Yfirlýsing

2. júní 2022

Yfir­lýsing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal vegna brott­vísana fólks til viðtöku­ríkis 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Útlend­inga­stofnun eru 197 manns á lista sem á að vísa úr landi á næstu dögum. Flestum þeirra verði vísað til Grikk­lands en að fjöl­skyldur með börn fái að vera um kyrrt. Í tilefni þessa telur deildin ástæðu til að senda íslenskum yfir­völdum eftir­far­andi yfir­lýs­ingu. 

Nú í ár eru 74 ár síðan Mann­rétt­inda­yf­ir­lýsing Sameinuðu þjóð­anna var samþykkt. Í fjór­tándu grein hennar segir: „Rétt skal mönnum vera að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum.“  Réttur flótta­manna er tryggður í alþjóða­samn­ingum og er þeirra mikil­væg­astur flótta­manna­samn­ingur Sameinuðu þjóð­anna frá árinu 1951.   

Ríkis­stjórnir Evrópu­ríkja hafa á undan­förnum árum þróað með sér sameig­in­lega stefnu í málefnum flótta­fólks og gert ýmsar ráðstaf­anir sem takmarka aðgang flótta­fólks að yfir­ráða­svæði þeirra. Amnesty Internati­onal hefur ítrekað gagn­rýnt að hin evrópska samvinna í málefnum flótta­fólks hefur leitt til þess að almenn viðmið fram­kvæmda­ráðs Flótta­manna­stofn­unar Sameinuðu þjóð­anna eru ekki í heiðri höfð.  Samtökin hafa hvatt ríkis­stjórnir til að tryggja að aðgerðir þeirra og stefna grafi ekki undan þeirri vernd sem flótta­manna­samn­ingur Sameinuðu þjóð­anna og aðrir alþjóð­legir mann­rétt­inda­samn­ingar veita.   

+ Lesa meira

Lestu einnig