Yfirlýsing

5. nóvember 2022

Yfir­lýsing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal vegna brott­vísana umsækj­enda um alþjóð­lega vernd til Grikk­lands

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fordæmir brott­vís­anir íslenskra stjórn­valda á umsækj­endum um alþjóð­lega vernd sem þegar hafa fengið stöðu sína viður­kennda í Grikklandi. Deildin harmar hina ómann­úð­legu og vanvirð­andi meðferð stjórn­valda gagn­vart þessum viðkvæma hópi umsækj­enda um alþjóð­lega vernd sem sviptur var frelsi sínu og þving­aður úr landi aðfaranótt 3. nóvember sl.

Réttur flóttamanna

Íslands­deildin hefur ítrekað gagn­rýnt brott­vís­anir til Grikk­lands og stefnu íslenskra stjórn­valda um að taka ekki til efnis­legrar meðferðar mál einstak­linga í sérstak­lega viðkvæmri stöðu sem sótt hafa um alþjóð­lega vernd á Íslandi.

Í ár eru 74 ár síðan Mann­rétt­inda­yf­ir­lýsing Sameinuðu þjóð­anna var samþykkt. Í fjór­tándu grein hennar segir:

„Rétt skal mönnum vera að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum.“

Réttur flótta­manna er tryggður í alþjóða­samn­ingum og er þeirra mikil­væg­astur flótta­manna­samn­ingur Sameinuðu þjóð­anna frá árinu 1951.

Ríkis­stjórnir Evrópu­ríkja hafa á undan­förnum árum þróað með sér sameig­in­lega stefnu í málefnum flótta­fólks og gert ýmsar ráðstaf­anir sem takmarka aðgang flótta­fólks að yfir­ráða­svæði þeirra. Amnesty Internati­onal hefur ítrekað gagn­rýnt að hin evrópska samvinna í málefnum flótta­fólks hefur leitt til þess að almenn viðmið fram­kvæmda­ráðs Flótta­manna­stofn­unar Sameinuðu þjóð­anna eru ekki í heiðri höfð.

Samtökin hafa hvatt ríkis­stjórnir til að tryggja að aðgerðir þeirra og stefna grafi ekki undan þeirri vernd sem flótta­manna­samn­ingur Sameinuðu þjóð­anna og aðrir alþjóð­legir mann­rétt­inda­samn­ingar veita.

Aðstæður flóttafólks í Grikklandi

Það er mikið áhyggju­efni að íslensk stjórn­völd taka ítrekað umsóknir um alþjóð­lega vernd ekki til efnis­legrar meðferðar og senda þess í stað umsækj­endur aftur til fyrsta viðtöku­ríkis innan Schengen, sérstak­lega Grikk­lands. Aðbún­aður flótta­fólks í Grikklandi hefur verið gagn­rýndur af m.a. Flótta­manna­stofnun Sameinuðu þjóð­anna og Amnesty Internati­onal.

Fjöl­margar heim­ildir, svo sem skýrslur Evrópu­ráðsins, og mann­rétt­inda- og frjálsra félaga­sam­taka gefa til kynna að raun­veru­legar aðstæður flótta­fólks í Grikklandi séu óvið­un­andi.  

Íslenskum stjórn­völdum ber að taka umsókn um alþjóð­lega vernd til efnis­með­ferðar ef viðkom­andi hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæli annars með því. Með sérstökum ástæðum er átt við einstak­lings­bundnar ástæður er varða umsækj­anda sjálfan. Skal líta til þess hvort umsækj­andi muni eiga erfitt uppdráttar í viðtöku­ríki vegna alvar­legrar mismun­unar, svo sem ef ríkið útilokar viðkom­andi frá menntun, nauð­syn­legri heil­brigð­is­þjón­ustu, nauð­syn­legri þjón­ustu vegna fötl­unar, eða atvinnu­þátt­töku á grund­velli kynhneigðar, kynþáttar eða kyns eða ef umsækj­andi getur vænst þess að staða hans, í ljósi fram­an­greindra ástæðna, verði veru­lega síðri en staða almenn­ings í viðtöku­ríki.

