Marokkó

Fræðimaður í varðhaldi að geðþótta

Maati Monjib, marokkóskur fræði­maður og mann­rétt­indasinni, var hand­tekinn þann 29. desember 2020 veit­inga­stað í Rabat, höfuð­borg Marokkó. Síðan þá hefur hann verið í varð­haldi að geðþótta. Hann og fjöl­skylda hans hafa legið undir ásök­unum um peninga­þvætti og hefur rann­skókn á því máli staðið yfir síðan 7. október 2020. Rann­sóknin er enn ein tilraunin til að kúga Maati Monjib vegna gagn­rýni hans á stjórn­völd og ötula vinnu hans í þágu tján­ing­ar­frelsis í Marokkó. Maati Monjib er samviskufangi og verður að leysa hann úr haldi án tafar!

Maati Monjib er ötull tals­maður tján­ing­ar­frelsis í Marokkó. Hann er stofn­andi og meðlimur fjölda óháðra samtaka sem berjast fyrir mann­rétt­indum og rétt­inum til tján­ingar. Hann hefur farið víða til að fræða aðra um mála­flokkinn. Stjórn­völd hafa áður reynt að þagga niður í honum. Árið 2015 sætti hann rann­sókn og ákæru, ásamt sex öðrum, þar sem stjórn­völd ásökuðu hópinn um að „ógna öryggi ríkisins með áróðri sem gæti dregið úr holl­ustu og tryggð borgara sem þeim ber að hafa gagn­vart ríkinu og stofn­unum þess“.

Í október 2019 greindi Amnesty Internati­onal frá að því að Maati Monjib og mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­urinn Abdessadak El Bouchattaoui hefðu sætt ólög­legu eftir­liti frá árinu 2017 af hálfu stjórn­valda.

Maati Monjib gæti átt yfir höfði sér fimm ára fang­elsi fyrir mann­rétt­inda­bar­áttu sína.

Skrifaðu undir og krefstu þess að Maati Monjib verði skil­yrð­is­laust látinn laus núna strax!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.