Katar

Krefjumst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeitingu farandverkafólks

Fyrir tilstuðlan farand­verka­fólks getur draumur Katar um að halda heims­meist­ara­mótið í fótbolta orðið að veru­leika. Enn er komið illa fram við farand­verka­fólk í Katar þrátt fyrir að tíu ár séu liðin frá því að ákveðið var að mótið yrði haldið þar.

Spár gera ráð fyrir miklum tekjum til FIFA vegna heims­meist­ara­mótsins í Katar en farand­verka­fólki er enn þrælað út til að mótið geti átt sér stað. Nýlegar umbætur á vinnu­reglum í Katar hafa ekki verið innleiddar að fullu og enn er komið illa fram við farand­verka­fólkið með bágum kjörum og lélegum vinnu­að­stæðum. Vinnu­veit­endur hafa alltof mikil völd yfir farand­verka­fólkinu þar sem þeir geta farið fram á langa vinnu­daga og komið í veg fyrir að það geti skipt um vinnu.

Farand­verka­fólki er gert erfitt fyrir að gæta réttar síns eða fá skaða­bætur og því er bannað að ganga í stétt­ar­félög til að reyna bæta kjör sín.

Þegar FIFA tók ákvörðun um að halda HM í Katar vissi það af aðstæðum farand­verka­fólks í landinu.

FIFA ber skylda til að bregðast við og nota áhrif sín til að hvetja Katar til að vernda farand­verka­fólk. Þrátt fyrir að einhver árangur hefur náðst er enn langt í land.

Krefj­umst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeit­ingu farands­verka­fólks!

Nánar má lesa um opið bréf Amnesty Internati­onal vegna stöðu farand­verka­fólks í Katar í nýlegri frétt Íslands­deild­ar­innar.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.

Perú

Fjöldi fólks hefur látið lífið í mótmælum

Mikil mótmæli brutust út eftir að Pedro Castillo, þáverandi forseti Perú,  reyndi að leysa upp þing landsins þann 7 . desember. Að minnsta kosti 40 einstaklingar hafa látið lífið í mótmælunum af völdum lögreglunnar og her landsins vegna óhóflegrar valdbeitingar. Þann 9. janúar síðastliðinn létu 18 einstaklingar lífið í mótmælum í borginni Juliaca í Perú.  

Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.