Fréttir

16. janúar 2020

Um Mann­rétt­indaráð Sameinuðu þjóð­anna og hugtakið „smáríki"

Kevin Whelan starfs­maður Amnesty Internati­onal í mann­rétt­inda­ráði Sameinuðu þjóð­anna í Genf heldur því fram í grein sinni að ekkert ríki sé smáríki. Enn fremur geti ekkert ríki í mann­rétt­inda­ráðinu kallað sig eða verið kallað smáríki. Tilefni grein­ar­innar er þátt­taka og seta Íslands í mann­rétt­inda­ráðinu en setu Íslands lauk um sein­ustu áramót. Greinin hefur verið þýdd úr ensku yfir á íslensku.

Ég heyrði eitt sinn diplómata hrósað, „Sem lítið ríki, þá hefur landið þitt haft gríð­arleg áhrif á þetta málefni.” Svarið var: „Takk, en við kunnum betur að meta skil­grein­inguna „ekki stórt”.“ Þetta vakti hlátur og afsök­un­ar­beiðni þar sem í þessum orðum fólst, óvilj­andi, eilítil móðgun. En þetta svar fangaði mikil­vægt atriði sem sannaði sig á síðasta ári í Mann­rétt­inda­ráði Sameinuðu þjóð­anna, „stór” ríki eru ekki þau einu sem geta haft mikil áhrif innan fjöl­þjóð­legs kerfis eins og Mann­rétt­inda­ráðið er.

Tökum Ísland sem dæmi. Þessi norræna eyþjóð tók sæti í Mann­rétt­inda­ráðinu árið 2018 til að fylla í það skarð sem mynd­aðist þegar Banda­ríkin sögðu sig úr ráðinu. Þegar Banda­ríkin yfir­gáfu ráðið og Ísland tók sæti þar er óhætt að segja að  öll athyglin hafi beinst að ríkinu sem var að hætta, frekar en ríkinu sem tók sæti í stað þess. Enda eru Banda­ríkin með fast sæti í Örygg­is­ráði SÞ og eru langt um stærra efna­hags- og hern­að­ar­veldi með næstum því þúsund­falt fleiri íbúa en Ísland árið 2019.

Samt var það Ísland, ekki Banda­ríkin, sem varð fyrsta ríkið frá upphafi til þess að leiða sameig­in­legar aðgerðir í ráðinu til að ávíta Sádi-Arabíu vegna bágs mann­rétt­inda­ástands í landinu.

Hinn 7. mars lagði Ísland fram yfir­lýs­ingu, ásamt 36 öðrum ríkjum, þar sem ríkin lýstu áhyggjum af misbeit­ingu hryðju­verka­laga gegn almenn­ingi; kröfðust lausnar allra einstak­linga sem eru í haldi fyrir að nýta sín grund­vall­ar­rétt­indi, þar á meðal Loujain al-Hathloul, Eman al-Nafjan, Aziza al-Yousef, Nassima al-Sadah, Samar Badawi, Nouf Abdelaziz, Hatoon al-Fassi, Mohammed Al-Bajadi, Amal Al-Harbi og Shadan al-Anezi; fordæmdu morðið á Jamal Khashoggi og kölluðu eftir skjótum, skil­virkum, ítar­legum, óháðum, hlut­lausum og gagn­sæjum rann­sóknum. Að auki var kallað eftir því að Sádi-Arabía gerði mikil­vægar ráðstaf­anir til að tryggja að almenn­ingur, þar á meðal mann­rétt­inda­sinnar og blaða­fólk, gæti að fullu nýtt rétt sinn til tján­ingar, skoðana og fund­ar­halds, þ.m.t. á netinu, án ótta um refsi­að­gerðir.

Sem starf­andi tals­maður mann­rétt­inda innan þessa fjöl­þjóð­lega kerfis þá get ég ekki annað en bent á hversu gífur­lega mikilvæg slík yfir­lýsing er sem fjöldi ríkja samein­aðist um, þar með talin öll aðild­ar­ríki Evrópu­sam­bandsins.

Gleymum ekki að Sádi-Arabía náði eitt sinn að þvinga aðal­fram­kvæmda­stjóra og æðsta embætt­is­mann Sameinuðu þjóð­anna til að fjar­lægja landið af lista yfir aðila sem í vopn­uðum átökum myrða og ræna börnum. Hneppa þau í ánauð sem hermenn eða ráðast á skóla og sjúkrahús.

Gleymum heldur ekki að fyrir ekki svo löngu síðan fór stór hópur Sádi-arab­ískra embætt­is­manna til Tyrk­lands þar sem þeir biðu eftir blaða­mann­inum Jamal Kashoggi á ræðis­manna­skrif­stof­unni í Istanbúl, myrtu hann og reyndu að fela öll ummerki um örlög hans.Stuttu síðar sendi forseti Banda­ríkj­anna frá sér sláandi yfir­lýs­ingu þar sem hann forgangsraðaði vopna- og olíu­sölu fram yfir nauðsyn þess að fram­kvæma sjálf­stæða alþjóð­lega rann­sókn á glæpnum eða taka á kerf­is­bund­inni og skipu­lagðri herferð stjórn­valda í Sádi-Arabíu gegn borg­ara­legu samfé­lagi sem morðið á Jamal Kashoggi er lýsandi dæmi um.

