Tilkynning
28. október 2024Taktu þátt í árlegri og alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjarrgar lífi. Skrifaðu undir níu áríðandi mál einstaklinga eða hópa sem beittir eru alvarlegum órétti.
Þannig söfnum við milljónum undirskrifta og mögnum saman þrýsting á stjórnvöld víða um heim sem brjóta mannréttindi.
Hver undirskrift skiptir máli!
Árangur
Samtakamátturinn skilar árangri. Á hverju ári fáum við góðar fréttir af málum einstaklinga sem þið hafið barist fyrir í Þitt nafn bjargar lífi.
„Ég vil lýsa innilegu, innilegu þakklæti. Ykkar skjótu aðgerðir, öll bréfin, áköllin, undirskriftirnar og sá gríðarlegi fjöldi bréfa sem fóru til dómstólsins og á skrifstofu saksóknara, allt þetta var mjög áhrifaríkt.“
Rita frá Kirgistan sem var sýknuð í júní 2024 en hún var handtekin fyrir að kalla eftir mótmælum. Mál hennar var eitt af málum Þitt nafn bjargar lífi 2023.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu