Yfirlýsing

17. maí 2024

Yfir­lýsing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal vegna brott­vísana mansals­þo­lenda

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fordæmir brott­vís­anir íslenskra stjórn­valda á umsækj­endum um alþjóð­lega vernd sem eru mansals­þo­lendur. Deildin harmar þá ómann­úð­legu og vanvirð­andi meðferð stjórn­valda á þeim viðkvæma og sérstaka hópi umsækj­enda sem sviptur var frelsi sínu og þving­aður var úr landi aðfaranótt 14. maí sl. Íslands­deildin hefur ítrekað gagn­rýnt brott­vís­anir viðkvæmra hópa og harð­neskju­lega stefnu íslenskra stjórn­valda í málum einstak­linga í sérstak­lega viðkvæmri stöðu sem sótt hafa um alþjóð­lega vernd á Íslandi. 

 

Kyndbundnar ofsóknir

Í skýrslu Evrópu­ráðsins um kynbundnar umsóknir um alþjóð­lega vernd kemur fram að ofsóknir á hendur konum og stúlkum séu oft annars eðlis en ofsóknir sem karl­menn verða fyrir. Konur og stúlkur eigi frekar á hættu að verða fyrir kynbundnum ofsóknum og ofbeldi sem getur t.d. falið í sér kynferð­isof­beldi, þvinguð hjóna­bönd og mansal. Þing Evrópu­ráðsins kallar eftir því að kynbundið ofbeldi og kynbundnar ofsóknir séu metnar á viðeig­andi hátt við meðferð hælis­um­sókna í aðild­ar­ríkjum þess.

Í skýrsl­unni kemur fram að ekki sé hugtaks­skil­yrði að kynbundnar ofsóknir stafi frá aðilum tengdum ríkinu og að þær geti allt eins stafað frá einstak­lingum ótengdum ríkinu. Kynbundnar ofsóknir séu hins vegar á ábyrgð ríkisins í þeim tilfellum sem það lætur hjá líða að grípa til aðgerða til verndar slíkum ofsóknum. Jafn­framt skal horft til leið­bein­ing­ar­reglna flótta­manna­stofn­unar Sameinuðu þjóð­anna um mansals­fórn­ar­lömb. Þar er það rakið að mansals­fórn­ar­lömb geti fallið undir flótta­manna­hug­takið, þá grein flótta­manna­samn­ings Sameinuðu þjóð­anna sem samsvarar 1. mgr. 37. gr. útlendingalaga.

Mansal er alvar­legt brot á grund­vall­ar­mann­rétt­indum og telst alla jafna til ofsókna.  

Íslenskum stjórn­völdum er ekki heimilt, samkvæmt lögum um útlend­inga, að senda útlending til svæðis þar sem hann hefur ástæðu til að óttast ofsóknir eða er í yfir­vof­andi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómann­úð­legri eða vanvirð­andi meðferð. Sú er staðan ef sinnu­leysi stjórn­valda viðtöku­ríkis hefur þær afleið­ingar að einstak­lingur sem að öllu leyti er háður stuðn­ingi ríkisins, t.d. vegna sérstak­lega viðkvæmrar stöðu, verður í slíkri stöðu sára­fá­tæktar að hann geti ekki mætt grund­vall­ar­þörfum sínum, og sem grefur undan líkam­legri og andlegri heilsu hans eða setur hann í aðstöðu sem er ósam­rýmanleg mann­legri reisn.

Þrátt fyrir að viðtöku­ríki lýsi yfir áætl­unum um aðgerðir gegn mansali eiga mansals­þo­lendur ríkari hættu en aðrir á að verða aftur fyrir barðinu á þeim er stunda mansal og nauð­ung­ar­vinnu séu þeir sendir aftur í sömu aðstæður.

