Fréttir

4. nóvember 2025

Þitt nafn bjargar lífi: Af hverju mann­úðin getur sigrað

Við lifum á tímum þar sem frelsi okkar fer þverr­andi, vald­boðs­stefna og einræð­istil­burðir fara vaxandi, við verðum vitni að hópmorðinu á Gaza, lofts­lags­váin vomir yfir okkur og borg­araleg rétt­indi hafa hnignað. Það er auðvelt að láta hugfallast á þessum erfiðu tímum og finnast sem við fáum litlu um breytt en þó að við getum ekki breytt öllu getum við öll breytt einhverju!

Ljósið í myrkrinu er árleg, alþjóðleg herferð Amnesty Internati­onal, Þitt nafn bjargar lífi, sem ýtt verður úr vör í dag. Herferðin hefur ítrekað sannað að í krafti samstöð­unnar getum við haldið ljósinu og voninni lifandi.

Þitt nafn bjargar lífi

Á þessum örlaga­ríka tíma­punkti í sögunni verðum við að standa með mann­rétt­indum og veita sameig­in­lega mótspyrnu. Að öðrum kosti er hætta á að vald­boðs­stjórnir berji enn frekar á frelsi okkar og rétt­indum.

Þitt nafn bjargar lífi skorar á millj­ónir einstak­linga að sameinast um að breyta lífi þeirra sem sæta mann­rétt­inda­brotum. Herferðin sýnir að jafnvel þegar staða heims­mála virðist yfir­þyrm­andi þá getur sérhver mann­eskja haft mikil áhrif með lítilli fyrir­höfn.

Hægt er að skrifa undir bréf til stjórn­valda sem brjóta mann­rétt­indi, birta færslu á samfé­lags­miðlum eða skrifa stuðn­ingskveðju til þolenda mann­rétt­inda­brota og aðstand­enda þeirra. Með þinni hjálp getum við breytt heim­inum og bjargað manns­lífi.

Síðan herferðin hófst árið 2001 hafa millj­ónir einstak­linga breytt lífi annarra einstak­linga sem sætt hafa grófum mann­rétt­inda­brotum. Gripið hefur verið til rúmlega 50 milljóna aðgerða frá þeim tíma og jákvæðar breyt­ingar hafa orðið í málum rúmlega 100 einstak­linga.

Á hverju ári fær Amnesty Internati­onal send þakk­læt­isorð frá þolendum mann­rétt­inda­brota úr herferð­inni þar sem þeir tjá hversu mikils virði stuðn­ingur frá fólki hvaðanæva að hefur verið þeim og jafnvel leitt til þess að þeir hafi fengið frelsi sitt á ný. Það er afar einfalt að taka þátt og sýna stuðning sinn í verki.

Það eina sem þarf að gera er að kynna sér mál þeirra einstak­linga og hópa sem barist er fyrir í ár og skrifa undir málin hér.

 

Baráttan fyrir náðun

Eitt af málum Þitt nafn bjargar lífi árið 2023 var Rocky Myers, svartur maður með þroska­hömlun. Rocky hafði þá setið á dauða­deild í Alabama í þrjá áratugi. Hann var sakfelldur fyrir morð þrátt fyrir að vitn­is­burður gegn honum hafi einkennst af ósam­ræmi. Dómari dæmdi hann  til dauða sem var gegn vilja kvið­dómsins. Fram til ársins 2017 mátti dómari  í Alabama kveða upp dauða­dóma gegn vilja kvið­dóms þar til lög tóku gildi sem bannaði slíkt. Lögin voru þó ekki aftur­virk og náðu því ekki yfir dauðadóm Rocky.

Hundruð þúsundir einstak­linga um heim allan kröfðust þess að ríkis­stjóri Alabama náðaði Rocky og í febrúar 2025 varð það loks að veru­leika.

Rocky á ekki lengur á hættu á að vera tekinn af lífi en barátta Rockys fyrir rétt­læti er þó ekki lokið þar sem hann leitar rétt­lætis vegna brots á máls­með­ferð.

Herferðin vakti ekki aðeins athygli á máli hans heldur heiðraði einnig Rocky sem mann­eskju, föður og afa. Ég veit að þessi mikli stuðn­ingur skipti Rocky öllu máli og sú vitn­eskja að margt fólk taldi sig knúið til aðgerða er sann­ar­lega hvetj­andi.“

Miriam Bankston, úr lögfræðiteymi Rocky í Banda­ríkj­unum.  

 

Endurfundir með fjölskyldu

Samtaka­mátt­urinn leiddi sömu­leiðis til sigurs í máli Dorg­elesse Nguessan frá Kamerún.

Í sept­ember 2020 tók hún fyrst þátt í mótmælum í Kamerún vegna áhyggja af ástandi efna­hags­mála í heimalandi sínu. Í frið­sam­legum mótmælum var Dorg­elesse hand­tekin. Hún var ákærð fyrir „uppreisn, samkomu, fundi og opinber mótmæli“ og dæmd í fimm ára fang­elsi.

Mál hennar var hluti af Þitt nafn bjargar lífi árið 2022, þar sem þúsundir kröfðust lausnar hennar. Baráttan hélt áfram þar til Dorg­elesse var látin laus og samein­aðist fjöl­skyldu sinni í byrjun árs 2025.

Dorg­elesse þakkaði Amnesty:

Þið höfðuð samband við okkur á þeim tíma­punkti þegar við þurftum mest á því að halda. Sonur minn var veikur, móðir mín var veik. Fang­elsis­vist mín hafði haft svo mikil áhrif á hana að hún varð enn veik­burðari. Þessi herferð gaf henni styrk. Það var okkur öllum hvatning. Ég veit ekki hvernig ég get þakkað Amnesty nóg.“

Stuðningskveðjur ylja hjartað

Şebnem Korur Fincancı frá Tyrklandi er rétt­ar­læknir, baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum og háskóla­kennari sem hefur helgað líf sitt stöðvun pynd­inga og verndun mann­rétt­inda. Til að þagga niður í henni sætti hún tilhæfulasum glæp­a­rann­sóknum af hálfu tyrk­neskra yfir­valda. Árið 2023 var hún sakfelld fyrir „að búa til áróður fyrir hryðju­verka­samtök“ í kjölfar þess að hún kallaði eftir rann­sókn á ásök­unum um að tyrk­neski herinn notaði efna­vopn í Írak. Şebnem á yfir höfði sér tveggja ára fang­elsi verði dómnum ekki hnekkt. Mál hennar var tekið upp í Þitt nafn bjargar lífi árið 2024.

Şebnem lét eftir­far­andi orð falla:

„Upphaf­lega voru það hundruð, nú þúsundir, fallegra korta og bréfa, sum hand­gerð, sem styrkja málstað minn og ylja hjarta mitt.“

Nú er tíminn til að hafa áhrif

Nú þurfa fleiri á aðkallandi aðstoð að halda. Í ár beinist herferðin að átta málum einstak­linga og hópa víða um heim.

Í Ekvador berjast ungar baráttu­stúlkur fyrir verndun Amazon-skóg­arins, í Noregi berst samísk frum­byggja­kona fyrir samfélag sitt til verndar menn­ingu þess og lífs­við­ur­væri sem hrein­dýra­hirð­ingjar, í Mjanmar hlaut blaða­ljós­myndari 20 ára fang­els­isdóm fyrir frétta­öflun um eftir­köst felli­byls í óþökk stjórn­valda, í Suður-Afríku krefjast foreldrar þriggja ára drengs rétt­lætis þar sem sonurinn lést eftir að hann féll ofan í kamar á leik­skóla sínum og í Túnis situr kona í fang­elsi fyrir að tjá sig um málefni á borð við kynþátta­for­dóma og ómann­úð­lega meðferð í fang­elsum.

Nú hefur þú tæki­færi til að breyta lífi þessara einstak­linga og annarra í herferð­inni í ár, rétt eins og stuðn­ings­fólk Amnesty Internati­onal gerði í málum Dorg­elesse, Rocky, og fleiri einstak­linga.

Með þinni undir­skrift getum við skapað þrýsting á stjórn­völd sem brjóta mann­rétt­indi, snúið rang­læti í rétt­læti og haldið voninni á lofti.

Ekki láta þitt eftir liggja. Hver undir­skrift skiptir máli.

Lestu einnig