Ísrael

Afnemum aðskilnaðarstefnuna

Millj­ónir Palestínubúa búa við kerf­is­bundna aðskiln­að­ar­stefnu Ísraela og með þessu grimmi­lega og fordóma­fulla kerfi er komið í veg fyrir að Palestínu­búar eignist heimili.

Í rúm 73 ár hafa Ísra­elar þvingað Palestínubúa á brott frá Ísrael og rifið niður þúsundir heimila þeirra sem hefur valdið þeim miklum áföllum og sárs­auka. Yfir 6 millj­ónir Palestínu­manna eru flótta­fólk og í dag eru a.m.k. 150 þúsund Palestínu­búar í mikilli hættu á að missa heimili sín. Ísrael hefur sett á og viðhaldið lögum og reglum sem kúga palestínskt fólk og tryggja yfirráð ísra­elskra gyðinga í Ísrael og á hernumdu svæðum Palestínu.

Meðal aðgerða Ísraels gegn Palestínu­búum eru eign­arnám og lög um skipu­lagsmál sem gera það að verkum að það er ómögu­legt fyrir marga Palestínubúa að byggja heimili. Það leiðir til niðurrifs heimila sem hafa verð byggð án bygg­ing­ar­leyfa sem Palestínu­búum er kerf­is­bundið neitað um að fá.

Aðskiln­að­ar­stefnan er glæpur gegn mannúð og miðar að því að viðhalda yfir­ráðum eins kynþáttar yfir öðrum með kerf­is­bundnum hætti. Í hverri viku verða Palestínu­búar fyrir þving­uðum brott­flutn­ingi og niðurrifi sem er sýnir hvernig Ísrael setur Palestínubúa í lægri stöðu heldur en ísra­elska gyðinga með kerf­is­bundnum hætti.

Nú er tími til kominn að berjast gegn þessu órétt­læti. Fyrsta skrefið er að láta í okkur heyra fyrir palestínskt fólk sem býr við aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels.

Í krafti fjöldans getum við brotið niður þetta kerfi, smám saman.

Krefstu þess að Ísra­elar stöðvi niðurrif heimila og þvingaða brott­flutn­inga Palestínubúa.

Nánar má lesa um málið hér.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.