Tilkynning

31. október 2025

Þitt nafn bjargar lífi 2025 - Taktu þátt

Taktu þátt í árlegri og alþjóð­legri herferð Amnesty Internati­onal, Þitt nafn bjarrgar lífi. Skrifaðu undir átta áríð­andi mál einstak­linga eða hópa sem beittir eru alvar­legum órétti.

Þannig söfnum við millj­ónum undir­skrifta og mögnum saman þrýsting á stjórn­völd víða um heim sem brjóta mann­rétt­indi.

Hver undir­skrift skiptir máli!

SKRIFAÐU UNDIR MÁLIN HÉR.

 

 

Árangur

Samtaka­mátt­urinn skilar árangri. Á hverju ári fáum við góðar fréttir af málum einstak­linga sem þið hafið barist fyrir í Þitt nafn bjargar lífi.

„Þið höfðuð samband við okkur á þeim tíma­punkti þegar við þurftum mest á því að halda. Sonur minn var veikur, móðir mín var veik. Fang­elsis­vist mín hafði haft svo mikil áhrif á hana að hún varð enn veik­burðari. Þessi herferð gaf henni styrk. Það var okkur öllum hvatning. Ég veit ekki hvernig ég get þakkað Amnesty nóg.“

Dorg­elesse Nguessan, hún var hand­tekin á frið­sam­legum mótmælum og dæmd í fimm ára fang­elsi. Hún var leyst úr haldi í byrjun árs 2025. Mál hennar var eitt af málum Þitt nafn bjargar lífi 2022.

Lestu einnig