Marokkó og Vestur-Sahara

Arab­a­vorið, bylgja mótmæla í Miðaust­ur­löndum sem hófst í lok árs 2010, náði einnig til Marokkó. Þúsundir mótmæl­enda fóru út á götur í febrúar 2011 til að kalla eftir lýðræði, umbótum á stjórn­ar­skrá og enda­lokum spill­ingar. Konung­urinn í Marokkó lofaði umbótum og að mann­rétt­indi yrðu virt. Gerðar voru breyt­ingar á stjórn­ar­skránni en konungur og herinn héldu áfram völdum. Fjöl­margir samviskufangar voru leystir úr haldi það ár en aðrir voru hand­teknir.

Tján­ing­ar­frelsi hefur átt undir högg að sækja þrátt fyrir þessar umbætur, meðal annars hefur fólk verið hand­tekið fyrir að gagn­rýna konunginn eða konungs­veldið. Yfir­völd í Marokkó herja enn á fjöl­miðla­fólk, bloggara, lista­fólk og aðgerða­sinna fyrir að tjá skoð­anir sínar á frið­saman máta. Tján­ing­ar­frelsi var skert enn frekar með nýjum lögum í mars 2020. Funda- og félaga­frelsi er einnig takmarkað þar í landi. Komið var í veg fyrir starf­semi hópa sem gagn­rýndu stjórn­völd og óhóf­legri og ónauð­syn­legri vald­beit­ingu var beitt gegn mótmælum í Marokkó og Vestur-Sahara árið 2019.

Kórónuveirufaraldurinn

Fjöldi einstak­linga er í haldi fyrir að nýta sér tján­ing­ar­frelsi sitt á frið­saman máta, þar á meðal rapp­arar, blogg­arar og fjöl­miðla­fólk.

Búast má við fleiri slíkum málum því í mars 2020, í miðjum kórónu­veirufar­aldri, voru samþykkt lög með óskýrum skil­grein­ingum á „fölskum fréttum“ og bjóða lögin upp á enn frekari ritskoðun og skerð­ingu á tján­ing­ar­frelsi.

Dreifing „falskra frétta“ í þeim tilgangi að skaða „þjóðarör­yggi“ getur varðað allt að fimm ára fang­elsi. Svipuð lög voru einnig sett á í Alsír mánuði síðar. Í sama mánuði voru einnig sett neyð­arlög þar sem meðal annars má ekki „sporna gegn ákvörð­unum“ stjórn­valda í lýðheilsu­málum í rituðu máli eða mynd­efni.

Þessi aðför að tján­ing­ar­frelsi er áhyggju­efni á tímum kórónu­veirufar­ald­ursins þegar almenn­ingur þarf einna helst að fá óhindr­aðan aðgang að upplýs­ingum um farald­urinn og aðgerðir stjórn­valda. Þess í stað nota stjórn­völd farald­urinn til að þagga niður í gagn­rýn­endum stjórn­valda. Besta leiðin gegn fölskum og misvís­andi upplýs­ingum er að tryggja að fólk hafi aðgang að gagn­reyndum og trúverð­ugum upplýs­ingum en ekki að setja fólk í fang­elsi fyrir að tjá skoðun sína eða ritskoða samfé­lags­miðla.

Í lok mars 2020 handtók lögreglan 56 einstak­linga fyrir birt­ingu „falskra upplýs­inga“ um COVID-19 samkvæmt upplýs­ingum frá skrif­stofu ríkis­sak­sóknara í Marokkó.

Refsingar fyrir að nýta tjáningarfrelsið

Fjöl­mörg dæmi eru um að herjað sé á fólk fyrir að nýta tján­ing­ar­frelsi sitt í Marokkó. Fólk hefur verið hand­tekið, ákært, dæmt eða jafnvel reynt að njósna um það til að þagga niður í því.

Amnesty Internati­onal hefur skráð fjöl­mörg mál fjöl­miðla­fólks og mann­rétt­inda­frömuða sem hefur verið stefnt, það saksótt og hand­tekið í Marokkó fyrir færslur eða mynd­bönd á samfé­lags­miðlum.

Dómar árið 2019:

 • Blogg­arinn, Sofian al-Nguad, var dæmdur í tveggja ára fang­elsi í febrúar 2019 fyrir að birta færslu á netinu þar sem yfir­völd voru gagn­rýnd.
 • Rapp­arinn Mohamed Mounir, þekktur sem Gnawi, var dæmdur í eins árs fang­elsi auk sektar í nóvember 2019 fyrir að „móðga embætt­is­fólk“.
 • Aðgerðasinni í Vestur-Sahara, Ali Al Saadouni, var hand­tekinn í apríl 2019 fyrir að birta mynd­band á netinu þar sem aðgerða­sinnar reistu fána Polis­ario Front-hreyf­ing­ar­innar sem berst fyrir sjálf­stæði Vestur-Sahara.
 • Blaða­konan Nazha El Khalidi fékk sekt sem samsvarar 50 þúsundum íslenskra króna á árinu 2019 fyrir að birta mynd­band í beinni á Face­book af mótmælum árið 2018 án umboðs fjöl­miðils.
 • Í nóvember var Mahfouda Bamba Lefkir, aðgerðasinni, dæmd í sex mánaða fang­elsi fyrir að „móðga embætt­is­mann“ vegna mismælis við dómara.

Herjað á gagnrýnendur stjórnvalda á netinu

Stjórn­völd hafa herjað enn frekar á frið­sama gagn­rýn­endur stjórn­valda á netinu. Frá nóvember 2019 til janúar 2020 voru tíu einstak­lingar, þar á meðal fjöl­miðla­fólk og tveir rapp­arar, hand­teknir að geðþótta og dæmdir í fang­elsi fyrir að nýta tján­ing­ar­frelsi sitt vegna ásakana um „að móðga embætt­is­fólk og stofn­anir“. Sjö þeirra voru enn í fang­elsi í apríl 2020. Fjórir voru ásak­aðir um að „móðga konunginn eða konungs­veldið“. Lengsti fang­els­is­dóm­urinn var fjögur ár.

Meðal dæmdra voru eftir­far­andi:

 • Mohamed Sekkaki, þekktur undir nafninu Moul El Kaskita, var hand­tekinn í desember 2019 nokkrum dögum eftir að hann birti mynd­band á Youtube þar sem hann gagn­rýndi konunginn. Hann var dæmdur í fjög­urra ára fang­elsi auk sektar.
 • Ayoub Mahfoud var aðeins 18 ára þegar hann var hand­tekinn í desember 2019 fyrir færslu á samfé­lags­miðlum. Hann var sakaður um að „móðga embætt­is­fólk og stofn­anir“. Hann var dæmdur í fjög­urra ára fang­elsi auk sektar. Ayoub var leystur úr haldi tíma­bundið í janúar 2020 á meðan áfrýjað er í máli hans.
 • Rapp­arinn Hamza Sabaar, þekktur undir nafninu STALiN, var hand­tekinn í lok desember og sakfelldur nokkrum dögum síðar og dæmdur í þriggja ára fang­elsi fyrir rapplag sem hann gaf út á Youtube. Í laginu gagn­rýndi hann versn­andi félags­legt og efna­hags­legt ástandi í landinu. Í janúar 2020 var dómur hans síðan mild­aður í átta mánaða fang­elsi.
 • Blaða­mað­urinn, Omar Radi, var hand­tekinn í lok desember fyrir tíst þar sem hann gagn­rýndi dóms­kerfið fyrir stað­fest­ingu á dómi gegn mótmæl­endum í tengslum við mótmæli á Rif-svæðinu árið 2017. Omar hlaut fjög­urra mánaða skil­orðs­bundinn dóm auk sektar í mars 2020.
 • Abdelali Bahmad, öðru nafni Ghassan Bouda, var dæmdur í tveggja ára fang­elsi auk sektar fyrir að „móðga konungs­veldið“. Vísað var í fjórar færslur á Face­book. Í einni færsl­unni var mótmæl­endum sem voru dæmdir fyrir mótmæli á Rif-svæðinu 2017 sýndur stuðn­ingur.

Yfir­völd hafa haldið áfram að herja á aðgerða­sinnum í kórónu­veirufar­aldr­inum. Amnesty Internati­onal hefur skráð mál fimm einstak­linga sem voru hand­teknir í apríl og maí 2020 fyrir færslur á samfé­lags­miðlum í tengslum við kórónu­veirufar­ald­urinn:

 • Mann­rétt­inda­fröm­uð­urinn Omar Naji var hand­tekinn í apríl 2020 á grund­velli ákvæðis í lögum þar sem vísað er í bann við „dreif­ingu falskra ásakana eða lyga í þeim tilgangi að valda einka­lífi annarra skaða eða til ærumeið­ingar“. Viku áður hafði Omar Naji sett athuga­semd á Face­book um lögreglu­mann sem gerði vörur götu­sala upptækar til dreif­ingar til frjálsra félaga­sam­taka. Hann var leystur úr haldi daginn eftir og bíður rétt­ar­halda.
 • Í maí 2020 var aðgerðasinninn Abdessadek Benazzouzi hand­tekinn í tengslum við tvær færslur á Face­book þar sem hann gagn­rýndi stjórn­völd meðal annars fyrir spill­ingu við dreif­ingu hjálp­ar­gagna í kórónu­veirufar­aldr­inum.

