Rússland

Stöðvið árásina og verndið almenning í Úkraínu

Hörm­ungar og mann­rétt­inda­neyð dynur á Úkraínu­búum. Nú þegar hafa full­orðnir og börn látið lífið og líf fleiri þúsunda eru í hættu. Krefstu þess að rúss­nesk yfir­völd stöðvi þessa árás og verndi almenna borgara núna strax! 

Undir morgun 24. febrúar vöknuðu Úkraínu­búar við þær fréttir að innrás rúss­neska hersins væri hafin. Um miðja nótt réðust rúss­neskir skrið­drekar inn í landið og herinn gerði atlögur úr mörgum áttum. Síðan þá hefur árásin stig­magnast. 

Innan örfárra klukku­stunda frá innrás­inni stað­festi starfs­fólk Amnesty Internati­onal frásagnir og mynd­bönd af árásum á óbreytta borgara í landinu. Amnesty hefur stað­fest árásir á spítala og skóla, notkun vopna eins og lang­drægra skot­flauga sem erfitt er að miða af nákvæmni og notkun ólög­legra vopna eins og klasa­sprengja. Óbreyttir borg­arar hafa látið lífið og mögu­lega hafa stríðs­glæpir nú þegar verið framdir af rúss­neskum herliðum. 

Með því að beita vopnum gegn öðru ríki án laga­legrar rétt­mætrar ástæðu hefur Rúss­land augljós­lega brotið gegn sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna. Rúss­land misnotar fasta sætið sitt í örygg­is­ráði Sameinuðu þjóð­anna til að komast hjá því að vera dregið til ábyrgðar.

Rúss­neska ríkið verður að stöðva þessa árás gegn Úkraínu, vernda almenna borgara og virða alþjóðalög.  

Hörm­ungar og mann­rétt­inda­neyð dynja nú á almenn­ingi í Úkraínu, en í krafti fjöldans getum við náð árangri. Við verðum að vernda fólkið í Úkraínu.

Skrifaðu undir og krefstu þess að rúss­nesk yfir­völd hætti árásum umsvifa­laust, verndi almenna borgara og virði lög! 

Einnig má lesa nánar um málið hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Síerra Leóne

Ólögmæt manndráp og pyndingar

Í ágúst árið 2022 sköpuðust óeirðir í nokkrum borgum Síerra Leóne, þar á meðal í höfuðborginni Freetown. Uppþotin orsökuðust af ýmsum þáttum, þeirra á meðal óánægju með stefnu stjórnvalda og efnahagskreppu. Alls létust sex lögregluþjónar og 20 mótmælendur og sjónarvottar í borgunum Freetown, Makeni og Kamakwie. Skrifaðu undir ákall um að yfirvöld í Síerra Leóne rannsaki atburðina og tryggi réttlæti.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.

Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er amerískur frumbyggi og aðgerðasinni. Hann hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 46 ár, þar af töluverðan tíma í einangrun. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvarandi heilsuvanda sem gæti dregið hann til dauða. Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, náði Leonard Peltier byggt á mannúðar og réttlætisforsendum, í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards, sem á ekki rétt á skilorði fyrr en 2024.

Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur verið beitt gegn skólastúlkum á grunnskóla- og menntaskólastigi. Sjálfstæðir fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlknaskóla víðsvegar um Íran. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfirvöld geri sjálfstæða, ítarlega og skilvirka rannsókn á eiturárásum gegn skólastúlkum.