Fréttir

3. maí 2021

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal býður nýja ungliða velkomna

Í maí hefst ungl­ið­astarf Amnesty Internati­onal af fullum krafti og  ungu fólki á aldr­inum 14-24 ára er velkomið að taka þátt.

Ungl­ið­a­starfið er sjálf­boð­astarf sem felur í sér að berjast fyrir mann­rétt­inda­málum og taka þátt í skemmti­legum félags­skap og viðburðum reglu­lega yfir árið. Á komandi mánuði verður haldið nýliða­kvöld til að kynna starf­semi ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar og kosn­inga­kvöld þar sem kosin verður ný stjórn ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar fyrir árið.

Mark­miðið með ungl­ið­a­starfinu er að kynnast mann­rétt­inda­bar­áttu um allan heim og finna leiðir til að hafa áhrif og styðja við góð málefni.

Mann­rétt­inda­bar­áttan felur meðal annars í sér að berjast fyrir því að einstak­lingar megi tjá hug sinn og skoð­anir eða mótmæla frið­sam­lega án þess að vera fang­elsað og að engum sé mismunað vegna trúar, kyns eða uppruna .

Þátt­taka í ungl­ið­a­starfi er frábær leið til að þjálfa færni í samskiptum, að læra að tjá hug sinn og horfa gagn­rýnum augum á umheiminn.

Ungl­ið­arnir fá líka þjálfun í að glíma við streitu og eflast í þraut­seigju gagn­vart nútímaum­hverfi sem ætlast stöðugt til meira af þeim. Einnig er ungl­ið­a­starfið sterkur vett­vangur til að finna eigin rödd þar sem Amnesty Internati­onal berst fyrir rétt­indum allra minni­hluta­hópa óháð kynvitund eða uppruna.

Aðgerð­astarf ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar blómstrar á sumrin. Það felst í því að safna undir­skriftum, undirbúa og fram­kvæma gjörn­inga eða viðburði til að vekja athygli á ákveðnum málefnum og taka þátt í starfi Íslands­deild­ar­innar. Í ár er 60 ára afmæli Amnesty Internati­onal og ungl­iðum býðst að taka þátt í viðburðum sem verða haldnir í tilefni af því. Einnig fá tíu ungl­iðar að taka þátt í norrænni ráðstefnu sem haldin verður í sumar.

Vetr­ar­starfið er einnig fjöl­breytt. Þá eru ýmis konar viðburðir á borð við kvik­mynda­kvöld, spila- og umræðu­kvöld, tónleikar og fleira sem stjórn ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar heldur utan um.

Viltu kynna þér starf ungliðahreyfingarinnar?

12. maí klukkan 19-21 verður nýliða­kvöld haldið á skrif­stofu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal í Þing­holts­stræti 27.

Nýliða­kvöldið er öllum gjald­frjálst og það verður matur í boði. Stutt kynning verður um starf ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar í sumar og hvernig hægt er að taka þátt í því starfi. Eftir það fá nýliðar og núver­andi ungl­iðar tæki­færi til að kynnast hvert öðru. Kvöldið endar með spilum og leikjum fyrir þá sem vilja.

Viltu vera í stjórn Ungliðahreyfingarinnar?

Kosn­ingar Ungl­iða­hreyf­ingar Íslands­deildar Amnesty fara fram 26. maí nk. Klukkan. 19-21 verður kosn­inga­kvöld á skrif­stofu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal í Þing­holts­stræti 27.

Það eru fjögur sæti laus í stjórn Ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar fyrir árið 2021-2022, þar á meðal sæti formanns og vara­for­manns. Stjórnin vinnur með aðgerða- og ungl­iða­stjóra Amnesty að því að skipu­leggja og bjóða á viðburði yfir árið. Það er skap­andi og gefandi að vera í stjórn Ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar. Framundan er fjöl­breytt sumar með mörgum tæki­færum til viðburða . Það er ekki krafa að vita meira um Amnesty en stendur nú þegar í þessari frétt.

Ungt fólk á aldr­inum 14-24 ára getur skilað inn fram­boði á netfangið arni@amnesty.is, merkt “Framboð til Ungl­iða­hreyf­ingar Amnesty”. Skila þarf inn fram­boði fyrir 25. maí nk.

Tiltaka þarf nafn, heim­il­is­fang, kenni­tölu, netfang og stuttan texta sem lýsir áhuga fram­bjóð­anda á að vera í stjórn Ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar.

Öll framboð verða kynnt á kosn­inga­fundi Ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar þann 26. maí þar sem kosið verður  um fjögur stjórn­ar­sæti í nýrri stjórn Ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar og nýrri stjórn fagnað. Ungl­iða­hreyf­ingin hlakkar til að fá þitt framboð!

Lestu einnig