Íran

Íran: Dauðadómur í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Barzan Nasrolla­hzadeh var hand­tekinn þann 29. maí 2010, aðeins 17 ára gamall. Hann er súnní-múslími og Kúrdi sem er minni­hluta­hópur í Íran. Hann var í haldi í marga mánuði án þess að hafa aðgang að fjöl­skyldu sinni og var yfir­heyrður án þess að lögfræð­ingur væri viðstaddur. Hann segist hafa verið pynd­aður, meðal annars barinn, látinn hanga á hvolfi og honum gefið rafstuð. Hann var síðan neyddur til að skrifa undir yfir­lýs­ingu sem bendlaði hann við saknæmt athæfi.

Rétt­ar­höld yfir Barzan Nasrolla­hzadeh voru mjög ósann­gjörn. Mynd­band af honum með þving­aðri„játn­ingu“ var notað sem sönn­un­ar­gagn í rétt­ar­höld­unum. Það var ekki fyrr en við rétt­ar­höldin í ágúst 2013, þremur árum eftir hand­töku, sem hann fékk fyrst aðgang að lögmanni sem var dómkvaddur. Hann fékk þar með engan tíma eða aðstöðu til að undirbúa málsvörn sína.

Barzan var að lokum dæmdur til dauða fyrir „óvild gegn Guði“, „tengsl við salafi-hópa“ og fyrir þátt­töku í samsæri um morð, þar á meðal morð á súnní-klerk sem hafði tengsl við stjórn­völd. Hæstiréttur stað­festi dauða­dóminn í ágúst 2015.

Amnesty Internati­onal skilst að hæstiréttur hafi ekki minnst á að Barza Nasrolla­hzadeh hafi verið undir 18 ára aldri þegar glæp­urinn hafi átt sér stað. Hæstiréttur hefur hafnað frekari endur­skoðun á máli hans. Áhyggjur eru uppi um að aftaka gæti verið á dagskrá á næst­unni.

Skrifaðu undir og krefstu þess að dauða­dómur yfir Barzan Nasrolla­hzadeh verði felldur úr gildi!

Beiting dauðarefs­ing­ar­innar í Íran

Íran er aðili að barna­sátt­mál­anum og alþjóða­samn­ingi um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi. Íran hefur þar með skyldu að gegna um að beita ekki dauðarefs­ing­unni gegn einstak­lingum sem voru börn þegar glæp­urinn átti sér stað.

Árið 2019 voru 4 fangar teknir af lífi í Íran sem voru undir 18 ára aldri þegar glæp­urinn átti sér stað. „Óvild gegn Guði“ er ekki viður­kenndur glæpur samkvæmt alþjóð­legum stöðlum en er oft beitt í dauðarefs­ing­ar­málum í Íran. Árið 2019 átti sér stað 251 aftaka í Íran.

Lestu nánar um skýrslu Amnesty Internati­onal um dauðarefs­inguna fyrir árið 2019

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Bretland

Pyndingar verði ekki lengur refsiverðar

Um þessar mundir vinna bresk stjórnvöld að því að koma nýju frumvarpi í gegnum þingið sem kveður á um að pyndingar og stríðsglæpir af hálfu breskra hermanna verði ekki lengur refsiverð ef liðin eru fimm ár frá því brotin voru framin. Nái frumvarpið í gegn er breski herinn í raun hafinn yfir lög þar sem stríðsglæpir breskra hermanna fyrnast á fimm árum. Þetta þýðir að nær ógerlegt verður að sækja þá til saka fyrir glæpi eins og pyndingar ef liðin eru fimm ár.

Marokkó

Fræðimaður í varðhaldi að geðþótta

Maati Monjib, marokkóskur fræðimaður og mannréttindasinni, var handtekinn þann 29. desember 2020 á veitingastað í Rabat, höfuðborg Marokkó. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Hann og fjölskylda hans hafa legið undir ásökunum um peningaþvætti og hefur rannskókn á því máli staðið yfir síðan 7. október 2020. Rannsóknin er enn ein tilraunin til að kúga Maati Monjib vegna gagnrýni hans á stjórnvöld og ötula vinnu hans í þágu tjáningarfrelsis í Marokkó. Maati Monjib er samviskufangi og verður að leysa hann úr haldi án tafar!

Filippseyjar

Filippseyjar: Herjað á ritstjóra og starfsfólk netfréttamiðils

Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.