 

Það að Ísland hafi verið viljugt til að stíga fram við þessar aðstæður og fleiri lönd hafi verið tilbúin til að taka þátt í því var gríð­ar­lega mikil­vægt. Það sýndi að lönd eins og Sádi-Arabía eru og ættu að vera undir smásjá. Það varpaði ljósi á ástand mann­rétt­inda í landinu og opnaði dyrnar fyrir frekari eftir­fylgni á alþjóða­vett­vangi. Á sept­em­ber­þingi Mann­rétt­inda­ráðsins fylgdi Ástr­alía málinu eftir með annarri sameig­in­legri yfir­lýs­ingu um ástandið í Sádi-Arabíu.

Auðvitað er mann­rétt­inda­ástandið í Sádi-Arabíu enn hræði­legt. En þessi þróun hefur engu að síður haft mælanleg áhrif. Frá því að fyrsta sameig­in­lega yfir­lýs­ingin var send út í mars hafa að minnsta kosti sjö baráttu­konur fyrir mann­rétt­indum verið leystar úr haldi með skil­yrðum. Í ágúst voru tilkynntar miklar umbætur sem, ef innleiddar, gætu gefið konum aukið frelsi frá kúgandi kerfi sem skyldar konur til að lúta forsjá karl­manna.

Með því að byggja á árangri sem þessum og móta opinber viðmið svo hægt sé að mæla ástandið í Sádi-Arabíu getum við veitt hugrökku baráttu­fólki fyrir mann­rétt­indum sem berst í landi sínu frekari stuðning og samstöðu. Með því að byggja á sigrum sem þessum getum við að endingu breytt hátt­semi embætt­is­manna og gert það of kostn­að­ar­samt að halda áfram að traðka á rétt­indum með hömlu­lausum hætti og dýrt fyrir stjórn­völd í banda­lagi við Sádi-Arabíu að hunsa, heimila eða leggja lítið uppúr þessum brotum og misþyrm­ingum.

Þessi saga er einnig um tæki­færi ríkja til að styrkja og nýta aðild sína innan Mann­rétt­inda­ráðs SÞ til að tryggja ábyrgð sína og annarra ríkja. Sádi-Arabía var ekki eina áber­andi aðilda­ríkið í ráðinu sem fékk heild­arg­rann­skoðun árið 2019.

Mann­rétt­inda­ráðið samþykkti einnig ályktun um mann­rétt­inda­ástandið á Filipps­eyjum er varðaði þúsundir aftaka án dóms og laga þar í landi vegna „stríðsins gegn vímu­efnum“ sem Rodrigo Duterte forseti hefur staðið fyrir sem og þær hótanir sem baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum og gagn­rýn­endur stjórn­valda hafa orðið fyrir. Það er fyrst og fremst mikil­vægt að ráðið samþykkti álykt­unina en það var einnig mikil­vægt að það væri gert á meðan setu Filipps­eyja í ráðinu stóð. Þrátt fyrir að Filipps­eyjar hafi farið í viða­mikla herferð til að reyna að hindra að álykt­unin yrði samþykkt með því að dreifa röngum upplýs­ingum varð þeim ekki ágengt. (Hér leiddi Ísland einnig álykt­unina). Í þessu felast þau skilaboð að ríki eiga ekki að geta notað aðild sína til að koma í veg fyrir rann­sókn á mann­rétt­inda­brotum.

Með virð­ingu fyrir öllum ríkjum sem taka þátt í ráðinu, einkum aðild­ar­ríkjum þess, myndi ég ganga enn lengra en diplómatinn sem vildi helst ekki að land sitt væri kallað lítið. Í staðinn myndi ég segja að ekkert ríki er lítið. Það er ekkert lítið við ríki. Íbúð kann að vera lítil, en ekki ríki. Enn fremur myndi ég líka segja að í Mann­rétt­inda­ráðinu getur ekkert ríki kallað sig eða verið kallað lítið.

 

Það er skilj­an­legt að þolandi mann­rétt­inda­brota kunni að upplifa sig smáan, sérstak­lega ef engin tæki­færi eru á úrbótum eða skaða­bótum, hvað þá viður­kenn­ingu. Þetta er raun­veru­leiki alltof margra víða um heim í dag en sumir þeirra hafa jafnvel leitað beint til ráðsins þegar allt annað hefur þrotið. Full­valda ríki, sérstak­lega þau sem hafa sóst eftir aðild að Mann­rétt­inda­ráðinu, geta ekki litið fram hjá órétt­læti og refsi­leysi og sagt við þá sem leita hjálpar: „Við erum bara smáríki.” Eins ættu stjórn­mála­lega tengd ríki ekki að geta litið fram hjá ofbeld­is­fullum brotum banda­lags­þjóða og sagt: „Þetta er of flókið fyrir okkur. Við erum of nátengd þessu máli. Látum smáríkin um þetta.”

Í þessu samhengi eru öll ríki og aðild­ar­ríki innan ráðsins jöfn. Aðild­ar­ríki bera öll sömu skyldur í Mann­rétt­inda­ráðinu í samræmi við markmið Mann­rétt­inda­ráðsins: „að viðhalda hæstu viðmiðum til að vernda og efla mann­rétt­indi” óháð stærð ríkja.

Aðilda­ríki ráðsins bera þannig ábyrgð­ar­skyldu gagn­vart sjálfu sér og öðrum ríkjum með skýrar megin­reglur að leið­ar­ljósi, líkt og Írland setti fram og fjöldi ríkja skuld­bundu sig til að fylgja eftir. Þar sem við stöndum frammi fyrir frekari ógnvekj­andi og áríð­andi áskor­unum árið 2020 skulum við vona fleiri ríki fari að hugsa stórt.

Lestu einnig