Ísrael

Afnemum aðskilnaðarstefnuna

Millj­ónir Palestínubúa búa við kerf­is­bundna aðskiln­að­ar­stefnu Ísraela og með þessu grimmi­lega og fordóma­fulla kerfi er komið í veg fyrir að Palestínu­búar eignist heimili.

Í rúm 73 ár hafa Ísra­elar þvingað Palestínubúa á brott frá Ísrael og rifið niður þúsundir heimila þeirra sem hefur valdið þeim miklum áföllum og sárs­auka. Yfir 6 millj­ónir Palestínu­manna eru flótta­fólk og í dag eru a.m.k. 150 þúsund Palestínu­búar í mikilli hættu á að missa heimili sín. Ísrael hefur sett á og viðhaldið lögum og reglum sem kúga palestínskt fólk og tryggja yfirráð ísra­elskra gyðinga í Ísrael og á hernumdu svæðum Palestínu.

Meðal aðgerða Ísraels gegn Palestínu­búum eru eign­arnám og lög um skipu­lagsmál sem gera það að verkum að það er ómögu­legt fyrir marga Palestínubúa að byggja heimili. Það leiðir til niðurrifs heimila sem hafa verð byggð án bygg­ing­ar­leyfa sem Palestínu­búum er kerf­is­bundið neitað um að fá.

Aðskiln­að­ar­stefnan er glæpur gegn mannúð og miðar að því að viðhalda yfir­ráðum eins kynþáttar yfir öðrum með kerf­is­bundnum hætti. Í hverri viku verða Palestínu­búar fyrir þving­uðum brott­flutn­ingi og niðurrifi sem er sýnir hvernig Ísrael setur Palestínubúa í lægri stöðu heldur en ísra­elska gyðinga með kerf­is­bundnum hætti.

Nú er tími til kominn að berjast gegn þessu órétt­læti. Fyrsta skrefið er að láta í okkur heyra fyrir palestínskt fólk sem býr við aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels.

Í krafti fjöldans getum við brotið niður þetta kerfi, smám saman.

Krefstu þess að Ísra­elar stöðvi niðurrif heimila og þvingaða brott­flutn­inga Palestínubúa.

Nánar má lesa um málið hér.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Síerra Leóne

Ólögmæt manndráp og pyndingar

Í ágúst árið 2022 sköpuðust óeirðir í nokkrum borgum Síerra Leóne, þar á meðal í höfuðborginni Freetown. Uppþotin orsökuðust af ýmsum þáttum, þeirra á meðal óánægju með stefnu stjórnvalda og efnahagskreppu. Alls létust sex lögregluþjónar og 20 mótmælendur og sjónarvottar í borgunum Freetown, Makeni og Kamakwie. Skrifaðu undir ákall um að yfirvöld í Síerra Leóne rannsaki atburðina og tryggi réttlæti.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.

Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er amerískur frumbyggi og aðgerðasinni. Hann hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 46 ár, þar af töluverðan tíma í einangrun. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvarandi heilsuvanda sem gæti dregið hann til dauða. Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, náði Leonard Peltier byggt á mannúðar og réttlætisforsendum, í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards, sem á ekki rétt á skilorði fyrr en 2024.

Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur verið beitt gegn skólastúlkum á grunnskóla- og menntaskólastigi. Sjálfstæðir fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlknaskóla víðsvegar um Íran. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfirvöld geri sjálfstæða, ítarlega og skilvirka rannsókn á eiturárásum gegn skólastúlkum.