Dóminíska lýðveldið

Krefjumst verndar vændisfólks í Dóminíska lýðveldinu

,,Tík, þetta er það sem hæfir þér.“ Lögreglan í Dómin­íska lýðveldinu nauðgar, ber og niður­lægir vænd­is­fólk – oft miðandi með byssum. Þetta eru pynd­ingar. Krefj­umst verndar þeirra og að þær fái notið rétt­inda sinna.

Karlrembu­menning innan lögregl­unnar, ofan á mikla félags­lega útskúfun og mismunun gagn­vart vænd­is­fólki, hefur þau áhrif að lögreglan misnotar vald sitt með ólög­mætum hætti. Lögreglan pyndar vænd­is­konur til að refsa þeim og viðhalda valdi sínu yfir þeim.

Trans konur verða sérstak­lega fyrir barðinu á lögregl­unni sem beitir þær grófri kynferð­is­legri misnotkun og niður­lægir vegna trans­fóbíu. Vænd­is­fólk kallar eftir lögum sem banna mismunun, sem yrðu fyrsta skrefið í átt að því að taka á þessu ofbeldi og mismunun.

Sumar vænd­is­konur eru einnig baráttu­konur fyrir mann­rétt­indum í Dómin­íska lýðveldinu þar sem þær berjast fyrir rétt­indum sínum. Þær eru þó oft útilok­aðar frá mann­rétt­inda- og kven­rétt­inda­hreyf­ingum vegna þess að þær eru í vændi.

Til að allar konur njóti frelsis verðum við að byrja á því að berjast fyrir rétt­indum jaðar­settra kvenna. Þegar við hefjum upp raust okkar til að styðja vænd­is­konur hefjum við upp raustina fyrir allar konur.

Krefj­umst þess að stjórn­völd í Dómin­íska lýðveldinu samþykki lög um bann við mismunun og aðrar raun­hæfar aðgerðir til að vernda vænd­is­konur frá pynd­ingum og illri meðferð.

Lesa má um skýrslu Amnesty Internati­onal þar sem skráðar voru sögur 46 vændis­k­venna í Dómin­íska lýðveldinu hér.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.