Tilkynning
23. apríl 2024Á hverju ári blæs Íslandsdeild Amnesty International til herferðarinnar Þitt nafn bjargar lífi, sem er alþjóðleg mannréttindaherferð við að safna undirskriftum til stuðnings einstaklinga eða hópa sem þolað hafa mannréttindabrot.
Fastur liður í herferðinni er framhaldsskólakeppni í undirskriftasöfnun, þar sem ungt fólk er hvatt til að beita sér í þágu mannréttinda. Í ár tóku 23 framhaldsskólar þátt og 6740 undirskriftir söfnuðust til stuðnings einstaklinga og hópa fyrir Þitt nafn bjargar lífi.
Verðlaunin Mannréttindaskóli ársins eru veitt í tveimur flokkum, fyrir flestar safnaðar undirskriftir og fyrir hlutfallslega flestar undirskriftir miðað við nemendafjölda. Sigurvegarar keppnarinnar í ár voru Kvennaskólinn í Reykjavík með flestar undirskriftir og Framhaldsskólinn á Laugum með flestar undirskriftir miðað við nemendafjölda.
Íslandsdeild Amnesty International veitti verðlaunin í síðustu viku og óskar skólunum innilega til hamingju. Einnig þökkum við kærlega öllum skólum, nemendum og nemendafélögum sem tóku þátt í átakinu. Hver undirskrift skiptir máli!
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu