Yfirlýsing

12. júní 2024

Yfir­lýsing ungl­iða­hreyf­inga vegna frum­varps um breyt­ingar á útlend­inga­lögum

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal hélt opinn fund síðast­liðinn fimmtudag, 6. júní. Á fund­inum var yfir­lýsing Andófs gegn nýju frum­varpi um breyt­ingar á útlend­inga­lögum lögð fram og ungl­iða­hreyf­ingin samþykkti yfir­lýs­inguna heils­hugar. Þrettán ungl­iða­hreyf­ingar skrifa undir yfir­lýs­inguna og leggja fram kröfu um að að allar laga­breyt­ingar séu gerðar með mann­rétt­indi að leið­ar­ljósi.  Hér að neðan má lesa yfir­lýs­inguna í heild sinni. 

 

Sameig­inleg yfir­lýsing ungmenna­fé­laga 

Enn og aftur höfum við sem ungmenni í landinu veru­legar áhyggjur af áfram­hald­andi neikvæðri þróun núver­andi ríkis­stjórnar í málefnum útlend­inga. Við krefj­umst þess að allar laga­breyt­ingar sem standa til skulu vera gerðar með mann­rétt­indi að leið­ar­ljósi. 

Við sem ungmenni á Íslandi fordæmum frum­varp um breyt­ingar á útlend­inga­lögum sem liggur fyrir Alþingi. 

Þann 4. júní 2024 var útlend­inga­frum­varp Guðrúnar Hafsteins­dóttur, dóms­mála­ráð­herra, afgreitt á fundi Alls­herjar- og mennta­mála­nefndar. Þriðja umræða um það mun svo fara fram á næstu dögum áður en þingið fer í frí. Mann­rétt­inda­samtök á borð við Rauða krossinn á Íslandi, Barna­heill, UNICEF á Íslandi, Umboðs­mann barna, ÖBÍ, Mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands og Íslands­deild Amnesty Internati­onal hafa fordæmt frum­varpið eins og það leggur sig. 

Frum­varpið leggur til að fækkað verði nefnd­ar­mönnum frá sjö í þrjá í kæru­nefnd útlend­inga­mála. Það hefur þær afleið­ingar að meira álag er sett á nefnd­ar­menn sem veldur minni skil­virkni og lengri afgreiðslu­tíma dval­ar­leyfa. Í dag sitja full­trúar frá Mann­rétt­inda­skrif­stofu Reykja­víkur og Mann­rétt­inda­stofnun Háskóla Íslands í nefnd­inni. Með laga­breyt­ingum myndi dóms­mála­ráð­herra skipa þrjá full­trúa í nefndina og ekki er tryggt að mismun­andi og fjöl­breytt sjón­ar­horn og þekking á mála­flokknum komi að borðinu. 

Virki­lega erfitt væri fyrir flótta­fólk að standast kröfur um fjöl­skyldusam­ein­ingu samkvæmt frum­varpinu. Í 6. og 7. gr. frum­varpsins er lagt til að nánustu aðstendur útlend­inga, sem hafa fengið viðbót­ar­vernd eða dval­ar­leyfi á grund­velli mannúðarsjónarmiða hér á landi, öðlist ekki rétt til fjölskyldusam­ein­ingar fyrr en eftir a.m.k. eitt ár og full­nægir eftir­far­andi skil­yrðum: hefur verið virkur þátttak­andi á vinnu­markaði í átta mánuði og uppfyllir skil­yrði um trygga fram­færslu, skil­yrði um íslenskukunnáttu og hefur til umráða íbúðarhúsnæði fyrir aðstand­endur sem sótt er um fjölskyldusam­ein­ing­ar­leyfi fyrir. Einnig er vert að taka fram að fjöldi leyfa fyrir fjöl­skyldusam­ein­ingar fara hækk­andi. Þó eru það eingöngu rúmlega 5% leyf­anna frá 2013 sem eru samein­ingar á vegum flótta­fólks og mann­úð­ar­leyf­is­hafa. Samt sem áður sjá íslensk stjórn­völd þörf á að setja sérreglur fyrir fólk á flótta þegar kemur að fjöl­skyldusam­ein­ingum. 

Fjöl­skyldusam­ein­ingar eru gríð­ar­lega mikil­vægar, sérstak­lega fyrir börn. Aðskiln­aður barna frá fjöl­skyldu sinni getur haft alvarleg áhrif á líf og þroska barnsins. Barna­sátt­máli Sameinuðu þjóð­anna er lögbundinn á Íslandi og stjórn­völdum ber lagaleg skylda til að fylgja honum. Stjórn­völd eiga að setja í forgang það sem barninu er fyrir bestu (3. gr.) og virða og tryggja öllum börnum þau rétt­indi sem kveðið er á um í Barna­sátt­mál­anum án mismun­unar gegn þeim né foreldra þeirra (2.gr.). Í 7. gr. sátt­málans er kveðið á um rétt barns á því að þekkja og njóta umönn­unar foreldra sinna. Samkvæmt 10. gr. Barna­sátt­málans kemur fram að stjórn­völdum beri að afgreiða beiðni barns eða foreldris þess um að koma til eða fara frá aðild­arríki svo þau geta haldið sambandi og verið saman. Barn sem á foreldra búsetta í mismun­andi ríkjum á rétt á því að viðhalda persónu­legum tengslum og beinu sambandi við báða foreldra með reglu­bundnum hætti. Íslensk stjórn­völd eru langt frá því að uppfylla þessar einföldu kröfur. 

Í frum­varpinu eru lagðar til breyt­ingar sem stofna rétt barna til að sameinast fjöl­skyldu sinni í hættu. Annars vegar er lagt til í frum­varpinu að þau sem hafi sótt um eða verið veitt vernd í öðrum aðild­ar­ríkjum Schengen-samstarfsins geti ekki fengið umsókn sína um vernd teknar til efnis­með­ferðar hér á landi á grund­velli „sérstakra tengsla“ þrátt fyrir að eiga fjöl­skyldu­meðlim sem hefur hér dval­ar­leyfi. Eins og greint var frá fyrir ofan er lagt til að einstak­lingar sem hafa hlotið alþjóð­lega vernd á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða eða viðbót­ar­vernd þurfa að uppfylla ákveðnar kröfu sem er nær ómögu­legt fyrir mörg að gera. 

,,Þetta mun augljós­lega geta haft þau áhrif að börn verði fjarri foreldrum sínum í langvarinn tíma áður en hægt yrði að leggja fram umsókn um slíka fjöl­skyldusam­ein­ingu. Oft yrði um það að ræða að börnin stæðu frammi fyrir sömu hættu í heimaríkinu yfir þann biðtíma sem var ástæðan fyrir flótta foreldr­isins. Enn fremur er ljóst að það getur haft slæmar afleið­ingar fyrir heil­brigði, þroska og öryggi barna að vera án umsjár foreldra sinna til langs tíma.” 

Umsögn Umboðs­mann barna um frum­varpið 

Þessar laga­breyt­ingar myndu valda lengri biðtíma barna til að sameinast fjöl­skyldu sinni. Það er okkar mat að umrætt frum­varp virði ekki ofan­greindar greinar sátt­málans og hugi ekki að því sem barninu er fyrir bestu. 

Í frum­varpinu er lagt til að stytta dval­ar­leyfi einstak­linga sem hljóta alþjóð­lega vernd veru­lega. Dval­ar­leyfi á grund­velli 1.mgr 37.gr, sem veitir viðkom­andi stöðu flótta­manns, væri stytt í þrjú ár í stað fjög­urra ára, dval­ar­leyfi á grund­velli 2.mgr. 37.gr, sem veitir viðkom­andi viðbót­ar­vernd vegna almenns ástands í heimaríki, verði tvö ár í stað fjög­urra ára, og dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða verði til eins árs í stað tveggja ára. Að stytta gild­is­tíma dval­ar­leyfa mun aðeins minnka skil­virkni og setja meira álag á stjórn­völd og Útlend­inga­stofnun vegna fjölgun umsókna um endur­nýjun á leyfi. 

Vert er að hafa í huga að einstak­lingar flýja ekki aðeins land sitt vegna stríðs­átaka, heldur einnig vegna lofts­lags­áhrifa, ofsókna vegna trúar­bragða, kynhneigðar og kyns svo eitt­hvað sé nefnt. Á heimsvísu neyðast stúlkur og konur til að flýja heima­land sitt vegna ótta við limlest­ingar, þvinguð hjóna­bönd og kynbundið ofbeldi. Lög um alþjóð­lega vernd þurfa að taka tillit til mismun­andi aðstæður einstak­linga. 

Hröðun málsmeð­ferð­artíma og lækkun kostn­aðar má ekki koma niður á grund­vall­arréttindum einstak­linga. 

Undir­rituð félög krefjast þess að ný útlend­ingalög verða samin í samráði við sérfræð­inga í mála­flokknum, mann­rétt­inda­samtök og hags­muna­aðila. Lög um alþjóð­lega vernd verða að vera gerð með mann­rétt­indi að leið­ar­ljósi. 

 

MANN­RÉTT­INDI YFIR PÓLITÍK 

Ungheill, ungmennaráð Barna­heilla 

Q-félag hinsegin stúd­enta 

Röskva- samtök félags­hyggju­fólks við Háskóla Íslands 

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal 

Háskóla­hreyfing Amnesty 

Femín­ista­félag Háskóla Íslands 

Antiras­ist­arnir 

Ungir umhverf­issinnar 

Ungmennaráð UNICEF 

Ungmennaráð UN women 

Ungt jafn­að­ar­fólk 

Ungir píratar 

Ungir sósí­al­istar 

 

Lestu einnig