Marokkó

Fræðimaður í varðhaldi að geðþótta

Maati Monjib, marokkóskur fræði­maður og mann­rétt­indasinni, var hand­tekinn þann 29. desember 2020 veit­inga­stað í Rabat, höfuð­borg Marokkó. Síðan þá hefur hann verið í varð­haldi að geðþótta. Hann og fjöl­skylda hans hafa legið undir ásök­unum um peninga­þvætti og hefur rann­skókn á því máli staðið yfir síðan 7. október 2020. Rann­sóknin er enn ein tilraunin til að kúga Maati Monjib vegna gagn­rýni hans á stjórn­völd og ötula vinnu hans í þágu tján­ing­ar­frelsis í Marokkó. Maati Monjib er samviskufangi og verður að leysa hann úr haldi án tafar!

Maati Monjib er ötull tals­maður tján­ing­ar­frelsis í Marokkó. Hann er stofn­andi og meðlimur fjölda óháðra samtaka sem berjast fyrir mann­rétt­indum og rétt­inum til tján­ingar. Hann hefur farið víða til að fræða aðra um mála­flokkinn. Stjórn­völd hafa áður reynt að þagga niður í honum. Árið 2015 sætti hann rann­sókn og ákæru, ásamt sex öðrum, þar sem stjórn­völd ásökuðu hópinn um að „ógna öryggi ríkisins með áróðri sem gæti dregið úr holl­ustu og tryggð borgara sem þeim ber að hafa gagn­vart ríkinu og stofn­unum þess“.

Í október 2019 greindi Amnesty Internati­onal frá að því að Maati Monjib og mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­urinn Abdessadak El Bouchattaoui hefðu sætt ólög­legu eftir­liti frá árinu 2017 af hálfu stjórn­valda.

Maati Monjib gæti átt yfir höfði sér fimm ára fang­elsi fyrir mann­rétt­inda­bar­áttu sína.

Skrifaðu undir og krefstu þess að Maati Monjib verði skil­yrð­is­laust látinn laus núna strax!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Nígería

Nígería: Aðgerðasinnar í haldi 

Aðgerðasinnarnir Larry Emmanuel og Victor Anene Udoka mótmæltu spillingu og bágri stöðu mannréttinda í Nígeríu þann 5. apríl síðastliðinn og hafa verið í ólögmætu varðhaldi síðan. Þeir eru í haldi fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsi sitt og rétt sinn til að mótmæla með friðsömum hætti. Skrifaðu undir og krefstu þess að Larry Emmanuel og Victor Anene Udoka verði tafarlaust látnir lausir án skilyrða.

Rússland

Rússland: Frelsið Aleksei Navalny

Heilsu Aleksei Navalny fer hrakandi með hverjum degi á meðan hann er í fangelsi. Navalny hefur greint frá því að honum sé meinuð læknisaðstoð og meinaður svefn þar sem fangaverðir vekja hann á klukkutíma fresti á hverri nóttu. Rússlandi ber skylda til að virða og vernda rétt fanga til lífs og heilsu og vernda þá gegn pyndingum og annarri illri meðferð. Þrýstu á Vladimir Putin forseta Rússlands að leysa Aleksei Navalny tafarlaust úr haldi og tryggja að hann fái trausta læknisaðstoð á meðan hann er í fangelsi.

Alþjóðlegt

Amazon: Leyfið starfsfólki að ganga í stéttarfélag 

Í kórónuveirufaraldrinum hefur hagnaður netsölurisans Amazon aukist gríðarlega og forstjórinn Jeff Bezos telst nú með ríkustu mönnum heims. Á sama tíma er heilsu starfsfólks fyrirtækisins ógnað vegna óöruggra vinnuskilyrða á tímum faraldursins. Til að koma í veg fyrir að starfsfólki nýti rétt sinn til að mynda eða ganga í stéttarfélag hefur starfsfólk verið rekið eða ávítt í kjölfar kvartana út af skertum vinnuskilyrðum. Sýndu starfsfólki Amazon stuðning með undirskrift þinni.  

Bangladess

Bangladess: Gefum Róhingjum rödd

Kórónuveirufaraldurinn hefur gert aðstæður Róhingja í flóttamannabúðum Cox Bazar í Bangladess enn þungbærari. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er skert vegna tungumálaörðugleika, illrar meðferðar frá heilbrigðisstarfsfólki og ófullnægjandi aðgengi upplýsinga um þá heilbrigðisþjónustu sem stendur til boða. Þrýstu á stjórnvöld í Bangladess og alþjóðasamfélagið að tryggja þátttöku Róhingja flóttafólks í ákvarðanatöku sem snýr að þeirra eigin lífi til að tryggt sé að mannréttindi þeirra séu vernduð.

Hondúras

Hondúras: Réttlætis krafist í morðmáli Bertu Cáceres

Berta Cáceres var myrt að nóttu til þann 2. mars 2016 á heimili sínu í Intibucá í Hondúras. Berta Cáceres var hugrökk baráttukona fyrir mannréttindum sem hætti lífi sínu til að verja rétt Lenca-fólksins, heimahaga sinna og náttúruauðlindanna sem þar finnast. Fyrir fjölskyldu Bertu verður réttlætinu ekki fullnægt fyrr en allir sem viðriðnir voru morðið hafa verið sóttir til saka og sannleikurinn leiddur í ljós.

Kína

Kína: Leyfið fjölskyldusameiningu Úígúra

Aðför Kína gegn minnihlutahóp Úígúra í Xinjiang-héraði hefur leitt til þess að foreldrar hafa orðið viðskila við börn sín. Með þinni undirskrift getum við komið í veg fyrir aðskilnað barna frá foreldrum sínum. Saga þessarar fjölskyldu er ekki einstök. Foreldrar sem eru í minnihlutahóp Úígúra og búsettir erlendis þurftu mörg hver að skilja eitt eða fleiri börn eftir í umsjá ættingja í Xinjiang. Sumir þessara foreldra hafa svo komist að því að börnin hafa verið flutt nauðug á ríkisrekin munaðarleysingjahæli eða heimavistarskóla í kjölfarið af handtöku ættingjanna. Krefstu þess að kínversk stjórnvöld leyfi Úígúrum búsettum erlendis að fá börnin til sín.