Fréttir

14. nóvember 2024

Þitt nafn bjargar lífi 2024: Þitt framlag skiptir máli

Ár hvert tekur fjöldi fólks um heim allan þátt í alþjóð­legri herferð Amnesty Internati­onal, Þitt nafn bjargar lífi. Þetta er auðveld leið til þess að hafa mikil áhrif á einfaldan og aðgengi­legan hátt. Það eina sem þarf að gera er að skrifa undir málin á vefsíðu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal. Það er svona auðvelt að breyta heim­inum til hins betra!

Frá því að herferðin hófst árið 2001 hafa millj­ónir einstak­linga um heim allan breytt lífi fjölda þolenda mann­rétt­inda­brota. Á rúmum 20 árum hefur verið gripið til 56 milljóna aðgerða og í máli rúmlega 100 einstak­linga hafa orðið jákvæðar breyt­ingar í kjölfar herferð­ar­innar.

Samtakamátturinn skiptir máli

Í herferð­inni í ár eru níu mál þolenda mann­rétt­inda­brota frá öllum heims­hlutum. TikTok-stjarna í Angólu og baráttu­kona fyrir rétt­indum kvenna í Sádi-Arabíu eru í hópi þessara kröft­ugra einstak­linga sem sætt hafa mann­rétt­inda­brotum.

Neth Nahara er áhrifa­valdur í Angóla. Hún var hand­tekin daginn eftir að hún gagn­rýndi forsetann í beinni á TikTok. Samkvæmt umdeildum lögum er bannað að „móðga“ forsetann. Hún var dæmd í tveggja ára fang­elsi.

Manahel al-Otaibi birti mynd af sér á Snapchat án þess að klæðast abaya, hefð­bundnum kufli, og studdi rétt­indi kvenna á samfé­lags­miðlum. Hún var dæmd í 11 ára fang­elsi.

Samtaka­mátt­urinn skiptir máli. Fólk á Íslandi hefur heldur betur lagt sitt lóð á vogar­skál­arnar með góðri þátt­töku. Enda taka nærri 2% Íslend­inga þátt á hverju ári. Það er mun hærra hlut­fall íbúa en nokkur staðar í heim­inum. Líkt og fyrri ár verða fræðslur í skólum um allt land og ýmir viðburðir til að vekja athygli á málin og safna undir­skriftum.

Herferðin hefur svo sann­ar­lega sýnt að almenn­ingur getur umbreytt lífi þolenda mann­rétt­inda­brota. Á þessu ári öðluðust þrír einstak­lingar nýtt líf í kjölfar þess að hafa verið hluti af herferð­inni, Þitt nafn bjargar lífi.

 

Listakona sem gagnrýndi stríðið fékk frelsi á ný

Aleks­andra (Sasha) Skochi­lenko er lista­kona sem gagn­rýndi stríðið í Úkraínu. Hún fékk frelsi á ný í ágúst í sögu­legum fanga­skiptum í kjölfar mikils þrýst­ings. Lönd á borð við Þýska­land, Noreg, Pólland, Slóveníu og Banda­ríkin sömdu við Rúss­land og Belarús um fanga­skiptin.

Rúss­nesk yfir­völd hand­tóku Söshu í apríl 2022 í kjölfar þess að hún skipti verð­miðum í matvöru­verslun út fyrir upplýs­ingum um innrás Rúss­lands í Úkraínu. Hún var ákærð fyrir að dreifa ­„fölskum upplýs­ingum um beit­ingu herafla Rúss­lands.“

„Ég vil lýsa yfir gífur­legu þakk­læti til Amnesty Internati­onal. Það er erfitt að koma orðum að þakk­læti mínu því að stórum hluta er það ykkur að þakka að ég sé hér.“

Aleks­andra Skochi­lenko

Baráttukona fyrir mannréttindum sýknuð

Rita Karas­artova er baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum og sérfræð­ingur í borg­ara­legum stjórn­ar­háttum frá Kirg­istan. Rita var hand­tekin ásamt 26 öðrum einstak­lingum fyrir andstöðu við samkomulag sem Kirg­istan gerði um ný landa­mæri sem veitir Úsbekistan stjórn yfir ferskvatns­svæðum. Rita var ákærð fyrir tilraun til að „hrekja stjórn­völd frá völdum með ofbeldi“. Hún átti yfir höfði sér 15 ára fang­els­isdóm.

