Fréttir

22. maí 2024

Þitt nafn bjargar lífi 2023: Mikill fjöldi þátt­tak­enda á heimsvísu

Okkar árlega og alþjóð­lega herferð, Þitt nafn bjargar lífi, fór fram í lok árs 2023 líkt og fyrri ár. Herferðin gekk vel á Íslandi sem og um heim allan. Vakin var athygli á tíu málum þolenda mann­rétt­inda­brota víðs vegar um heiminn. Á Íslandi söfnuðust yfir 50 þúsund undir­skriftir og stuðn­ingskveðjur. Á heimsvísu var gripið til 5.828.323 aðgerða fyrir málin tíu með ýmsum hætti í 63 löndum. Það eru 500 þúsund fleiri aðgerðir en árið áður  

Viðburðir

Við upphaf herferð­ar­innar, þann 18. nóvember, var haldinn viðburður í Kringl­unni til að vekja athygli á herferð­inni. Elín Ey söng lagið, Hvaða frelsi? eftir Hjálmar inn í list­rænu búri sem tákn um frels­is­skerð­ingu. Leik­list­ar­hópur MH tók einnig þátt í gjörn­ingi með því að frelsa Elínu Ey með tákn­rænum hætti. Á meðan viðburð­urinn stóð yfir söfn­uðust 1.000 undir­skriftir.  

Á alþjóð­lega mann­rétt­inda­deg­inum þann 10. desember 2023 var haldið upp á 75 ára afmæli Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingar Sameinuðu þjóð­anna með fjár­öfl­un­ar­sýn­ingu og í lok sýningar var áhorf­endum boðið að skrifa undir og senda stuðn­ingskveðjur til þolenda en slíkar kveðjur eru ekki síður mikil­vægar til að gefa fólki von. 

Að auki var í þriðja skipti gert veggl­ista­verk við Kaffi Vest til að vekja athygli á einu málanna í Þitt nafn bjargar lífi. Í ár var það lista­konan Julia Mai Linné Maria sem málaði mynd af pólska kven­rétt­inda­fröm­uð­inum Justynu Wydrzyńska sem berst fyrir rétt­inum til öruggs þung­un­ar­rofs í heimalandi sínu 

Julia Mai Linné Maria við lista­verkið af Justynu við Kaffi Vest

Þátttaka skóla

Á Íslandi fór fram fram­halds­skóla­keppni í undir­skrifta­söfnun fyrir herferðina og söfnuðust þar samtals 6.740 undir­skriftir. Kvenna­skólinn í Reykjavík bar sigur úr býtum með flestar undir­skriftir og Fram­halds­skólinn á Laugum sigraði með flestar undir­skriftir miðað við nemenda­fjölda. Ekki nóg með það voru rúmlega 20 mann­rétt­indafræðslur haldnar í fram­haldsskólum í tengslum við herferðina þar sem yfir þúsund nemendur fræddust um málin tíu. 

Alþjóða­skólinn á Íslandi og Háteigs­skóli eru þeir tveir grunn­skólar sem hafa síðast­liðin ár tekið virkan þátt í Þitt nafn bjargar lífi. Nemendur á unglinga­stigi kynntu sér málin í kennslu­stund og skrifuðu undir aðgerða­kort og stuðn­ingskveðjur. Síðast en ekki síst söfnuðu nemendur undir­skriftum hjá vinum og fjöl­skyldu, nágrönnum og fólki á förnum vegi. Íslands­deild Amnesty Internati­onal hélt uppskeru­hátíð fyrir báða skólana í maí og skólunum var veitt viður­kenning fyrir einstakt framlag og eldmóð í mann­rétt­inda­bar­átt­unni.

 

Alþjóða­skólinn á Íslandi safnaði 910 undir­skriftum og stuðn­ingskveðjum að þessu sinni og Háteigs­skóli safnaði 2.141 undir­skrift. Það má með sanni segja að það dygga starf sem unga fólkið hefur unnið í þágu betri og jafnari heims er ómet­an­legt. 

Undir­skriftasafnanir fóru einnig fram á lands­byggð­inni. Met var slegið í söfn­un­inni á Egils­stöðum þar sem skrifað var undir rúmlega 1.000 aðgerðakort.

Ragn­hildur Rós Indriða­dóttir hefur í tæpan áratug haldið utan um söfn­unina þar í sjálf­boða­lið­a­starfi og kann deildin henni sérstakar þakkir fyrir öflugt framlag. 

Jákvæð áhrif

Jákvæð áhrif herferð­ar­innar Þitt nafn bjargar lífi er með ýmsum hætti og er ekki síst mikill stuðn­ingur fyrir þolendur. Eitt af málunum var mál Justynu Wydrzyńska frá Póllandi sem var fundin sek um að „aðstoða við þung­un­arrof“ og dæmd til átta mánaða samfé­lags­þjónustu.

Mál hennar setur hættu­legt fordæmi í landinu og var krafan sú að yfir­völd snéru við dóminum. Justyna hafði orð á því við Amnesty Internati­onal að herferðin og stuðn­ing­urinn hefði verið henni mikils virði og skilaði þakk­læti til allra þeirra sem sendu henni stuðn­ingskveðjur: 

Þakkir eru samt ekki nóg að mínu mati. Öll þessi bréf bræddu hjarta mitt.“

Alþjóð­legur þrýst­ingur er einnig talinn hafa haft áhrif á mál frá Bras­ilíu. Ana Maria hefur lengi barist fyrir rétt­læti í máli sonar síns sem var myrtur þar í landi. Sonur hennar, Pedro Henrique, hafði verið ötull tals­maður gegn lögreglu­of­beldi. Lögreglu­menn­irnir sem grun­aðir eru um morðið á honum störfuðu enn hjá lögreglunni að fimm árum liðnum.

Í kjölfar herferð­ar­innar voru rann­sóknargögn lögreglu í málinu opinberuð en fram að því hafði þeim verið haldið leyndum. Ana Maria fann einnig fyrir auknu öryggi og herferðin gaf henni von á ný í baráttu sinni:

„Ég segi alltaf að Pedro hafi kennt mér margt, þar á meðal hvernig á að vera þrot­laus í barátt­unni fyrir rétt­læti.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal þakkar öllum þátt­tak­endum í Þitt nafn bjargar lífi fyrir stuðn­inginn! 

Lestu einnig