Dóminíska lýðveldið
,,Tík, þetta er það sem hæfir þér.“ Lögreglan í Dóminíska lýðveldinu nauðgar, ber og niðurlægir vændisfólk – oft miðandi með byssum. Þetta eru pyndingar. Krefjumst verndar þeirra og að þær fái notið réttinda sinna.
Karlrembumenning innan lögreglunnar, ofan á mikla félagslega útskúfun og mismunun gagnvart vændisfólki, hefur þau áhrif að lögreglan misnotar vald sitt með ólögmætum hætti. Lögreglan pyndar vændiskonur til að refsa þeim og viðhalda valdi sínu yfir þeim.
Trans konur verða sérstaklega fyrir barðinu á lögreglunni sem beitir þær grófri kynferðislegri misnotkun og niðurlægir vegna transfóbíu. Vændisfólk kallar eftir lögum sem banna mismunun, sem yrðu fyrsta skrefið í átt að því að taka á þessu ofbeldi og mismunun.
Sumar vændiskonur eru einnig baráttukonur fyrir mannréttindum í Dóminíska lýðveldinu þar sem þær berjast fyrir réttindum sínum. Þær eru þó oft útilokaðar frá mannréttinda- og kvenréttindahreyfingum vegna þess að þær eru í vændi.
Til að allar konur njóti frelsis verðum við að byrja á því að berjast fyrir réttindum jaðarsettra kvenna. Þegar við hefjum upp raust okkar til að styðja vændiskonur hefjum við upp raustina fyrir allar konur.
Krefjumst þess að stjórnvöld í Dóminíska lýðveldinu samþykki lög um bann við mismunun og aðrar raunhæfar aðgerðir til að vernda vændiskonur frá pyndingum og illri meðferð.
Lesa má um skýrslu Amnesty International þar sem skráðar voru sögur 46 vændiskvenna í Dóminíska lýðveldinu hér.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía
Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu