Íran

Íran: Dauðadómur í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Barzan Nasrolla­hzadeh var hand­tekinn þann 29. maí 2010, aðeins 17 ára gamall. Hann er súnní-múslími og Kúrdi sem er minni­hluta­hópur í Íran. Hann var í haldi í marga mánuði án þess að hafa aðgang að fjöl­skyldu sinni og var yfir­heyrður án þess að lögfræð­ingur væri viðstaddur. Hann segist hafa verið pynd­aður, meðal annars barinn, látinn hanga á hvolfi og honum gefið rafstuð. Hann var síðan neyddur til að skrifa undir yfir­lýs­ingu sem bendlaði hann við saknæmt athæfi.

Rétt­ar­höld yfir Barzan Nasrolla­hzadeh voru mjög ósann­gjörn. Mynd­band af honum með þving­aðri„játn­ingu“ var notað sem sönn­un­ar­gagn í rétt­ar­höld­unum. Það var ekki fyrr en við rétt­ar­höldin í ágúst 2013, þremur árum eftir hand­töku, sem hann fékk fyrst aðgang að lögmanni sem var dómkvaddur. Hann fékk þar með engan tíma eða aðstöðu til að undirbúa málsvörn sína.

Barzan var að lokum dæmdur til dauða fyrir „óvild gegn Guði“, „tengsl við salafi-hópa“ og fyrir þátt­töku í samsæri um morð, þar á meðal morð á súnní-klerk sem hafði tengsl við stjórn­völd. Hæstiréttur stað­festi dauða­dóminn í ágúst 2015.

Amnesty Internati­onal skilst að hæstiréttur hafi ekki minnst á að Barza Nasrolla­hzadeh hafi verið undir 18 ára aldri þegar glæp­urinn hafi átt sér stað. Hæstiréttur hefur hafnað frekari endur­skoðun á máli hans. Áhyggjur eru uppi um að aftaka gæti verið á dagskrá á næst­unni.

Skrifaðu undir og krefstu þess að dauða­dómur yfir Barzan Nasrolla­hzadeh verði felldur úr gildi!

Beiting dauðarefs­ing­ar­innar í Íran

Íran er aðili að barna­sátt­mál­anum og alþjóða­samn­ingi um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi. Íran hefur þar með skyldu að gegna um að beita ekki dauðarefs­ing­unni gegn einstak­lingum sem voru börn þegar glæp­urinn átti sér stað.

Árið 2019 voru 4 fangar teknir af lífi í Íran sem voru undir 18 ára aldri þegar glæp­urinn átti sér stað. „Óvild gegn Guði“ er ekki viður­kenndur glæpur samkvæmt alþjóð­legum stöðlum en er oft beitt í dauðarefs­ing­ar­málum í Íran. Árið 2019 átti sér stað 251 aftaka í Íran.

Lestu nánar um skýrslu Amnesty Internati­onal um dauðarefs­inguna fyrir árið 2019

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Íran: Dauðadómur í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Barzan Nasrollahzadeh var handtekinn þann 29. maí 2010, aðeins 17 ára gamall. Hann er súnní-múslími og Kúrdi sem er minnihlutahópur í Íran. Hann var í haldi í marga mánuði án þess að hafa aðgang að fjölskyldu sinni og var yfirheyrður án þess að lögfræðingur væri viðstaddur. Hann segist hafa verið pyndaður, meðal annars barinn, látinn hanga á hvolfi og honum gefið rafstuð. Hann var síðan neyddur til að skrifa undir yfirlýsingu sem bendlaði hann við saknæmt athæfi.

Angóla

Angóla: Réttlæti fyrir ungmenni sem létu lífið vegna lögregluofbeldis

Sjö ungmenni létu lífið frá maí til júlí 2020 vegna lögregluofbeldis í kjölfar aðgerða stjórnvalda gegn kórónuveirufaraldrinum. Fjöldi vitnisburða er um óhóflega valdbeitingu og notkun skotvopna lögreglunnar. Viðbrögð yfirvalda er fela í sér valdbeitingu sem getur leitt til dauða á ekki að líðast. Kilson var einn þeirra sem féll fyrir hendi lögreglu. Hann var aðeins fimmtán ára gamall.

Egyptaland

Egyptaland: Blaðakona í haldi sökuð um hryðjuverk

Esraa Abdefattah, aðgerðasinni og blaðakona, var numin af brott af óeinkennisklæddum lögreglumönnum og sætti pyndingum á ótilgreindum stað í október 2019. Síðan þá hefur hún sætt ólöglegu varðhaldi fyrir rangar sakargiftir sem tengjast hryðjuverkum. Hún var ein af fjölmörgum aðgerðasinnum sem herjað var á eftir að mótmæli brutust út þann 20. september 2019. Amnesty International skilgreinir hana sem samviskufanga.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.