Bandaríkin

Bandaríkin: Fordæmið aðgerðir Ísraels

Banda­ríkin verða að þrýsta á Ísrael að takast á við rót vandans og binda enda á mann­rétt­inda­brot og órétt­læti. Það er tími til kominn að þrýst sé á Ísrael að takast á við rót vandans á svæðinu, nú þegar heim­urinn horfir á stig­vax­andi átök milli Ísraels og hernumdu svæða Palestínu.

Þessi stig­vax­andi átök minna á fyrri árásir árið 2008, 2012 og 2014. Árás­irnar bitna verst á óbreyttum borg­urum, þar sem fjöldi fólks hefur látið lífið og gífur­legar eyði­legg­ingar hafa orðið á Gaza-svæðinu. Ísrael hefur lengi brotið á mann­rétt­indum þar sem óbreyttir borg­arar hafa verið myrtir, þúsundir særðir og tugi þúsunda hafa sætt nauð­ung­ar­flutn­ingum auk eyði­legg­ingar á innviðum, heim­ilum og atvinnu­rekstri. Þessi brot teljast til stríðs­glæpa og glæpa gegn mann­kyni. Palestínskir vopn­aðir hópar hafa einnig brotið gegn alþjóða­lögum og þar á meðal framið stríðs­glæpi.

Rót vandans á þessum mann­rétt­inda­brotum sem eiga sér stað núna er kerf­is­bundin mismunun, eign­ar­svipting og nauð­ung­ar­flutn­ingar sem Palestínu­búar hafa þurft að þola af hálfu Ísraels.

Ísra­elsk stjórn­völd hafa haldið tveimur millj­ónum Palestínubúa á Gaza-svæðinu í ólög­legri herkví síðast­liðin 14 ár, þar sem flæði fólks og varn­ings til og frá svæðinu er veru­lega hamlað. Fólkið þar býr í raun eins og í risa­stóru fang­elsi. Ísra­elsk stjórn­völd hafa­völdin og laga­lega skyldu til að afnema herkvína og leyfa íbúum Gaza að njóta rétt­inda sinna. Ísrael þarf að vernda óbreytta borgara og binda enda á þvingaða brott­flutn­inga, eyði­legg­ingu heimila og ólög­lega land­töku.

Á þessari stundu eru Palestínu­búar, þar á meðal í Sheikh Jarrah- hverfinu í Austur-Jerúsalem, að biðla til heims­byggð­ar­innar um að þrýsta á Ísrael að stöðva þvingaða brott­flutn­inga í hverfinu sínu og nauð­ung­ar­flutn­inga Palestínubúa.

Banda­ríkj­unum, helsta banda­lags­aðila Ísraels, ber skylda til að þrýsta á Ísrael að takast á við kerf­is­bundin mann­rétt­inda­brot gegn Palestínu­búum.

Krefstu þess að Banda­ríkin fordæmi opin­ber­lega stríðs­glæpi og önnur gróf mann­rétt­inda­brot á svæðinu, eins og stækkun land­töku­svæða Ísraels á hernumdu svæðum Palestínu, herkví á Gaza-svæðinu og þvingaða brott­flutn­inga Palestínubúa, eins og í Sheikh Jarrah.

Lestu nánar um ástandið hér

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Danmörk

Danmörk: Ekki senda flóttafólk aftur til Sýrlands

Dönsk yfirvöld staðhæfa að höfuðborgin Damaskus og nágrenni hennar séu örugg svæði í Sýrlandi. Þrátt fyrir að loftárásir og átök séu hætt á sumum svæðum, vofir enn hætta yfir þar sem sannanir eru fyrir því að pyndingar, þvinguð mannshvörf og varðhaldsvist eigi sér enn stað í landinu. Dönskum yfirvöldum er skylt að vernda sýrlenskt flóttafólk og verða að hætta við endursendingar flóttafólks til Sýrlands. Sýrlenska flóttafólkið flúði til Danmerkur til að forðast átök og ofsóknir. Það er ótækt að því sé skipað að snúa aftur í hættuna sem það flúði. Sýrlenska flóttafólkið þarf á vernd að halda. Þrýstu á utanríkisráðherra Danmerkur, Mathias Tesfaye, um að snúa við ákvörðunum um endursendingar sýrlensks flóttafólks og endurnýja landvistarleyfi þeirra.

Bandaríkin

Bandaríkin: Fordæmið aðgerðir Ísraels

Bandaríkin verða að þrýsta á Ísrael að takast á við rót vandans og binda enda á mannréttindabrot og óréttlæti. Það er tími til kominn að þrýst sé á Ísrael að takast á við rót vandans á svæðinu, nú þegar heimurinn horfir á stigvaxandi átök milli Ísraels og hernumdu svæða Palestínu. Rót vandans á þessum mannréttindabrotum sem eiga sér stað núna er kerfisbundin mismunun, eignarsvipting og nauðungarflutningar sem Palestínubúar hafa þurft að þola af hálfu Ísraels.

