Bandaríkin

Bandaríkin: Verndið réttinn til þungunarrofs

Hæstiréttur Banda­ríkj­anna hefur snúið við fordæmi dóms sem verndaði réttinn til þung­un­ar­rofs í landinu. Krefstu þess að ríkis­stjórar í öllum ríkjum Banda­ríkj­anna komi í veg fyrir þung­un­ar­rofs­bann og verndi réttinn til þung­un­ar­rofs. 

Dómur hæsta­réttar leiðir til þess að ríki Bandaríkjanna ráða því sjálf hvort þau leyfi þung­un­arrof eða ekki. Í kjölfar dómsins hafa 26 ríki í Banda­ríkj­unum, fleiri en helm­ingur ríkja í landinu, þegar lagt bann á þung­un­arrof eða eru við það að gera það.  

Það er á hreinu að dómurinn er mikil afturför í mann­rétt­inda­bar­átt­unni. 

Aðgengi að þung­un­ar­rofi eru mann­rétt­indi. Samkvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum hafa allir rétt á að lifa, rétt á heilsu og rétt á að lifa frjálsir gegn ofbeldi, mismunun, pynd­ingum eða annarri illri meðferð. Það er brot á þessum rétt­indum að neyða einstak­linga til að halda áfram meðgöngu gegn vilja þeirra, hver sem ástæðan er.  

Þung­un­arrof verður að vera löglegt, öruggt og aðgengi­legt fyrir alla.  

Annars staðar í heim­inum, þar á meðal í Suður-Ameríku, er verið að auka aðgengi fólks að þung­un­ar­rofi.

Skrifaðu undir og krefstu þess að Banda­ríkin þrengi ekki að mann­rétt­indum með banni við þung­un­ar­rofi.

 

Lestu meira: Niður­staða hæsta­réttar markar grimmileg þátta­skil

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.