Marokkó

Fræðimaður í varðhaldi að geðþótta

Maati Monjib, marokkóskur fræði­maður og mann­rétt­indasinni, var hand­tekinn þann 29. desember 2020 veit­inga­stað í Rabat, höfuð­borg Marokkó. Síðan þá hefur hann verið í varð­haldi að geðþótta. Hann og fjöl­skylda hans hafa legið undir ásök­unum um peninga­þvætti og hefur rann­skókn á því máli staðið yfir síðan 7. október 2020. Rann­sóknin er enn ein tilraunin til að kúga Maati Monjib vegna gagn­rýni hans á stjórn­völd og ötula vinnu hans í þágu tján­ing­ar­frelsis í Marokkó. Maati Monjib er samviskufangi og verður að leysa hann úr haldi án tafar!

Maati Monjib er ötull tals­maður tján­ing­ar­frelsis í Marokkó. Hann er stofn­andi og meðlimur fjölda óháðra samtaka sem berjast fyrir mann­rétt­indum og rétt­inum til tján­ingar. Hann hefur farið víða til að fræða aðra um mála­flokkinn. Stjórn­völd hafa áður reynt að þagga niður í honum. Árið 2015 sætti hann rann­sókn og ákæru, ásamt sex öðrum, þar sem stjórn­völd ásökuðu hópinn um að „ógna öryggi ríkisins með áróðri sem gæti dregið úr holl­ustu og tryggð borgara sem þeim ber að hafa gagn­vart ríkinu og stofn­unum þess“.

Í október 2019 greindi Amnesty Internati­onal frá að því að Maati Monjib og mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­urinn Abdessadak El Bouchattaoui hefðu sætt ólög­legu eftir­liti frá árinu 2017 af hálfu stjórn­valda.

Maati Monjib gæti átt yfir höfði sér fimm ára fang­elsi fyrir mann­rétt­inda­bar­áttu sína.

Skrifaðu undir og krefstu þess að Maati Monjib verði skil­yrð­is­laust látinn laus núna strax!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Nígería

Nígería: Fellið úr gildi Twitter-bann

Stjórnvöld í Nígeríu bönnuðu Twitter þann 4. júní í landinu og skipuðu netþjónustufyrirtækjum að loka fyrir Twitter. Fjölmiðlar þurftu einnig að loka Twitter-reikningum sínum. Þessar aðgerðir brjóta á tjáningarfrelsinu, fjölmiðlafrelsi og skerða aðgengi að upplýsingum. Friðsamir mótmælendur hafa mætt ofbeldisfullum aðgerðum af hálfu nígerískra yfirvalda og nú á einnig að þagga niður í röddum þeirra á netinu.

Hong Kong

Hong Kong: 64 einstaklingar ákærðir á grundvelli óljósra þjóðaröryggislaga

Þjóðaröryggislög tóku gildi þann 30. júní 2020 í Hong Kong. Skilgreiningin á „þjóðaröryggi“ er óljós í lögunum og þeim hefur verið beitt að geðþótta til að skerða tjáningar-og fundafrelsið og bæla niður alla stjórnarandstöðu. Nú þegar hafa 118 einstaklingar verið handteknir á grundvelli laganna, þar af þrír undir 18 ára aldri og 64 hafa verið ákærðir. Sumir standa frammi fyrir lífstíðarfangelsi.

Alsír

Alsír: Verjum réttinn til að mótmæla

Alsírsk stjórnvöld nýta sér kórónuveirufaraldurinn til að herja á aðgerðasinna, fangelsa stjórnarandstæðinga og þagga niður í fjölmiðlum. Það verður að leysa úr haldi alla einstaklinga sem er haldið fyrir það eitt að nýta sér rétt til tjáningar og friðsamlegra mótmæla. Það verður einnig að fella niður ákærur á hendur þeim. Skrifaðu undir ákall Amnesty International til verndar tjáningarfrelsinu í Alsír og krefstu þess að alsírsk stjórnvöld stöðvi varðhöld að geðþótta á Hirak-mómælendum og leysi friðsamlega mótmælendur tafarlaust úr haldi án skilyrða.