Í nýlegum úrskurði kæru­nefndar útlend­inga­mála kemur bein­línis fram að það sé mat hennar að það sé ljóst af fyrir­liggj­andi gögnum að þeir einstak­lingar sem hlotið hafi alþjóð­lega vernd í Grikklandi lifi oft á jaðri samfé­lagsins og búi í sumum tilvikum við félags­lega einangrun.

Í öðrum úrskurði kæru­nefnd­ar­innar segir að einstak­lingar sem njóta alþjóð­legrar verndar í Grikklandi hafi að formi til ýmis rétt­indi þar í landi, sem ekki séu þó í öllum tilvikum virk, m.a. vegna álags á innviði í ríkinu. Samkvæmt skýrslu European Council on Refu­gees and Exciles (ECRE) frá því í júní 2021 hafa einstak­lingar með alþjóð­lega vernd mætt erfið­leikum við að fá útgefið skatt­númer hjá grískum stjórn­völdum. Útgáfa skatt­númers er grund­völlur þess að geta lifað og starfað löglega í Grikklandi og þess að einstak­lingar geti sótt sér aðstoð og rétt­indi hjá grískum stjórn­völdum. Skatt­núm­erið er forsenda þess að geta sótt um félags­lega aðstoð, til að vinna og til þess að gera samn­inga um leigu á húsnæði.

Einstak­lingar í sérstak­lega viðkvæmri stöðu

Í ljósi frétta­flutn­ings af brott­vísun fatlaðs einstak­lings sem glímir við alvarleg veik­indi og notast við hjóla­stól bendir Íslands­deild Amnesty Internati­onal á þá alþjóð­legu mann­rétt­inda­samn­inga sem Ísland er aðili að, m.a. samning Sameinuðu þjóð­anna um rétt­indi fatlaðs fólks og Mann­rétt­inda­sátt­mála Evrópu.

Samkvæmt fram­an­greindum samn­ingum skulu aðild­ar­ríki þeirra gera allar ráðstaf­anir til að vernda fólk, þar á meðal fatlaða einstak­linga, fyrir pynd­ingum eða annarri grimmi­legri, ómann­legri eða niður­lægj­andi meðferð eða refs­ingu.

Ekki má flytja umsækj­anda um alþjóð­lega vernd til viðtöku­ríkis ef veiga­mikil rök standa til þess að raun­veruleg hætta sé á að hann sæti þar eða við flutn­inginn ómann­úð­legri eða vanvirð­andi meðferð. Sú er staðan ef sinnu­leysi stjórn­valda viðtöku­ríkis hefur þær afleið­ingar að einstak­lingur sem að öllu leyti er háður stuðn­ingi ríkisins, t.d. vegna sérstak­lega viðkvæmrar stöðu, verður í slíkri stöðu sára­fá­tæktar að hann geti ekki mætt grund­vall­ar­þörfum sínum, og sem grefur undan líkam­legri og andlegri heilsu hans eða setur hann í aðstöðu sem er ósam­rýmanleg mann­legri reisn.

Deildin áréttar jafn­framt mikil­vægi þess að tekið sé sérstakt tillit til stöðu og þarfa kvenna og stúlkna við mat á umsóknum fólks um alþjóð­lega vernd. Kyn og kyngervi skiptir miklu máli þegar fjallað er um málefni flótta­fólks. Það er stað­reynd að staða kvenna í neyð og á flótta er sérstak­lega viðkvæm þar sem þær standa frammi fyrir fjöl­þættri mismunun, svo sem á kynbund­inni mismunun og kynferð­is­legu ofbeldi.

Með vísan til fram­an­greindra viðmiða, umfjöll­unar um aðstæður einstak­linga sem njóta alþjóð­legrar verndar í Grikklandi og einstak­lings­bund­inna aðstæðna hvetur Íslands­deild Amnesty Internati­onal íslensk stjórn­völd til að endur­skoða stefnu sína um að taka ekki til efnis­legrar meðferðar mál einstak­linga í sérstak­lega viðkvæmri stöðu sem sótt hafa um alþjóð­lega vernd á Íslandi.

Þá leggur deildin áherslu á að stjórn­völdum er skylt að taka ákvarð­anir í málum einstak­linga sem sækja um alþjóð­lega vernd með mannúð og mann­rétt­indi að leið­ar­ljósi.

Lestu einnig