Alþjóðlegir samningar

Í ljósi brott­vísunar einstak­linga sem eru mansals­þo­lendur bendir Íslands­deild Amnesty Internati­onal á þá alþjóð­legu mann­rétt­inda­samn­inga sem Ísland er aðili að og hefur full­gilt, m.a. Istan­búl­samn­inginn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heim­il­isof­beldi, Evrópu­ráðs­samninginn um aðgerðir gegn mansali, Kvennasamning Sameinuðu þjóð­anna og Mann­rétt­inda­sátt­mála Evrópu.

Þá er Ísland einnig aðili að Palermósamn­ingnum auk bókana við hann, þar á meðal bókunar til koma í veg fyrir, berjast gegn og refsa fyrir verslun með fólk, einkum konur og börn. Samkvæmt Istan­búl­samn­ingnum skulu aðild­ar­ríki gera nauð­syn­legar ráðstaf­anir, með laga­setn­ingu eða öðrum hætti, til að virða þá megin­reglu í samræmi við skyldur þjóða­réttar að vísa hælis­leit­anda ekki aftur þangað sem líf hans eða frelsi kann að vera í hættu. 

Aðild­ar­ríki skulu gera nauð­syn­legar ráðstaf­anir til að tryggja að konur sem verða fyrir ofbeldi og þarfnast verndar skuli, óháð stöðu þeirra eða búsetu, ekki undir neinum kring­um­stæðum vera sendar úr landi til nokkurs lands þar sem líf þeirra kann að vera í hættu eða þar sem þær gætu átt á hættu að sæta pynt­ingum, ómann­úð­legri eða vanvirð­andi meðferð eða refs­ingu.

Meðal markmiða samn­ings Evrópu­ráðsins um aðgerðir gegn mansali eru að koma í veg fyrir mansal og berjast gegn því og tryggja jafn­framt jafn­rétti kynj­anna, að standa vörð um mann­rétt­indi fórn­ar­lamba, og koma á heild­stæðu fyrir­komu­lagi til verndar og aðstoðar fórn­ar­lömbum og vitnum. Aðild­ar­ríki samn­ingsins skulu styðja við fórn­ar­lömb mansals með því bjóða þeim kamlega, sálræna og félagslega aðstoð. Aðstoðin skal fela í sér öruggt húsnæði, sálræna og efnislega aðstoð, aðgang að nauðsynlegri læknisaðstoð, túlkaþnustu og réttinda fórnarlamba sé gætt á öllum stigum málsmeðferðar hjá lögreglu og í ttarkerfinu.  
 

ákall til íslenskra stjórnvalda

Deildin áréttar jafn­framt mikil­vægi þess að tekið sé sérstakt tillit til stöðu og þarfa kvenna og stúlkna við mat á umsóknum um alþjóð­lega vernd á Íslandi. Kyn og kyngervi skiptir miklu máli þegar fjallað er um málefni flótta­fólks. Það er stað­reynd að staða kvenna í neyð og á flótta er sérstak­lega viðkvæm þar sem þær standa frammi fyrir fjöl­þættri mismunun, svo sem kynbund­inni mismunun og kynferð­is­legu ofbeldi.  

Með vísan til fram­an­greindra viðmiða, umfjöll­unar um aðstæður mansals­þo­lenda og einstak­lings­bund­inna aðstæðna umsækj­enda hvetur Íslands­deild Amnesty Internati­onal íslensk stjórn­völd til að endur­skoða harð­neskju­lega stefnu sína varð­andi brott­vís­anir þeirra umsækj­enda um alþjóð­lega vernd á Íslandi sem eru í sérstak­lega viðkvæmri stöðu, sbr. mansals­fórn­ar­lömb.  

Íslands­deild Amnesty Internati­onal kallar eftir því að íslensk stjórn­völd uppfylli alþjóð­legar skuld­bind­ingar sínar, skuld­bind­ingar sem stjórn­völd gengust sjálf­viljug undir með full­gild­ingu fram­an­greindra alþjóð­legra samn­inga, og bendir á að stjórn­völdum er skylt að taka ákvarð­anir í málum einstak­linga sem sækja um alþjóð­lega vernd á Íslandi með mannúð og mann­rétt­indi að leið­ar­ljósi. 

Lestu einnig