 

Reynt að njósna um aðgerða­sinna

Ítrekað hefur verið reynt að njósna um tvo aðgerða­sinna, Maati Monjib og Abdessadak El Bouchattaoui, frá árinu 2017 með hugbúnaði frá ísra­elska fyrir­tækinu NSO Group. Maatti Monjib var hand­tekinn í desember 2020 fyrir störf sín í þágu tján­ing­ar­frelsins. Lestu nánar um ákall í máli hans hér.

Átta aðgerða­sinnar lögðu fram kvörtun til persónu­verndar árið 2019 vegna þess að herjað var á þá með hugbún­að­inum. Fyrir­tækið NSO Group er þekkt fyrir að selja eingöngu stjórn­völdum hugbún­aðinn sem leiðir líkum að því að marokkósk yfir­völd hafi staðið að baki njósnum í umræddum tilvikum.

Amnesty Internati­onal gaf út skýrslu í júní 2020 þar sem kom einnig fram að njósnað væri um Omar Radi, aðgerða­sinna og blaða­mann, frá janúar 2019 til janúar 2020. Byrjað var að njósna um Omar þremur dögum eftir að NSO Group gaf út stefnu um mann­rétt­indi. Eftir að skýrslan kom út var Omar ítrekað áreittur af stjórn­völdum og loks hand­tekinn þann 29. júlí 2020 og ákærður. Sjá nánar ákall Amnesty Internati­onal í máli Omar Radi.

Funda-og félagafrelsi

Fundafrelsi

Funda­frelsi er takmörk­unum sett í Marokkó. Eitt af stærri dóms­málum gegn mótmæl­endum síðustu ár er í tengslum við Hirak El-Rif mótmælin, sem hófust árið 2016 á Rif-svæðinu í norð­ur­hluta landsins, í kjölfar dauða fisksala af völdum lögreglu­of­beldis. Frá maí til júlí 2017 hand­tóku örygg­is­sveitir hundruð mótmæl­enda, þar á meðal börn, fyrir þátt­töku í mótmæl­unum þar sem krafist var betra samfé­lags. Í upphafi voru 54 dregnir fyrir dóm en 11 fengu náðun.

Á árinu 2019 var dómur yfir hinum 43 einstak­ling­unum stað­festur en þeir höfðu verið dæmdir í kjölfar ósann­gjarna rétt­ar­halda. Nasser Zefzafi, leið­togi Hirak El-Rif-hreyf­ing­ar­innar, var dæmdur í 20 ára fang­elsi meðal annars fyrir að „grafa undan þjóðarör­yggi“. Í október 2019 bönnuðu stjórn­völd mótmæli til minn­ingar um fisksalann sem var upphafið af Hirak El-Rif mótmæl­unum.

 

Í mótmælum árið 2019 beitti lögregla einnig óhóf­legri og ónauð­syn­legri vald­beit­ingu gegn frið­sömum mótmælum kennara í Rabat sem kölluðu eftir betri vinnu­að­stæðum en lögreglan beitti öflugum vatns­byssum og kylfum til að sundra mótmælin.

Í júlí 2019 beitti lögregla óhóf­legri vald­beit­ingu í Vestur-Sahara, með notkun gúmmíkúlna, kylfa og öflugra vatns­byssa gegn fólki sem fagnaði sigri Alsírs í Afríku­mótinu í fótbolta. Sabah Njourni lét lífið eftir að tveir lögreglu­bílar keyrðu yfir hana. Allt að 80 einstak­lingar særðust en talan er þó ónákvæm þar sem margir þorðu ekki á spítala af ótta við hefndarað­gerðir.

Félagafrelsi

Yfir­völd hafa einnig takmarkað félaga­frelsi.

Löglega skráð menn­ing­ar­félag var leyst upp af stjórn­völdum í apríl 2019 í kjölfar þess að gestur í netumræðu­þætti á vegum hópsins gagn­rýndi yfir­völd.

Mann­rétt­inda­sam­tökum í Marokkó, Moroccan Association for Human Rights (AMDH), var auk þess bannað árið 2019 að halda viðburð sem búið var að veita leyfi fyrir vegna þess að færa þurfti viðburðinn í annað rými er  var í óþökk stjórn­valda. Laga­legri glufu var beitt til að koma í veg fyrir að samtökin gætu starfað löglega.

 

Tengt efni