Fréttir

24. febrúar 2023

Úkraína: Ár liðið frá innrás Rúss­lands

Alþjóða­sam­fé­lagið verður að þróa áætlun um það hvernig hægt að ná fram rétt­læti fyrir þolendur innrásar Rúss­lands í Úkraínu, segir Amnesty Internati­onal nú þegar eitt ár er liðið frá innrás­inni. Á þessum degi fyrir ári síðan, þann 24. febrúar, réðst rúss­neski herinn með fullum þunga inn í Úkraínu, aðgerð sem Amnesty Internati­onal skil­greinir sem glæp gegn friði og mann­rétt­indakrísu.

Rúss­neskar hersveitir hafa síðan þá framið stríðs­glæpi og önnur brot á mann­úð­ar­lögum, þar á meðal aftökur án dóms og laga, banvænar árásir á borg­araleg svæði sem hafa ekki hern­að­arleg gildi, þving­aðir flutn­ingar og morð á óbreyttum borg­urum. 

Ekki er hægt að vita hversu margir alþjóða­glæpir hafa verið framdir í Úkraínu frá innrás Rúss­lands en kröfur þolenda mann­rétt­inda­brota um rétt­læti verða að hafa forgang. Alþjóða­sam­fé­laginu ber skylda til að tryggja þeir aðilar sem hafa framið alþjóða­glæpi verði dregnir til ábyrgðar svo rétt­læti sigri refsi­leysi 

Stríðsglæpir

„Nú þegar rúss­neskar hersveitir virðast sækja harðar fram í Úkraínu er áríð­andi að gerendur mann­rétt­inda­brota og stríðs­glæpa verði dregnir til ábyrgðar.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Frá upphafi stríðs­átak­anna hefur Amnesty Internati­onal skráð stríðs­glæpi, þar á meðal eru árásir sem hafa ekki hern­að­arleg gildi og setja óbreytta borgara í hættu og hindra mann­úð­ar­að­stoð.

Óbreyttir borg­arar á átaka­svæðum hafa þurft að þola stöð­ugar árásir og oft er lokað fyrir vatn, rafmagn og hita.  

Margt fólk sem þarf nauð­syn­lega á mann­úð­ar­að­stoð og lækn­is­hjálp að halda og er stað­sett á svæðum sem eru hernumin af Rússlandi fær ekki að ferðast til svæða sem eru undir stjórn Úkraínu.  

 

„Fólkið í Úkraínu hefur þurft að ganga í gegnum óhugs­andi hrylling í stríðs­átökum síðustu 12 mánuðina. Það er krist­al­skýrt að hendur Vladimir Putin og hersveita hans eru blóði drifnar. Eftir­lif­endur eiga skilið rétt­læti og stríðs­bætur fyrir þján­ingar sínar. Alþjóða­sam­fé­lagið verður að standa fast á sínu til að sjá til þess að rétt­læti nái fram að ganga. Nú ári síðar er ljóst að frekari aðgerða er þörf.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Réttur þolenda

Fjöldi rann­sókna hafa verið gerðar á alþjóða­glæpum sem framdir hafa verið í Úkraínu. Til að ná fram rétt­læti verður að draga gerendur fyrir dóm og veita þolendum stríðs­bætur. Það er aðeins hægt ef alþjóða­sam­fé­lagið veitir kröft­ugan og stöð­ugan stuðning í þau kerfi sem tryggja að réttlæti nái fram að ganga. 

Huga þarf að nýjum leiðum til að ná fram rétt­læti. Ákvörðun mann­rétt­inda­ráðs Sameinuðu þjóð­anna um setja á stofn sjálf­stæða rann­sóknarnefnd í mars 2022 er gott dæmi um það. 

„Auk þess að tryggja að réttmætt kerfi sé til staðar, verðum við að tryggja að gerendur alþjóða­glæpa verði dregnir fyrir dóm og horfist í augu við afleið­ingar svívirðilegra aðgerða sinna. Meðal annars þarf að rannsaka þátt hátt­settra yfirmanna í hernum og borg­aralegra leið­toga í stríðs­glæpum og glæpum gegn friði samkvæmt alþjóða­lögum.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Mikil­vægt er að alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum og stöðlum um sann­gjörn rétt­ar­höld sé fram­fylgt þar sem þolendur fá að taka þátt og tekið sé fullt tillit til þarfa þeirra óháð því hvar rétt­ar­höldin fara fram. 

Skuldbinding og samvinna er eina leiðin fram á við

„Amnesty Internati­onal ásamt öðrum borg­ar­legum samtökum hefur ítrekað kallað eftir sameig­in­legum viðbrögðum, fólk komi saman í þágu málstað­arins. Þetta gæti ekki átt betur við en hér. Hver einasta stofnun og yfirvald sem starfa í þágu alþjóð­legs rétt­lætis verða vinna saman til að deila þekk­ingu og samræma aðgerðir en líka til að finna hvar skortir sérfræði­þekk­ingu og getu. Nú er ekki tími til að starfa í sitt hvoru horninu.“ 

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Alþjóða­sam­fé­lagið verður að styðja við sann­gjarnar, skil­virkar og óháðar rann­sóknir og ríki þurfa að hvetja Úkraínu til að full­gilda Rómarsam­þykktina og þar með samræma lands­lögin við alþjóð­lega laga­lega staðla og til að styrkja samstarf við Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólinn. Að lokum þurfa lönd með alþjóð­lega lögsögu að kanna leiðir hvernig sé hægt að ná fram rétt­læti fyrir fólkið í Úkraínu.  

Þörf á mannúðaraðstoð

Alþjóða­sam­fé­lagið verður að  greina þarfir fólks sem er í sérstak­lega viðkvæmri stöðu eins og konur, eldra fólk, fólk með fatlanir og börn þegar þau veita aðstoð. Einnig verður það að átta sig á því að margir einstak­lingar frá Úkraínu, þar á meðal börn, hafa verið neyddir til að flytjast til Rúss­lands eða á  svæði sem eru hernumin af Rússlandi og geta ekki snúið aftur heim til sín með öruggum hætti. Þessa einstak­linga verður að setja í forgang þegar kemur að mann­úð­ar­að­stoð og sjá til þess að komið sé á móts við þarfir þeirra. 

Tryggja skal samstarf við úkraínsk borg­ar­lega samtök til að setja þolendur í forgang til að aðstoðin nýtist sem best. Alþjóða­sam­fé­lagið verður að tryggja gagnsæi, skil­virkni og taka tillit til þarfa þolenda í öllu samstarfi sem snýr að mann­úð­ar­að­stoð, uppbygg­ingu, rétt­læti og stríðs­bótum.  

 „Það er áríð­andi að viður­kenna þann gífur­lega líkam­lega, sálræna og efna­hags­lega skaða sem fólkið í Úkraínu hefur þurft að þola á árinu til að tryggja rétt­læti og stríðs­bætur fyrir eftir­lif­endur og þolendur innrásar Rúss­lands í Úkraínu.“ 

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Rannsóknir Amnesty International

Amnesty Internati­onal hefur skráð stríðs­glæpi og önnur brot á mann­úð­ar­lögum frá árinu 2014 þegar Rúss­land réðst fyrst inn í héruð í Úkraínu og frá upphafi innrásar Rúss­lands árið 2022.

Það má skoða allt á ensku hér 

Lestu einnig