Rita var loks sýknuð ásamt 21 einstak­lingi úr aðgerða­hópnum í júní 2024, nokkrum mánuðum eftir að mál hennar var í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi 2023.

„Ég vil lýsa inni­legu, inni­legu þakk­læti. Ykkar skjótu aðgerðir, öll bréfin, áköllin, undir­skrift­irnar og sá gríð­ar­legi fjöldi bréfa sem fóru til dómstólsins og á skrif­stofu saksóknara, allt þetta var mjög áhrifa­ríkt.“

Nemandi fær vegabréfsáritun

Í ágúst 2017 hóf herinn í Mjanmar að fremja þjóð­ern­is­hreins­anir á Róhingjum sem höfðu lengi sætt mismunun í landinu. Af ótta um líf sitt flúði Maung Sawyeddollah, sem var þá aðeins 15 ára gamall, með fjöl­skyldu sinni til Bangla­dess í Cox´s Bazar flótta­manna­búð­irnar.

Sawyeddollah vill ná fram rétt­læti. Samhliða námi sínu hefur hann barist fyrir því að fyrir­tækið Meta, sem á Face­book, taki ábyrgð á hlut sínum sem leiddi til grimmd­ar­verka gegn Róhingjum. Hatursorð­ræða þar sem hvatt var með beinum hætti til ofbeldis og mismun­unar gegn Róhingjum fékk víðtæka dreif­ingu á Face­book sem kynti undir ofbeldi hersins í Mjanmar.

Hluti af baráttu hans var að kalla eftir því að Meta greiði skaða­bætur, meðal annars til að styrkja nám í Cox’s Bazar flótta­manna­búð­unum

Árið 2023 var öryggi Sawyeddollah ógnað í flótta­manna­búð­unum. Amnesty Internati­onal, í samstarfi við tvö önnur samtök, vann að því að koma honum í öruggt skjól. Neyð­ar­sjóður Amnesty Internati­onal aðstoðaði hann fjár­hags­lega á meðan öryggi hans var í hættu og studdi hann í umsókn­ar­ferli fyrir háskóla.

.

Í ágúst 2024 fékk Sawyeddollah náms­manna­áritun til Banda­ríkj­anna og stundar hann nú nám við háskólann í New York. Hann er fyrsti Róhinginn úr flótta­manna­búð­unum í Bangla­dess til að fá náms­manna­áritun.

„Ég sendi inni­legar þakkir til foreldra minn, fjöl­skyldu, vina, ættingja og velunnara minna sem hafa hvatt mig til að láta ekki deigan síga. Ég er sérstak­lega þakk­látur fyrir stuðning fjöl­margra einstak­linga og samtaka, þeirra á meðal Amnesty Internati­onal. Án stuðn­ings þeirra hefði baráttan verið ómöguleg.“

Níu mál úr öllum heimshlutum

Í krafti fjöldans náum við árangri eins og ofan­greindar sögur sanna. Taktu þátt núna og skrifaðu undir öll málin níu og dreifðu þeim á samfé­lags­miðlum.

Með þinni hjálp vonumst við til þess að bjarga lífi enn fleiri einstak­linga.

Málin í ár koma frá níu löndum úr öllum heims­hlutum.

  • Ellefu ára fang­elsi fyrir að styðja rétt­indi kvenna í Sádi-Arabíu
  • Fang­elsuð fyrir að krefjast breyt­inga í Belarús
  • Sakfelld fyrir að verja mann­rétt­indi i Tyrklandi
  • TikTok-stjarna fang­elsuð fyrir að gagn­rýna forsetann í Angóla
  • Í haldi og pynd­aður fyrir aðgerð­astarf bróður síns í Egyptalandi
  • Mótmælum fyrir aðgengi fatlaðs fólks mætt með hörku í Seúl í Suður-Kóreu
  • Berjast fyrir landi forfeðra sinna í Kanada
  • Blind­aður með gúmmí­skoti á frið­sam­legum mótmælum í Argentínu
  • Í fang­elsi fyrir að vernda umhverfið og mann­rétt­indi í Víetnam

 

Lestu einnig