver áhrif? Baráttu­kon­urnar sem voru hluti af herferð­inni í fyrra fundu fyrir áhrif­unum eins og dæmin hér fyrir ofan sýna. Þær fundu fyrir stuðn­ingi og samstöðu úr öllum heims­hornum. Þessi stuðn­ingur veitti þeim huggun á erfiðum tímum og kall þeirra eftir rétt­læti varð enn sterkara. Í sumum tilfellum náði kallið til vald­hafa sem tóku sig á og bættu úr stöðu kvenn­anna.

Nú í lok árs 2019 hefst herferðin, Þitt nafn bjargar lífi, enn á ný. Í ár stöndum við með ungu fólki víðs­vegar að úr heim­inum. Ungu fólki sem er í hættu vegna þess að hinir full­orðnu hafa brugðist því.

Þetta unga fólk þarf þig í lið með sér.

Þitt nafn bjargar lífi. Skrifaðu undir núna!

 

Viðburðir

Í Reykjavík, á skrif­stofu Amnesty Internati­onal, 10. desember kl. 14-17.

Á Akur­eyri, í Penn­anum Eymundsson og Amts­bóka­safninu, 7. desember kl. 11-16.

Í Borg­ar­nesi, á B59 Hotel, 10. desember.

Fram­halds­skólinn á Laugum, 5. desember, kl. 13-15.30.

Kópa­sker, í versl­un­inni Skerja­kolla, föstu­dagana 6. og 13. desember, kl. 14 til 19.

Bóka­söfn víðs­vegar um land taka þátt.

Nánari upplýs­ingar

Lestu einnig