Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Undan­farinn áratug hefur Amnesty Internati­onal skrá­sett beit­ingu varð­haldsvist­unar að geðþótta í Venesúela. Aðgerð­irnar eru hluti kúgun­ar­stefnu ríkis­stjórnar Nicolás Maduro.

Mál þeirra níu, kvenna og manna, sem hér er fjallað um, gefa vísbend­ingu um umfang kúgun­ar­stefnu yfir­valda í Venesúela. Kenn­arar, verka­lýðs­full­trúar, mann­rétt­inda­fröm­uðir og fjöl­miðla­fólk, hver sem er, getur átt á hættu að sæta varð­haldsvist af geðþótta­ástæðum í póli­tískum tilgangi, vera pynd­aður, sæta þvinguðu manns­hvarfi og verða af lífs­áformum sínum.

Sum málin, eins og mál Roland Carreño, eru bein­tengd póli­tísku aðgerð­a­starfi gegn ríkis­stjórn landsins en í öðrum málum, eins og í tilfelli Emir­lendris Benítez, voru einstak­lingar skot­mark vegna fjöl­skyldu­tengsla við þriðja aðila sem stjórn­völd álitu tortryggileg.

Það hve ólík málin eru sýnir hversu mikil hættan er á að almenn­ingur sæti varð­haldi að geðþótta og öðrum alvar­legum mann­rétt­inda­brotum þar sem áhrif­anna gætir bæði á meðal þeirra sem eru yfir­lýstir andstæð­ingar stjórn­valda og einstak­linga sem eru ekki póli­tískir.

Einstak­ling­arnir níu sem sætt hafa varð­haldi og greint er frá í skýrsl­unni eru:

• Emir­lendris Benítez: móðir og versl­un­ar­kona, hand­tekin í ágúst 2018.
• María Auxilia­dora Delgado og Juan Carlos Marrufo: hjón og sérfræð­ingar, hand­tekin í mars 2019.
• Roland Carreño: blaða­maður og póli­tískur aðgerðasinni, hand­tekinn í október 2020.
• Guillermo Zárraga: faðir og fyrrum félagi í verka­lýðs­fé­lagi, hand­tekinn í nóvember 2020.
• Dario Estrada: einstak­lingur með tauga­þroskaröskun og verk­fræð­ingur, hand­tekinn í desember 2020.
• Robert Franco: kennari og verka­lýðs­fé­lagi, hand­tekinn í desember 2020.
• Javier Tarazona: mann­rétt­inda­fröm­uður og samviskufangi, hand­tekinn í júlí 2021.
• Gabriel Blanco: aðgerðasinni og starfs­maður í mann­úð­ar­málum, hand­tekinn í júlí 2021.

Skrifaðu undir og krefstu þess að þau verði tafar­laust leyst úr haldi.

 

Nánar um skýrslu Amnesty Internati­onal hér.

 

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.  

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.