Kína

Kínverskur leikstjóri handtekinn fyrir heimildamynd

Kínverski leik­stjórinn Chen Pinlin var hand­tekinn 5. janúar 2024 og er í haldi í Shanghai. Hann er í haldi fyrir það eitt að nýta tján­ing­ar­frelsið með frið­sam­legum hætti. 

Chen Pinlin er leik­stjóri heim­ilda­mynd­ar­innar „Urumqi Middle Road“ sem sýnir frá útbreiddum mótmælum „hreyf­ingar hvítu blað­anna“, sem voru frið­samleg mótmæli gegn þriggja ára útgöngu­banni  í tengslum við kórónu­veirufar­ald­urinn og harðri ritskoðun og eftir­liti í Kína. Chen setti heim­ilda­myndina á netið í nóvember 2023, ári eftir að „hreyfing hvítu blað­anna“ varð til. Hreyf­ingin mynd­aðist í kjölfar þess að háskóla­nem­endur héldu á hvítu blöðum til að mótmæla útgöngu­banni sem var talið hafa leitt til dauða tíu einstak­linga í bruna í Urumqi í Kína.  

Chen Pinlin er ákærður fyrir að „ýta undir deilur og vand­ræði“ og á yfir höfði sér allt að fimm ára fang­elsi. Amnesty Internati­onal hefur stað­fest eitt annað tilfelli í tengslum við „hreyf­ingu hvítu blað­anna“ en telur að enn fleiri einstak­lingar hafi verið hand­teknir en erfitt hefur reynst að  stað­festa fjölda þeirra. 

Amnesty Internati­onal hefur skráð fjölda mála í Kína þar sem einstak­lingar eru í haldi fyrir sömu ákærur og Chen Pinlin sem tengjast oft starfi þeirri í þágu tján­ing­ar­frelsis og mann­rétt­inda. Margir þeirra hafa sætt pynd­ingum og annarri illri meðferð. Fjöl­skylda Chen Pinlin hefur einnig verið áreitt af lögreglu sem er algengt í málum sem þessum í Kína. 

Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að kínversk yfir­völd leysi Chen Pinlin skil­yrð­is­laust úr haldi án tafar og tryggi að hann sæti ekki pynd­ingum og annarri illri meðferð á meðan hann er enn í haldi.  

Auk þess er þess krafist að hætt verði að áreita fjöl­skyldu Chen Pinlin og tryggt að einstak­lingar sem tengjast „hreyf­ingu hvítu blað­anna“ og aðrir geti tjáð sig frið­sam­lega án ótta við hand­töku, hótanir og áreitni. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Yfirvofandi aftökur

Behrouz Ehsani, 69 ára, og Mehdi Hassani, 48 ára, eiga á hættu að verða teknir af lífi eftir afar ósanngjörn réttarhöld sem stóðu yfir í aðeins fimm mínútur og var litið fram hjá ásökunum þeirra um pyndingar og aðra illa meðferð til að þvinga fram „játningu“. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að írönsk yfirvöld ógildi dauðadóma yfir Behrouz Ehsani og Mehdi Hassani og leysi þá úr haldi án tafar.

El Salvador

Þöggun radda mannréttindafrömuða og samfélagsleiðtoga

Fidel Zavala, talsmaður mannréttindasamtakanna UNIDEHC og yfir tuttugu samfélagsleiðtogar hafa verið handteknir af yfirvöldum í El Salvador. Geðþóttavarðhald Zavala vekur þungar áhyggjur, þar sem hann hefur bæði borið vitni um og opinberað pyndingar í varðhaldsstöðvum.

Rússland

Stríðsglæpum gegn Úkraínubúum í haldi verður að linna

Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.

Haítí

Vernd fyrir börn gegn glæpagengjum á Haítí

Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Bandaríkin

Ólöglegar handtökur og fjöldabrottvísanir

Frá því að Donald Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur hann hrint í framkvæmd ómannúðlegri stefnu gegn innflytjendum og fólki í leit að öryggi sem flúið hefur neyð. Yfirvöld í Bandaríkjunum, undir stjórn Trump, hafa beitt grimmilegum aðferðum til að vekja ótta, aðskilja og handsama fjölskyldur ásamt því að herja á aðgerðasinna.  

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.