Venesúela
Undanfarinn áratug hefur Amnesty International skrásett beitingu varðhaldsvistunar að geðþótta í Venesúela. Aðgerðirnar eru hluti kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro.
Mál þeirra níu, kvenna og manna, sem hér er fjallað um, gefa vísbendingu um umfang kúgunarstefnu yfirvalda í Venesúela. Kennarar, verkalýðsfulltrúar, mannréttindafrömuðir og fjölmiðlafólk, hver sem er, getur átt á hættu að sæta varðhaldsvist af geðþóttaástæðum í pólitískum tilgangi, vera pyndaður, sæta þvinguðu mannshvarfi og verða af lífsáformum sínum.
Sum málin, eins og mál Roland Carreño, eru beintengd pólitísku aðgerðastarfi gegn ríkisstjórn landsins en í öðrum málum, eins og í tilfelli Emirlendris Benítez, voru einstaklingar skotmark vegna fjölskyldutengsla við þriðja aðila sem stjórnvöld álitu tortryggileg.
Það hve ólík málin eru sýnir hversu mikil hættan er á að almenningur sæti varðhaldi að geðþótta og öðrum alvarlegum mannréttindabrotum þar sem áhrifanna gætir bæði á meðal þeirra sem eru yfirlýstir andstæðingar stjórnvalda og einstaklinga sem eru ekki pólitískir.
Einstaklingarnir níu sem sætt hafa varðhaldi og greint er frá í skýrslunni eru:
• Emirlendris Benítez: móðir og verslunarkona, handtekin í ágúst 2018.
• María Auxiliadora Delgado og Juan Carlos Marrufo: hjón og sérfræðingar, handtekin í mars 2019.
• Roland Carreño: blaðamaður og pólitískur aðgerðasinni, handtekinn í október 2020.
• Guillermo Zárraga: faðir og fyrrum félagi í verkalýðsfélagi, handtekinn í nóvember 2020.
• Dario Estrada: einstaklingur með taugaþroskaröskun og verkfræðingur, handtekinn í desember 2020.
• Robert Franco: kennari og verkalýðsfélagi, handtekinn í desember 2020.
• Javier Tarazona: mannréttindafrömuður og samviskufangi, handtekinn í júlí 2021.
• Gabriel Blanco: aðgerðasinni og starfsmaður í mannúðarmálum, handtekinn í júlí 2021.
Skrifaðu undir og krefstu þess að þau verði tafarlaust leyst úr haldi.
Nánar um skýrslu Amnesty International hér.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.
Venesúela
Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.
Gambía
Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.
Ísrael
Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu