SMS

17. nóvember 2021

Túnis: Hinsegin aðgerðasinni sætti hrotta­legri árás

Lögreglu­menn réðust á Badr Baabou, baráttu­mann fyrir mann­rétt­indum og hinsegin aðgerða­sinna, í Túnis í október 2021. Hann var skot­mark örygg­is­sveita vegna vinnu sinnar og baráttu fyrir rétt­indum hinsegin einstak­linga í Túnis. Þetta er nýleg­asta árásin af mörgum sem Badr hefur orðið fyrir undan­farin ár.

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Badr Baabou er einn stofn­andi DAMJ samtak­anna sem hafa verið hvað mest áber­andi í baráttu fyrir rétt­indum hinsegin einstak­linga þar í landi. Síðla kvölds 21. október var ráðist á Badr úti á götu í miðbæ Túnis­borgar og hann barinn þar til hann missti næstum meðvitund. Badr komst heim og hafði samband við lögfræðing samtak­anna sem kom honum á spítala. Menn­irnir sem réðust á hann sögðu ástæðuna vera kvart­anir á hendur lögreglu sem Badr hafði lagt fram. 

Samkvæmt upplýs­ingum frá DAMJ og Mann­rétt­inda­vakt­inni (HRW) hefur Badr verið áreittur, honum hótað og ráðist hefur verið á hann nokkrum sinnum. Vegna þessa hefur hann þurft að flytja nokkrum sinnum.  

Badr hefur lagt fram kæru vegna árás­anna en ekkert hefur verið aðhafst í málinu. 

Sms-félagar krefjast þess að opnuð verði rann­sókn á máli Badr Baabou og gerendur dregnir til ábyrgðar. 

Lestu einnig