Ísrael

Afnemum aðskilnaðarstefnuna

Millj­ónir Palestínubúa búa við kerf­is­bundna aðskiln­að­ar­stefnu Ísraela og með þessu grimmi­lega og fordóma­fulla kerfi er komið í veg fyrir að Palestínu­búar eignist heimili.

Í rúm 73 ár hafa Ísra­elar þvingað Palestínubúa á brott frá Ísrael og rifið niður þúsundir heimila þeirra sem hefur valdið þeim miklum áföllum og sárs­auka. Yfir 6 millj­ónir Palestínu­manna eru flótta­fólk og í dag eru a.m.k. 150 þúsund Palestínu­búar í mikilli hættu á að missa heimili sín. Ísrael hefur sett á og viðhaldið lögum og reglum sem kúga palestínskt fólk og tryggja yfirráð ísra­elskra gyðinga í Ísrael og á hernumdu svæðum Palestínu.

Meðal aðgerða Ísraels gegn Palestínu­búum eru eign­arnám og lög um skipu­lagsmál sem gera það að verkum að það er ómögu­legt fyrir marga Palestínubúa að byggja heimili. Það leiðir til niðurrifs heimila sem hafa verð byggð án bygg­ing­ar­leyfa sem Palestínu­búum er kerf­is­bundið neitað um að fá.

Aðskiln­að­ar­stefnan er glæpur gegn mannúð og miðar að því að viðhalda yfir­ráðum eins kynþáttar yfir öðrum með kerf­is­bundnum hætti. Í hverri viku verða Palestínu­búar fyrir þving­uðum brott­flutn­ingi og niðurrifi sem er sýnir hvernig Ísrael setur Palestínubúa í lægri stöðu heldur en ísra­elska gyðinga með kerf­is­bundnum hætti.

Nú er tími til kominn að berjast gegn þessu órétt­læti. Fyrsta skrefið er að láta í okkur heyra fyrir palestínskt fólk sem býr við aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels.

Í krafti fjöldans getum við brotið niður þetta kerfi, smám saman.

Krefstu þess að Ísra­elar stöðvi niðurrif heimila og þvingaða brott­flutn­inga Palestínubúa.

Nánar má lesa um málið hér.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ísrael

Stöðva þarf hópmorðið á Gaza

Ísrael fremur hópmorð á Palestínubúum á Gaza. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið (e. genocide). Í nýrri skýrslu Amnesty International, „You Feel Like You Are Subhuman”: Israel’s Genocide Against Palestinians in Gaza, er sýnt fram á að um hópmorð er að ræða á Palestínubúum á Gaza. 

Alþjóðlegt

Stöðvum drápsvélmenni

Yfirvöld og fyrirtæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálfstýringu þar sem ný tækni og gervigreind eru notuð. Slík “drápsvélmenni” gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landamæravörslu. Ákvarðanir sem snúast um líf og dauða ættu ekki að vera teknar af vélmennum. Hvetjum þjóðarleiðtoga heims til samningaviðræðna um ný alþjóðalög sem varða sjálfstýringu vopna.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Sambía

Læknir sóttur til saka fyrir samkynhneigð

Suwilanji Situmbeko læknir var sóttur til saka fyrir samkynhneigð og dæmdur í 15 ára fangelsi ásamt erfiðisvinnu. Skrifaðu undir ákall um að Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þrýsti á sambísk stjórnvöld um að ógilda dóminn yfir Suwilanji Situmbeko og láta hann lausan tafarlaust og án skilyrða.

Sádi-Arabía

Ísland beiti sér gegn skelfilegum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.