Gvatemala

Gvatemala: Frelsið umhverfisverndarsinnann Bernardo Caal

Bernardo Caal Xol var sviptur frelsi fyrir tveimur árum síðan. Hann er ranglega fangelsaður vegna friðsamlegra aðgerða hans til að vernda landsvæði í Alta Verapaz sem er í norðurhluta Gvatemala. Bernardo er samviskufangi og á ekki að vera sviptur frelsi sínu fyrir að mótmæla ágangi gegn náttúrunni með friðsömum hætti. Krefstu þess að ríkissaksóknari grípi til viðeigandi aðgerða til að leysa Bernardo úr haldi og rannsaka hverjir áttu þátt í ólögmætri handtöku hans.

Nígería

Nígería: Aðgerðasinnar í haldi 

Aðgerðasinnarnir Larry Emmanuel og Victor Anene Udoka mótmæltu spillingu og bágri stöðu mannréttinda í Nígeríu þann 5. apríl síðastliðinn og hafa verið í ólögmætu varðhaldi síðan. Þeir eru í haldi fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsi sitt og rétt sinn til að mótmæla með friðsömum hætti. Skrifaðu undir og krefstu þess að Larry Emmanuel og Victor Anene Udoka verði tafarlaust látnir lausir án skilyrða.

Rússland

Rússland: Frelsið Aleksei Navalny

Heilsu Aleksei Navalny fer hrakandi með hverjum degi á meðan hann er í fangelsi. Navalny hefur greint frá því að honum sé meinuð læknisaðstoð og meinaður svefn þar sem fangaverðir vekja hann á klukkutíma fresti á hverri nóttu. Rússlandi ber skylda til að virða og vernda rétt fanga til lífs og heilsu og vernda þá gegn pyndingum og annarri illri meðferð. Þrýstu á Vladimir Putin forseta Rússlands að leysa Aleksei Navalny tafarlaust úr haldi og tryggja að hann fái trausta læknisaðstoð á meðan hann er í fangelsi.

Alþjóðlegt

Amazon: Leyfið starfsfólki að ganga í stéttarfélag 

Í kórónuveirufaraldrinum hefur hagnaður netsölurisans Amazon aukist gríðarlega og forstjórinn Jeff Bezos telst nú með ríkustu mönnum heims. Á sama tíma er heilsu starfsfólks fyrirtækisins ógnað vegna óöruggra vinnuskilyrða á tímum faraldursins. Til að koma í veg fyrir að starfsfólki nýti rétt sinn til að mynda eða ganga í stéttarfélag hefur starfsfólk verið rekið eða ávítt í kjölfar kvartana út af skertum vinnuskilyrðum. Sýndu starfsfólki Amazon stuðning með undirskrift þinni. 

Bangladess

Bangladess: Gefum Róhingjum rödd

Kórónuveirufaraldurinn hefur gert aðstæður Róhingja í flóttamannabúðum Cox Bazar í Bangladess enn þungbærari. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er skert vegna tungumálaörðugleika, illrar meðferðar frá heilbrigðisstarfsfólki og ófullnægjandi aðgengi upplýsinga um þá heilbrigðisþjónustu sem stendur til boða. Þrýstu á stjórnvöld í Bangladess og alþjóðasamfélagið að tryggja þátttöku Róhingja flóttafólks í ákvarðanatöku sem snýr að þeirra eigin lífi til að tryggt sé að mannréttindi þeirra séu vernduð.

Hondúras

Hondúras: Réttlætis krafist í morðmáli Bertu Cáceres

Berta Cáceres var myrt að nóttu til þann 2. mars 2016 á heimili sínu í Intibucá í Hondúras. Berta Cáceres var hugrökk baráttukona fyrir mannréttindum sem hætti lífi sínu til að verja rétt Lenca-fólksins, heimahaga sinna og náttúruauðlindanna sem þar finnast. Fyrir fjölskyldu Bertu verður réttlætinu ekki fullnægt fyrr en allir sem viðriðnir voru morðið hafa verið sóttir til saka og sannleikurinn leiddur í ljós.

Kína

Kína: Leyfið fjölskyldusameiningu Úígúra

Aðför Kína gegn minnihlutahóp Úígúra í Xinjiang-héraði hefur leitt til þess að foreldrar hafa orðið viðskila við börn sín. Með þinni undirskrift getum við komið í veg fyrir aðskilnað barna frá foreldrum sínum. Saga þessarar fjölskyldu er ekki einstök. Foreldrar sem eru í minnihlutahóp Úígúra og búsettir erlendis þurftu mörg hver að skilja eitt eða fleiri börn eftir í umsjá ættingja í Xinjiang. Sumir þessara foreldra hafa svo komist að því að börnin hafa verið flutt nauðug á ríkisrekin munaðarleysingjahæli eða heimavistarskóla í kjölfarið af handtöku ættingjanna. Krefstu þess að kínversk stjórnvöld leyfi Úígúrum búsettum erlendis að fá börnin til sín.