Fréttir

3. nóvember 2023

Þitt nafn bjargar lífi 2023 að hefjast

Hin árlega og alþjóð­lega herferð, Þitt nafn bjargar lífi, hefur svo sann­ar­lega sýnt að hægt er að umbreyta lífi þolenda mann­rétt­inda­brota með þeim einfalda hætti að setja nafn sitt á bréf til stjórn­valda og krefjast umbóta í máli þeirra.

Allt frá upphafi herferð­ar­innar árið 2001 hafa rúmlega hundrað þolendur grófra mann­rétt­inda­brota fengið úrbætur á málum sínum. Undir­skriftir til stjórn­valda sem fótum troða mann­rétt­indi hafa því oft skipt sköpum í lífi þolenda og gefið öðrum von á erfiðum tímum sem er ekki síður mikil­vægt. Hér er hægt er að skrifa undir málin í ár.  

 

Góð frétt frá Simbabve

„Mér er svo létt og ég þakka ykkur fyrir stór­kost­lega herferð. Ég stend í ævar­andi þakk­ar­skuld við ykkur. Það er sem þungri byrði hafi verið létt af herðum mér. Mér leið eins og ég væri svo elskuð og mikils metin þegar ég las öll bréfin og kortin.“ 

Þannig hljóma þakk­arorð Cecilliu Chim­biri frá Simbabve. Aðgerða­sinnar um heim allan létu sig mál hennar og vinkvenn­anna, Joanah Mamombe og Netsai Marova, varða á síðasta ári í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi. Í kjölfar þátt­töku þeirra í mótmælum árið 2020 voru þær hand­teknar og numdar á brott þar sem þær voru barðar og beittar kynferð­isof­beldi af hálfu yfir­valda. Þær þurftu að dvelja á spítala vegna alvar­legra áverka. Á meðan þær dvöldu á spít­al­anum voru þær hand­teknar og ákærðar fyrir mótmæli og að svið­setja raunir sínar. Cecillia og Joanah voru sýkn­aðar í hæsta­rétti þann 4. júlí síðast­liðinn en mál Netsai fór ekki fyrir dómstóla þar sem hún flúði land.  

Samtakamáttur til sigurs

Samtaka­mátt­urinn skiptir máli. Fólk á Íslandi hefur heldur betur lagt sitt lóð á vogar­skál­arnar með góðri þátt­töku í herferð­inni, Þitt nafn bjargar lífi. Íslands­deild Amnesty Internati­onal er afar þakklát öllum þeim fjöl­mörgu Íslend­ingum sem lagt hafa þessari stærstu mann­rétt­inda­her­ferð í heimi lið síðustu ár á aðvent­unni. Þátt­takan hefur skipt sköpum enda eru fáar þjóðir sem sýna herferð­inni jafn mikinn stuðning og Ísland en nærri 3% þjóð­ar­innar hafa oftar en ekki gripið til aðgerða á hverju ári. Það er mun hærra hlut­fall íbúa en  nokkur staðar í heim­inum.  

Gerum Þitt nafn bjargar lífi árið 2023 enn áhrifa­meira í þágu einstak­linga í tíu málum sem eiga það flestir sameig­in­legt að hafa glatað frelsi sínu með einum eða öðrum hætti.

Þau hafa öll sætt mann­rétt­inda­brotum af hálfu stjórn­valda, lögreglu eða stór­fyr­ir­tækja fyrir það eitt hver þau eru og hverju þau berjast fyrir.  

Málin í ár

Frelsi fólks til að tala gegn órétt­læti og mismunun er ógnað í fjöl­mörgum löndum. Í Bras­ilíu hefur Ana Maria Santos barist fyrir rétt­læti í máli sonar síns Pedro Henrique. Lögreglu­menn eru grun­aðir um að hafa myrt hann í desember 2018 en ítarleg rann­sókn á morðinu og rétt­ar­höld hafa enn ekki farið fram.

Pedro var sjálfur aðgerðasinni og tals­maður kynþátta­rétt­lætis og mann­rétt­inda í Bras­ilíu. Móðir hans hefur sýnt ótrú­legt hugrekki í barátt­unni sinni gegn refsi­leysi innan lögregl­unnar þrátt fyrir lögsóknir á hendur sér, ógnanir og áreitni af hálfu yfir­valda.  

Ahmed Mansoor frá Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum var einn fárra sem eftir var í landinu sem þorði að segja sann­leikann um stöðu mann­rétt­inda­mála í landinu. Hann vakti reglu­lega máls á pynd­ingum, varð­haldi og órétt­látum rétt­ar­höldum yfir einstak­lingum einstak­lingum sem gagn­rýna stjórn­völd.

Nú er hann einn af gagn­rýn­endum stjórn­valda sem sitja í fang­elsi. Árið 2018 hlaut hann tíu ára fang­els­isdóm fyrir að „móðga Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmin og tákn­myndir þeirra“.  

Löggjöf um þung­un­arrof í Póllandi er með þeim ströngustu í Evrópu og er aðeins leyft í algjörum undan­tekn­ing­ar­til­fellum. Kven­rétt­inda­fröm­uð­urinn Justyna Wydrzyńska fann sig knúna til að aðstoða konu í ofbeld­is­sam­bandi við þung­un­arrof  en slík aðstoð er refsi­verð í Póllandi. Í mars 2022 var Justyna fundin sek um að „aðstoða við þung­un­arrof“ og dæmd til átta mánaða samfé­lags­þjónstu. Sakfelling hennar setur hættu­legt fordæmi í Póllandi og gerir aðgengi að öruggu þung­un­ar­rofi enn torveldara.  

Þetta eru aðeins þrjú þeirra tíu mála í herferð­inni í ár.  Við hvetjum þig til að styðja við málin með undir­skrift þinni. Það tekur aðeins örskamma stund að skrifa undir á vefsíðu okkar. Í krafti fjöldans náum við árangri. Þitt nafn getur bjargað lífi. 

Skrifaðu undir öll málin hér

Lestu einnig