Tilkynning
31. október 2025
Taktu þátt í árlegri og alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjarrgar lífi. Skrifaðu undir átta áríðandi mál einstaklinga eða hópa sem beittir eru alvarlegum órétti.
Þannig söfnum við milljónum undirskrifta og mögnum saman þrýsting á stjórnvöld víða um heim sem brjóta mannréttindi.
Hver undirskrift skiptir máli!
Árangur
Samtakamátturinn skilar árangri. Á hverju ári fáum við góðar fréttir af málum einstaklinga sem þið hafið barist fyrir í Þitt nafn bjargar lífi.
„Þið höfðuð samband við okkur á þeim tímapunkti þegar við þurftum mest á því að halda. Sonur minn var veikur, móðir mín var veik. Fangelsisvist mín hafði haft svo mikil áhrif á hana að hún varð enn veikburðari. Þessi herferð gaf henni styrk. Það var okkur öllum hvatning. Ég veit ekki hvernig ég get þakkað Amnesty nóg.“
Dorgelesse Nguessan, hún var handtekin á friðsamlegum mótmælum og dæmd í fimm ára fangelsi. Hún var leyst úr haldi í byrjun árs 2025. Mál hennar var eitt af málum Þitt nafn bjargar lífi 2022.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu